Þjóðminjar og tónlist

ÞjóðminjasafniðMenningin var og verður í hávegum höfð í dag.  Guðlaug vinkona hringdi um hádegið til að freista þess að fá mig með sér á sýninguna “Með silfurbjarta nál – spor miðalda í íslenskum myndsaumi” en hún hafði heyrt auglýsingu um að það yrði leiðsögn um sýninguna kl. þrjú í dag.  Hún var svo sniðug að bæta því við að við gætum farið á kaffihús eftir að hafa skoðað þjóðargersemarnar.  Það er töfraorðið: “kaffihús”.  Ég samþykkti þetta kostaboð umsvifalaust, sá að ég gat lesið aðeins meira af Henning Mankell áður en ég yrði sótt.  Sýningin er mjög merkileg, refilsaumur, krosssaumur, glitsaumur og ég veit ekki hvað og hvað.  Kaffi frá kaffitári á eftir og ein buna niður Laugarveginn áður en mér var skilað heim.  Túristarnir eru farnir að sjást þar, þó það sé ekki langt liðið á árið.

Núna er ég að bíða eftir því að klukkan verði eitt eftir hádegi á austurströnd Bandaríkjanna en þá ætla ég að hringja vestur um haf og athuga hvernig frænkurnar hafa það og hvort þær séu ekki yfir sig spenntar að fá þennan happafeng inn fyrir landsteinana. Whistling

kammerMeiri menning í kvöld en þá eru afmælistónleikar í Kammermúsíkklúbbnum.  Flutt verður nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og gamalt verk eftir Beethoven (hahahahahaha – alltaf jafn fyndin).  Við systurnar mætum á réttum tíma og drekkum í okkur menninguna.  Anna hans Jóns frænda verður þarna ábyggilega líka.  Hún hefur ekki látið sig vanta í þau skipti sem ég hef sótt tónleika.

Hef ekki meira um þetta að segja.  Hafið það sem allra best fram að næstu blogg-færslu en þá má búast við skrifum um rauðmagaveisluna miklu sem haldin verður annað kvöld......................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú lifir aldeilis spennandi og menningarlegu lífi ... hefði verið gaman að skreppa með ykkur ... en ekki í rauðmagaveisluna miklu. Vona að þú verðir nógu frísk eftir átið til að geta bloggað um hana. Hehhehe

Guðríður Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 18:13

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Óttast eigi: rauðmagaát er bæði frískandi og upplífgandi.

Það hefði sannarlega verið skemmtilegt að hafa þig með í menningunni.  Þú kemur bara með næst.  Tónleikarnir voru fínir, það var verið að halda upp á 50 ára afmæli klúbbsins og gestir trakteraðir með kaffi og afmæliskringlu í hlénu af því tilefni.

Guðrún Eggertsdóttir, 5.2.2007 kl. 08:32

3 identicon

 Ó, ég skrifaði í Gestabók í fyrir staðinn athugasemdir. Minný systir

Guðfinna Jóna Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband