Einmana rauðmagi

rauðmagiAf rauðmagaveislunni miklu er það að frétta að það tókst ekki betur til en svo að ég fann ekki nema einn rauðmaga á öllu höfuðborgarsvæðinu.  Einn einasta.  Ekki svo að segja að ég hafi farið í hverja einustu búð en eftir klukkutíma rúnt og innlit í búðir ákvað ég að kaupa þennan eina og bæta upp borðhaldið með fiskbollum, kartöflum og salati.  Rabbarbarapæ með rjóma og cappucino í eftirrétt yrði að duga.  Stórasystir bar sig vel og þóttist vera pakksödd eftir herlegheitin.  Hún lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.

 

eimskipSú var látin vinna fyrir veitingunum, - eða þannig.  Við fórum yfir ýmsar tillögur að fatasamsetningum.  Reyndum að setja saman sem flesta „galla“, þannig að ég þyrfti að taka sem minnst með mér og þegar samsetningar voru farnar að nálgast 20 (hm, já), var tími til að segja að það myndi duga.  Ef ekki, má alltaf kíkja í mollin og sjá hvað er á boðstólnum.  Kannski ég þurfi að kynna mér hvar verði hægt að fá leigðan gám.  Siglir Eimskip ekki til Norfolk? LOL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

rauðmagi er góður

Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Ekki spurning!

Guðrún Eggertsdóttir, 5.2.2007 kl. 23:01

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ekki erfitt að afplána rauðmagaveislu hjá þér ... með allt þetta meðlæti! Nammi nammmmm!

20 samsetningar er allt of mikið! EKKI  taka of mikið með þér út! Þú munt sjá eftir því! Tala af biturri reynslu! 

Guðríður Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 12:57

4 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Er ekki fataleysis-heilkennið undarlegt; að finnast eins og ekkert sé til af fötum í skápnum, svo þegar pakka á niður fyrir ferðalag, þá er hægt að velja um fleiri, fleiri samsetningar!   Undarlegt, vægast sagt.

Takk fyrir góð ráð.  Hernaðaráætlunin er þessi: skoða betur og grisja.  Sjáum til hvernig það gengur. Múhahahaha...........

Guðrún Eggertsdóttir, 6.2.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband