02.06. Ekki er sopið kálið...

ChaosFlugtak frá Changiflugvelli tafðist og flugið tók lengri tíma en gert var ráð fyrir, svo klukkutíminn og 20 mínúturnar sem við áttum að hafa í Kaupmannahöfn voru komnar niður í 45 mínútur, þegar vélin lenti loksins á áfangastað.

Við lendingu áttum við öll skilaboð um að við hefðum verið bókuð á annað flug, með öðru flugfélagi kl. 13:30 þennan sama dag eða um 6 tímum seinna en vélin sem við ætluðum að fara með. Í ljós kom að þessi ósköp giltu ekki einungis um okkur 15 Rótarýfélaga heldur einnig 29 aðra farþega sem voru um borð í vélinni frá Singapore Airlines eða alls 44 farþega. Í hópnum voru m.a. starfsmenn Singapore Airlines sem ætluðu að heimsækja Ísland.

Hvað var tekið til bragðs? Nú, að hlaupa frá hliði C (númer eitthvað voða hátt) í gegnum vegabréfaskoðun (töf) að hliði B7 og vona það besta. Til allrar hamingju hafði SAS vélin sem við vorum upphaflega bókuð á, verið sein inn, svo það hjálpaði. klukka

Við tóku sammingaviðræður við konuna sem stóð við hlið B7. Samningaviðræður sem ég fylgdist ekki nógu vel með en til að gera langa sögu stutta komumst við, allavega 15 Rótarýfélagar, kannski líka einhverjir af hinum 29, um borð í vélina.

Það get ég sagt að ég var mjög fegin að málið leystist með þessum hætti og geri ráð fyrir að það gildi einnig um ferðafélaga mína. Með þessu lengdist ferðatíminn úr 27 klst. og 8 mín. í 27 klst. og 50 mín. Við bætist að hópurinn lagði af stað frá hótelinu í Melbourne með 3 klst. og 40 mín. fyrirvara og að fá töskur og koma sér heim tók um 1,5 tíma. Alls 33 klst. frá hótelinu og heim til mín. Við unnum þó þá 10 tíma sem við höfðum tapað á að fara yfir öll tímabeltin til Melbourne.

Frábærri ferð til Ástralíu var lokið en margar stórkostlegar minningar bættust í minningabankann og vináttan sem myndaðist er ómetanleg.

HópurinnTakk fyrir mig.

 


01.06. Á heimleið tralalalala

5cRKo7q9iHeimflug í dag. Þrír leggir: Melbourne -> Singapore, Singapore -> Kaupmannahöfn og loks Kaupmannahöfn -> Keflavík, alls 27 klukkutímar og 8 mínútur með stoppinu í Singapore og Kaupmannahöfn.

Við tókum tvo bíla frá hótelinu út á flugvöll og höfðum góðan tíma, sem betur fer, því þegar komið var á flugvöllinn gátum við, almúginn, ekki tékkað okkur inn á þjónustuborði því slíkt var einungis mögulegt fyrir " Business Class" farþega eða þaðan af betra fólk. Það að ætla að gera þetta sjálf, var ekki í boði fyrir svona marga flugleggi. "You need special service", var svarið sem tækin gáfu okkur. Slík þjónusta var hvergi í augsýn.123-1234319_suitcase-baggage-travel-luggage-cartoon-clipart Til að gera langa sögu stutta, var fengin kona frá Aussieavia (eða hvað sem Isavia heitir í Ástralíu) sem fékk það hlutverk að skrá okkur og farangurinn alla leið. Hún gerði það með bros á vör, þrátt fyrir bága vinnuaðstöðu en hún stóð úti á miðju gólfi við lítinn skjá og með prentarann í skúffu fyrir neðan. Þegar við vorum öll komin með brottfararspjöld og farangurinn farinn frá okkur eftir einhverju færibandi, var liðinn 1,5 tími frá því við stigum inn í flugstöðina. Úrið sagði mér að gott væri fyrir mig, að gera nokkrar öndunaræfingar, þar sem blóðþrýstingurinn væri að hækka töluvert. Eins og ég vissi það ekki. 

Þegar þetta er skrifað sitjum við á Changiflugvelli í Singapore, bíðum eftir fluginu til Kaupmannahafnar og búin að vinna aftur tvo tíma af þeim 10 sem við höfðum misst á því að fara til Melbourne. Flugtak til CPH er áætluð kl. 00:05 2. júní en þá ætti klukkan að vera 16:05 heima á Íslandi en áætluð lending á KEF er kl. 9:45 að morgni 2. júní.


31.05. Síðasti dagur þingsins

FB_IMG_1685576770767Enginn viðburður var á dagskrá í Rod Laver Arena fyrr en kl 15:00 í dag þegar lokaathöfn heimsþingsins átti að fara fram. Nokkrir félaganna höfðu látið vel af sýningunni "Monet and Friends" sem stendur yfir í Lumi sýningarsalnum í ráðstefnuhöllinni svo það lá beinast við að kíkja á hana. 

Sýningin er skemmtilega sett upp og eins og nafnið gefur til kynna er um sýningu á verkum impressionista frá s.hl. 19. aldar að ræða.

Það er erfitt að lýsa uppsetningunni, svo ég læt mynd fylgja. Sú sem þetta ritar sér allavega ekki eftir að hafa látið það eftir sér að skoða sýninguna.

Lokaathöfn heimsþingsins hófst á atriðum úr "The Greatest Show" sem er n.k. dans-/sirkussýning, mikið fjör og mikið gaman.

Næst á svið var "The Bee Gee s Show" þar sem vinsælustu lög hljómsveitarinnar voru flutt og sýnt úr "Saturday Night Fever" og fleiri markverðum atburðum á ferli hljómsveitarinnar á meðan. Margir ef ekki flestir ráðstefnugesta dönsuðu og sungu með.

Þá tóku við aðvarlegri atriði m.a. tók nýr alheimsforseti, Gordon McNally, við keflinu af Jennifer Jones en hans einku20230531_162836nnarorð verða "Create Hope in the World". Búið er að tilkynna um alheimsforseta fyrir 2024-2025 en það er Stephanie Ulchich. Önnur konan sem gegnir þessu embætti. Eftir valdaafsal Jennifer Jones, veitingu ýmissa viðurkenninga og þakklætisvotta var þinginu slitið.

Hópurinn ásamt þeim mæðgum Maríu Björk Ingvarsdóttur og Ásthildi Ómarsdóttur borðaði kvöldverð á japönskum stað í nágrenni hótelsins Izakaya Minami. Svo ég vitni í einn félagann þá var þetta "Frábært lokakvöld á ferð okkar rótarýfélaga á heimsþing Rótarý í Melbourne. Ferðalag sem seint gleymist og skilur eftir ógleymanlegar minningar og ómetanlega vináttu"

FB_IMG_1685576590973


30.05. Imagine hope

Rotary_International_logoHópurinn er orðinn svo sjálfstæður að það var um þrjár leiðir að ræða til að komast að Rod Laver Arena í morgun: að ganga alla leið eða val um tvær leiðir með sporvögnum, önnur fól í sér aðeins meira labb en hin.

Yfirskrift fyrirlestrana í dag var: "Imagine hope". Ian Riseley frá Rótarýsjóðnum hóf daginn með því að segja frá áherslum sjóðsins og hvaða verkefni það eru sem sjóðurinn styrkir. Áherslan er á árangurinn af að útrýma lömunarveiki. 

Gregory Rockson frá Ghana kom næstur og lýsti því hvernig hann fór úr sárri fátækt yfir í að stofna nýsköpunarfurirtæki í lyfjageiranum, mPharma, til að byggja upp betri heilbrigðisþjónustu í Afríku. 20230530_103222Hann setti fram svo fallega setningu "If you can choose to be kind, why choose hatred?"

Emmanuel Katongole frá Úganda lýsti því hvernig hann komst úr ömurlegum aðstæðum, orðinn einn eftir í fjölskyldunni, munaðarlaus og búinn að missa systur sínar þrjár, í að fá háskólagráðu í guðfræði.

Fyrirlestrarnir voru fleiri en allir á svipuðum nótum: hvernig þrautsegja getur komið manni úr ömurlegum kringumstæðum í aðstæður sem dreymt er um.

Chantal Valée lýsti því hvernig henni tókst að koma körfuboltaliði frá því að vera neðst í sinni deild og svo lélegt að enginn vildi spila með því, yfir í að vinna 10 titla í röð. Þessi árangur var byggður upp á 5 árum.

Öllum þessum sögum var ætlað að sýna fram á að Rótarýhreyfingunni muni takast að sigrast á lömunarveikinni. Í dag finnst lömunarveiki aðeins á tveimur stöðum í heiminum: Í Afganistan (3 tilfelli) og Pakistan (1 tilfelli). Þetta er verulegur árangur, því á árinu 1998 greindust 400 tilfelli á dag í Pakistan.

Þegar dagskránni var lokið í Rod Laver Arena ákvað ég að prufa að vera ferðamaður í Melbourne, villast smávegis í sporvögnunum, fara í Bourke Street Mall og nærast á ítölskum veitingastað.dm2lrd-637b779a-5e0c-496b-9ff5-759912cbaec1


29.05. Sporvagn frekar en rúta

20230529_104913Það var ákveðið að gera ekki sömu mistök í dag og í gær og nota frekar sporvagnakerfið til að komast til Rod Laver Arena en rúturnar sem skipuleggjendurnir bjóða. Það gekk svona ljómandi vel þar til við ætluðum inn í vagn nr. 70. Vagnarnir á þeirri leið voru óvenjustuttir eða aðeins tveir og troðfullir þegar þeir komu á stoppistöðina sem við biðum á. Fleiri gestir ráðstefnunnar höfðu greinilega fengið sömu hugmynd og við: að gera ekki sömu mistök og í gær og sleppa rútuferðum.

Félagarnir ákváðu að ég ætti skilyrðislaust að fara með vagninum og bókstaflega ýttu (tróðu) mér inn í vagninn. Þar var fyrir einn af félögunum sem bókstaflega bjargaði lífi mínu með því að varna því að ég félli útbyrðis.

Í þetta skiptið mættum við með góðum fyrirvara á viðburðinn og þvílíkur viðburður. Yfirskr20230529_104739iftin var "Imagine dreams". Fyrirlesararnir voru hver öðrum betri: John Hewko frá Rótarýklúbbi í Kviv, fjallaði um frið, Kari Aima Eik frá Rótarýklúbbi Álasunds fjallaði um umhverfið, Nakeeyat Dramani Sam 10 ára umhverfissinni fór blaðalaust með eigið ljóð og friðarverðlaunahafi Nóbels 2011 Leymah Gbowee fjallaði líka um frið á afar magnaðan hátt.20230529_113110 Gabi Moreno söngkona  frá Guatemala fjallaði um gildi þess fyrir sig og frama sinn að hafa fengið tækifæri til að læra að lesa. Hún spilaði nokkur lög á gítar fyrir salinn.

20230529_110738Þessu lauk rétt um kl. 12:00 og ég hafði skráð mig í "Presentential lunch" kl. 13:00 í ráðstefnuhöllinni. Sú ferð hafði tekið 1,5 tíma í gær, svo ég ætlaði að færa mig yfir með sporvagni. Röðin á stoppistöðinni var a.m.k. tveggja tíma löng og góð ráð dýr. Það var enginn í röðinni fyrir ferð í hina áttina, svo ég fór bara eina stoppistöð í ranga átt til að taka vagninn (í rétta átt) þar. Það reyndist rétt ákvörðun því vagninn var tómur þegar hann kom á þá stoppistöð, svo ég fór fram fyrir löngu röðina. Þetta snilldarbragð varð til þess að ég náði á réttum tíma í hádegisverðinn þar sem ég sat með Rótarýfélögum frá S.- Kóreu, Kanada, Filippseyjum, Englandi og Bandaríkjunum. Það sköpuðust fjörugar umræður við borðið um starfsemi klúbbanna ásamt landkynningu og skiptum á barmnælum.

Á allt öðrum nótum: pabbi hefði orðið 102 ára í dag, hefði hann lifað.


28.05. Fólksflutningar og partí

th-3990826224Hvernig á að færa um 14.000 manns milli ráðstefnuhallar og íþróttahallar, sem eru í um 3,8 km akstursfjarlægð hvor frá annarri? Ein leiðin er að setja upp "inter venue" samgöngur með því að láta rútur færa fólk milli staðanna tveggja: bjóða fólki að mæta á annan staðinn, láta það standa í röð sem heyfist eftir því sem rúturnar fyllast, keyra í þungri umferð að morgni hvítasunnudags, að hinum staðnum, afferma rúturnar og gera það sama varðandi bakaleiðina og vona það besta. Í stuttu máli: þessi aðferð gekk ekki vel, hún tók okkar litla hóp 1,5 klst. hvora leið.Screenshot_20230529_190546_Maps

Við lögðum af stað frá hótelinu kl. 8:30 í morgun til að vera komin tímanlega fyrir opnunarhátíð ráðstefnunnar sem átti að hefjast kl. 10:00 í Rod Laver Arena. Það tókst ekki og við misstum af opnunarávarpi þeirra mæðgna Maríu Bjarkar Ingvarsdóttur og Ásthildar Ómarsdóttur sem eru gestgjafar á atburðunum sem fara fram í Rod Laver Arena. Það fannst okkur heldur leiðinlegt. Hluti hópsins náði þó að verða nokkrum mínútum á undan okkur hinum og hann gat tekið frá sæti, svo við náðum að sitja öll saman. 

Opnunarhátíðin var glæsileg og eins og búast mátti við; ávörp þar til bærra Rótarýfélaga víðsvegar að úr heiminum og þakkir til þeirra sem áttu þær skildar. 

Hátíðinni lauk með söng "The Tenors", fjögurra tenóra frá Kanada. Í blálokin fékk Ásthildur gesti til að taka þátt í "HÚ"- i, sbr. heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Það vakti mikla kátínu.

2018.11.26-AUS-VENUE-CO-BEER-DELUXE-33-web"Off venue" atburður hafði verið skipulagður af svæði 19 og 20 (sem eru England og Skotland) en þau buðu svæði 17 og 18 (sem eru Eystrasaltslöndin, Skandinavía og Ísland) í partí á milli kl. 16:00 og 18:00 á Hop bar, Beer Deluxe, Fed Square, Flinders Street. Í stuttu máli sagt: það heppnaðist vel, mikið skrafað, skálað og snarlað. Síðast en ekki síst var Soffia okkar Gísladóttor sæmd Paul Harris orðu.

Til hamingju Soffía með verðskuldaða upphefð.


27.05. Fyrsti dagur heimsþingsins

20230527_112045

Það voru galvaskir Rótarýfélagagar sem tóku sporvagninn að ráðstefnuhöllinni, til að vera komin tímanlega fyrir opnunina á "House of Friendship", sem er hefðbundinn vettvangur fyrir þátttakendur á þinginu til að sýna sig og sjá aðra. Þarna eru afmörkuð borð fyrir Rótarýfélög frá öllum heimshornum til að kynna starf sitt, hvað félögin leggja áherslu á í starfi sínu og árangurinn sem stefnt er að. Þarna eru líka söluborð fyrir allskonar vörur með Rótarýmerkinu: bakpoka, bindi, boli, eyrnarlokka og ég veit ekki hvað og hvað. Þá er líka verið að selja aðra vöru t.d. skartgripi.

Gert er ráð fyrir að það muni um 14.000 manns sækja þingið og mér virtist sem stór hluti þess fjölda væri þegar kominn, þó opnunarhátíð ráðstefnunnar sjálfrar verði ekki fyrr en á morgun.

20230527_111411

Það var mjög skemmtilegt að ganga um og spjalla við fólk. Ég var t.d. að spjalla við konu sem var að kynna verkefni um að senda afskrifaðar bókasafnsbækur úr bandarískum bókasöfnum til skóla í þriðja heiminum, þegar í ljós kom að hún ætlar að heimsækja Ísland næsta haust og við skiptumst á upplýsingum til að hittast á meðan hún dvelur á landinu okkar.orca-image--1292159471

Andi vináttunnar svífur yfir vötnum í húsi vináttunnar. Þarna er hugsað fyrir öllu, það eru nokkrir veitingastaðir innan ráðstefnuhallarinnar, hraðbankar, hægt að hlaða símann og ókeypis wifi. Allt sem nútímamaðurinn getur óskað sér.

orca-image--1983333996Ætlunin var að skoða borgina eftir að hús vináttunar hafði verið skoðað nægjanlega með því að fara einn hring með "City Circle Tram Route" en þegar við vorum komin á eina af stoppistöðvunum, kom í ljós að vagninn var ekki með þjónustu í dag. Æ, það voru vonbrigði en hvað um það, við tókum bara næsta sporvagn borgarinnar og annan til. Að lokum ákváðum við að fara út og gengum af tilviljun inn á stærðarinnar matarmarkað, Queen Victoria Market. Ferskt sjávarfang af öllum mögulegum gerðum, kjöt sömuleiðis, te, krydd, ávextir og allt mögulegt. Þá var rölt um þennan hluta borgarinnar, þar til haldið var heim á hótel.

 


26.05. The Great Ocean Road

20230526_161416Hópast var saman í morgun kl. 7 til að vera komin á upptökustaðinn (e. pick-up place) á réttum tíma. Nú skyldi " The Great Ocean Road" skoðaður. Við fórum að efast um að við þyrftum að fara nokkuð þegar einstaklingur mætti í "upptöku" á hótelið okkar í samskonar ferð en það voru óþarfa áhyggjur því viðkomandi ætlaði með annarri ferðaskrifstofu. 
20230526_113640Strikið var tekið til Loch Ard Gorge, sem  eru drangar í sjó sem líkjast gulum Reynisdröngum (líparít?), mjög fallegir á að líta. Áfram var haldið meðfram ströndinni að "The Twelve Apostiles" sem eru drangar á ströndinni en þeir hafa aldrei verið 12, voru lengst af 8 en fækkaði í 7 árið 2020 þegar einn þeirra féll í sjóinn. Eldra nafn á þessum stað er: "The Sour and the Piglets" og það fannst fararstjóranum miklu skemmtilegra nafn. Það er afar fallegt þarna. Fram kom að ágangur sjávar er svo mikill að það tapast um 1 m. af landi á hverju ári á þessum slóðum.20230526_12302420230526_133558Næsta stopp var í regnskógi á þessum slóðum en innar í landinu. Þar er m.a. að finna gríðarstóra burkna "The Arctic Fern" og mjög há Eucalyptustré, sem geta orðið allt að 100 m há en þau hæstu í þessum skógi eru um 70 m há. Reglulega verða skógareldar á þessu svæði en það er nauðsynlegt skóginum til viðhalds eins og komið hefur fram í þessu bloggi mínu.
Staðurinn til að fara á brimbretti á suðurströndnni er á Apollo Bay sem var einu sinni hvalveiðibær. Þar sáum við mjög breiðan regnboga og annan minni. Þarna mátti fá ágætis Scallop pie. 
20230526_161340Á því korteri sem við stöldruðum við í Kenneth Grove fundum við Koalabjörn sitjandi á grein á Eucalyptustré nagandi eina greinina og fugla sem líktust ondúlötum en töluvert (sjá fyrstu mynd).
Lokastoppið var við "The Ceremonial Memorial Arch" sem er til minningar um þá atvinnulausu hermenn úr fyrra stríði sem byggðu "The Great Ocean Road"20230526_172417

25.05. Flugið var fellt niður!

5cRKo7q9iÞá stóð þriðji flugleggurinn fyrir, flugið frá Sydney til Melbourne, sem vera átti kl. 11:00. Við vorum komin út á flugvöll, búin að tékka inn og fara í gegnum öryggisskoðun og ég var að fara að gate 49 þegar tilkynnt var að flugið hafi verið fellt niður! 
Nú voru góð ráð dýr. Þegar þannig stendur þá er gott að hafa mann sem vinnur í tölvudeild í banka í hópnum og fara að ráðum hans: ná í farangurinn og reyna að finna annað flug. Það tókst, hluti hópsins (9 manns) fékk flug kl. 12:30 með Qantas, hinn hlutinn (6 manns) kl 15:10. Nema hvað, Quantas er í annarri flugstöðvarbyggingu. Þá tóku við nokkrar ferðir niður og upp rúllustiga þar til við komumst að réttu afgreiðsluborði en þá var ekki mögulegt að tékka okkur inn fyrr en Qantas samþykkti hópinn, nokkra tugi farþega, sem lent höfðu í sömu vandræðum og við. Við tóku nokkrar (nokkuð margar) spennuþrungnar mínútur en allt leystist þetta að lokum og við komumst til Melbourne þó það hafi verið nokkru seinna en við ætluðum. Þegar komið var upp á hótel bárust fréttir að stórbruna í Sydney ekki langt frá gististaðnum okkar. Þá var komið að tilgangi ferðarinnar: heimsþingi Rótarý í Melbourne. Flest ef ekki öll svona þing hefjast á skráningu þátttakenda og það á einnig við um þetta þing. Það voru því galvaskir félagar sem brugðu undir sig betri fætinum og örkuðu að ráðstefnuhöllinni, til að færa sönnur á hver við værum og fá afhenta aðgangsheimild með helstu upplýsingum um hvern og einn, því  við vorum flest löngu búin að skrá okkur.  Allt gekk að óskum og nú er okkur ekkert að vanbúnaði að sækja þingið sem hefst laugardaginn 27. maí.orca-image-25463940

24.05. Eini heili dagurinn í Sydney

vector-red-double-decker-london-bus-illustrationMér finnst alltaf best að kaupa far á "Hop-on Hop-off" þegar ég kem á nýjan stað. Í Sydney er um tvo hringi að velja: þann rauða og þann bláa. Auðvitað er mest upp úr því að hafa að fara báða hringina, svo það varð úr. Fyrir þá sem fylgjast með þáttunum "Bondi Beach" á NRK1 skal upplýst að það er stoppistöð á bláu línunni einmitt þar. Hringirnir tveir tóku samtals um þrjá tíma og margt áhugavert að sjá í fallegu Sydney.orca-image-1865277796Kvöldsigling með mat hafði verið pöntuð fyrir allan hópinn kl  19:00. Við vorum þrjár sem fórum saman í leigubíl og fyrir einhvern misskilning fór hann með okkur að quai 6. Enginn úr hópnum var kominn þangað. Þá kom í ljós að við áttum að mæta á quai 1 sem er langt í burtu! "No worries" (orðatiltæki sem er mikið notað hér) sagði stúlkan í sölulúgunni. "Báturinn verður hér eftir hálftíma". Það var ekkert annað að gera en að sætta sig við það en mikið er erfitt að flýta sér að bíða! Við komumst að lokum um borð og það urðu fagnaðarfumdir þegar allur hópurinnS sameinaðist að nýju. Maturinn var fínn og útsýnið ekki síðra.
inbound9109969564086969764
Við fórum í samkvæmisleik sem gengur út á að segja frá einhverju þrennu um sig, tvennt á að vera satt en eitt logið. Hinir í leiknum eiga að geta upp á, hverju var logið. Við skulum bara segja að stundum er sannleikurinn ótrúlegri en lygin. Báturinn lagði að bryggju en þegar hópurinn ætlaði frá borði, var hann farinn frá bryggju og við komumst ekki frá borði fyrr en þar sem við þrjár höfðum komið um borð fyrr um kvöldið. Málið var að við þurftum að klára leikinn fyrnefnda og heyrðum ekki þegar tilkynnt var um að báturinn  væri að leggja að.
20230526_203113
Allt fór þó vel að lokum og "allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó".

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband