Færsluflokkur: Bloggar

Kjalnesingaþáttur - sá nýjasti

Á SpániSysturnar af Kjalarnesi komu í heimsókn og höfðu foreldra sína með.  Ægilega gaman hjá okkur.  Ísabella er næstum þriggja ára og hjálpar Emilíu systur sinni sem vantar örlítinn kjark til að fara að ganga.  Það verður komið áður en hún verður 14 mánaða á fimmtudaginn.  Þær eru mjög lagvísar systurnar og sú yngri syngur ókí-póki við öll tækifæri.

 

Ég var mjög heppin, var rétt að byrja í heilsubótargöngu og fannst heldur kalt, þegar ég fékk hringingu og tilkynningu um yfirvofandi heimsókn.  Að sjálfsögðu snéri ég við  „á punktinum“ til að taka á móti gestunum.

 

Hlakka til kvölddagskránnar æa Skjá einum; „Queer eye for the straiht guy“ er uppáhaldsþátturinn.  Það er eitthvað svo mikil kátína í honum....................


Einmana rauðmagi

rauðmagiAf rauðmagaveislunni miklu er það að frétta að það tókst ekki betur til en svo að ég fann ekki nema einn rauðmaga á öllu höfuðborgarsvæðinu.  Einn einasta.  Ekki svo að segja að ég hafi farið í hverja einustu búð en eftir klukkutíma rúnt og innlit í búðir ákvað ég að kaupa þennan eina og bæta upp borðhaldið með fiskbollum, kartöflum og salati.  Rabbarbarapæ með rjóma og cappucino í eftirrétt yrði að duga.  Stórasystir bar sig vel og þóttist vera pakksödd eftir herlegheitin.  Hún lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.

 

eimskipSú var látin vinna fyrir veitingunum, - eða þannig.  Við fórum yfir ýmsar tillögur að fatasamsetningum.  Reyndum að setja saman sem flesta „galla“, þannig að ég þyrfti að taka sem minnst með mér og þegar samsetningar voru farnar að nálgast 20 (hm, já), var tími til að segja að það myndi duga.  Ef ekki, má alltaf kíkja í mollin og sjá hvað er á boðstólnum.  Kannski ég þurfi að kynna mér hvar verði hægt að fá leigðan gám.  Siglir Eimskip ekki til Norfolk? LOL


Þjóðminjar og tónlist

ÞjóðminjasafniðMenningin var og verður í hávegum höfð í dag.  Guðlaug vinkona hringdi um hádegið til að freista þess að fá mig með sér á sýninguna “Með silfurbjarta nál – spor miðalda í íslenskum myndsaumi” en hún hafði heyrt auglýsingu um að það yrði leiðsögn um sýninguna kl. þrjú í dag.  Hún var svo sniðug að bæta því við að við gætum farið á kaffihús eftir að hafa skoðað þjóðargersemarnar.  Það er töfraorðið: “kaffihús”.  Ég samþykkti þetta kostaboð umsvifalaust, sá að ég gat lesið aðeins meira af Henning Mankell áður en ég yrði sótt.  Sýningin er mjög merkileg, refilsaumur, krosssaumur, glitsaumur og ég veit ekki hvað og hvað.  Kaffi frá kaffitári á eftir og ein buna niður Laugarveginn áður en mér var skilað heim.  Túristarnir eru farnir að sjást þar, þó það sé ekki langt liðið á árið.

Núna er ég að bíða eftir því að klukkan verði eitt eftir hádegi á austurströnd Bandaríkjanna en þá ætla ég að hringja vestur um haf og athuga hvernig frænkurnar hafa það og hvort þær séu ekki yfir sig spenntar að fá þennan happafeng inn fyrir landsteinana. Whistling

kammerMeiri menning í kvöld en þá eru afmælistónleikar í Kammermúsíkklúbbnum.  Flutt verður nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og gamalt verk eftir Beethoven (hahahahahaha – alltaf jafn fyndin).  Við systurnar mætum á réttum tíma og drekkum í okkur menninguna.  Anna hans Jóns frænda verður þarna ábyggilega líka.  Hún hefur ekki látið sig vanta í þau skipti sem ég hef sótt tónleika.

Hef ekki meira um þetta að segja.  Hafið það sem allra best fram að næstu blogg-færslu en þá má búast við skrifum um rauðmagaveisluna miklu sem haldin verður annað kvöld......................


Fødselsdag / afmæli

Det er Sebastians fødselsdag i dag!  Han er blevet ti år gammel.  Til lykke min ven!

 

afmaeliskakaHann á afmæl’í dag

hann á afmæl’í dag

hann á afmæl’ann Sebastian

hann á afmæl’í dag

 

Það er mynd af Sebastian í færslunni í gær.  Myndarstrákur, það finnst mér allavega.

 

Flottum fjölskyldumeðlimum fjölgar

Andri og Sebastian 2006Get ekki stillt mig um að herma eftir Gurrí og láta fyrirsagnirnar stuðla.  Annað sem ég get ekki stillt mig um er að skella inn þessum myndum.  Eggert bróðursonur var ekki lengi að redda mér myndum af sonum sínum, - á tölvutæku formi.  Sko, ég lofa að kaupa digital-myndavél fljótlega, þangað til verð ég öðrum háð um myndir á síðuna.

Hér eru þeir bræðurnir Andri Már og Sebastian.  Myndin er tekin rétt við sumarbústaðinn sem amma þeirra og afi eiga.  Að sjálfsögðu er búið að setja upp körfuboltahring þarna hjá Suðurnesjamönnunum. 

Andri sumar 06

Mér sýnist Andri Már vera í Hrísey.  Hann er a.m.k. fyrir norðan, af fjöllunum að dæma.

Eggert-Andri-Sebastian 2006Svo er hér mynd af þeim bræðrum þegar þeir heimsóttu pabba sinn.  Vafalaust hafa þeir verið liðtækir í pizzugerðinni.

Flottir InLove


Hva - enginn morgunroði?

MorgunroðiÞað er nú meira hvað mér finnst þetta skemmtilegt, þetta að blogga, gá að því hvort ég hafi fengið athugasemdir, breyta stillingum og fá nýja bloggvini.  Athugulir lesendur sjá það strax að bloggvinum mínum hefur fjölgað um 100% frá því í gær!  Gurrí mín þarf nú að deila þessu plássi með Ólafi Fannberg, sem ég þekki hvorki haus né sporð á en hef samt stundum lesið það sem hann hefur bloggað.  Þeir allra athugulustu taka líka eftir að nú er hægt að smella á tengla um NLP (Neuro Linguistic Programming) sem mér finnst mjög athyglisverð og skemmtileg tækni.  Færni mín í að setja upp bloggsíðu er að aukast. Joyful - smá mont - ætti ekki að saka neinn.

Þegar ég vaknaði í morgun var snjóföl yfir öllu en enginn morgunroði.  Kannski fullsnemmt að krefjast þess svona snemma í febrúar.  Fyrir þá sem sakna morgunroðans er þessi fallega mynd sem ég fann á gúgglinu.

Hafið það gott um helgina Heart


Frekar flottur fótabúnaður

SkórSkókaupaævintýrið stóð stutt.   Ég þurfti að skreppa í Smáralindina eftir vinnu, langaði að hitta hann Eggert minn, þann afarflotta konditori-meistara.  Rétt áður en ég brá mér inn á Adesso til að fá mér kaffi, varð ég vör við ofurkrafta sem toguðu mig inn í skóverslun Steinars Waage og áður en ég vissi af var ég komin með skópar á fæturna til að  skoða hvernig þeir færu.  Sem ég var að dást að skónum, sá ég út undan mér annað par ekki síðra.  Ég lenti nánast í valkvíða, skipti um skó, hvað eftir annað en að lokum heillaði annað parið meira enda kom í ljós að hitt parið hafði þann galla að annar skórinn var mattari en hinn.  Get ekki látið sjá mig í svoleiðis!  Jæja, ég er nú stoltur eigandi að Lloyd's skóm, svörtum mokkasínum, dásamlega fallegum.

KakaSvona girnileg kaka fæst á Café Adesso.  Er ekki tilvalið að byrja helgina á svona sneið?

Whistling


Bót og betrun

Þorkell-heimaEdda í afmæliÞað getur valdið vöðvabólgu að halla oft og mikið út á aðra hliðina svo hér koma myndirnar aftur, sem snéru ekki rétt í færslunni í gær.  Þorkell tölvuséní brást skjótt við og aðstoðaði mig við að snúa myndunum.  (Aðstoðaði, réttara sagt: hann snéri myndunum fyrir mig).  Hér sést árangurinn.  Miklu betra að skoða myndirnar á þennan hátt.

 

Þetta tókst bara vel enda eru fyrirsæturnar bráðmyndarlegar.

Það er að frétta af ferðaundirbúningi að til stendur að efna í góða götuskó.  Sú ævintýraferð verður skilmerkilega skráð á þessa síðu, þegar línur fara að skýrast.

Ekki meira í bili.


Nú lenti ég aldeilis í því

Mamma 80 ára 033Auðvitað er ég miklu ríkari en ég hef sagt frá hér á þessum vettvangi.  Ég hef þegar fengið kvartanir vegna myndbirtinga, þó blogg-færslurnar mínar nái ekki yfir viku-tíma.  Aðalgeir bróðursonur (ekki bróðursonarsonur, nei það er allt annar Aðalgeir) fannst að það vantaði mynd af sér og skal bætt úr því hið bráðasta, svo allir verði glaðir.

Aðalgeir bróðursonur er þessi lengst til hægri á myndinni.  Hinir eru (frá vinstri) Ingimundur, Eggert og Una.

Mamma 80 ára 063Nú jæja, það má náttúrulega ekki gera upp á milli systkinabarna svo hér eru fleiri myndir, úr því að mér tekst svona vel að koma myndunum fyrir.

Þetta er hún Edda mín, ég kann því miður ekki að snúa myndinni, þeim sem vilja skoða myndina betur, er bent á að halla höfðinu til vinstri um 90°.

Þessar myndir voru teknar árið 2004 en standa nú samt fyrir sínu.

Mamma 80 ára 004Þetta er hann Þorkell.  Við skoðun á þessari mynd er ágætt að nota sömu tækni, þ.e. að halla höfðinu til hægri um 90°

Mamma 80 ára 125Nú má rétta höfuðið af en þannig er betra að skoða myndina af Soffíu og Kára.

Þess ber að geta að í þessa upptaliningu vantar mynd af Völu og Örvari en ég á ekki mynd af þeim á tölvutæku formi.  Það verður því að bíða betri tíma, að ég skelli mynd af þeim á þessa síðu.

Skemmtið ykkur vel við að ímynda ykkur hvernig hinir fjölskyldumeðlimirnir líta út.

Nú er þessari blogg-færslu lokið.  Hafið það sem allra best Whistling


Útsýni

Útsýni

Þetta er útsýnið af hótelinu.........  eða þannig.  Er það ekki frábært? 

Þessa dagana er verið að pæla í farangrinum.  Ein góð vinkona fullyrti að það þyrfti sama farangur fyrir 6 vikna ferð eins og 2 vikna ferð.  Þegar ég hugsa út í það, þá sé ég að það er líklega rétt hjá hanni.  Ég verð jú með aðgang að þvottavél.  Ef mig vantar eitthvað þá er víst nóg af verslunum þarna Wink


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband