Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023

Tæknin maður, tæknin

Bara örblogg í þessa skipti, til að segja frá því að ég sótti pakka frá Amazon í dag. Hann kom með DHL sem er með póstboxin innst í bílakjallaranum undir Bónus á Smáratorgi. Staðsetningin er ekki traustvekjandi fyrir þá, sem hafa horft á marga krimma. Gerast glæpirnir ekki oftast í niðdimmum bílakjöllurum um miðjar nætur? Mér stafaði að vísu engin hætta af því að fara á þennan stað, þar sem ég var á ferðinni síðdegis og fór því hnarreist að pósboxum DHL til að sækja pakkann. 

Það er víst best að tilkynna það strax að ég á engra hagsmuna að gæta, þegar ég lýsi því yfir hversu ánægð ég er með sendinguna. Ég er hvorki meira né minna í sjöunda himni. Hvað var í pakkanum sem ég sótti? Jú, samanbrjótanlegt lyklaborð, sjá mynd:

Foldable

Það er ekki langt síðan ég vissi að þessi snilld væri til en nú þarf ég ekki að taka spjaldtölvu með mér til Ástralíu, hvað þá fartölvu, tengi bara nýja lyklaboðið með Bluetooth við símann og volá: bloggið verður ekkert vandamál. Ég er búin að hlaða lyklaborðið, tengja við símann og prufa. Snilld.

 

 

 

 


Taka upp þráðinn að nýju?

Nú eru liðin u.þ.b. 16 ár síðan ég bloggaði síðast en er tíminn ekki afstæður? Langt ferðalag er í bígerð og spurning hvort það geti ekki verið sniðugt að skrásetja helstu atriði og birta myndir af hinum ýmsu viðburðum ferðalagsins.

Á Bessastöðum 29092016Meðfylgjandi er einn af viðburðum á lífsleiðinni en myndin var tekin 29. september 2016 þegar ég fékk að máta skrifborð forseta Íslands. Engar áhyggjur, ég stefni ekki að því að bjóða mig fram til forseta en viðburðurinn var engu að síður skemmtilegur.

Von mín er sú, að birta hér myndir og frásagnir af ævintýrum mínum og ferðafélaga minna á ferð okkar um Ástalíu í næsta mánuði.

Það þýðir ekkert að mótmæla þessu, ef áhugi er ekki fyrir hendi, þá er einfaldasta ráðið að fylgjast ekki meðcool


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband