Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Lítill heimur

Fyrsta hópverkefnið gekk vel í gærmorgun.  Hópurinn sem ég tilheyri samanstendur af Nígeríubúa, Palestínumanni, Mósambikbúa, Tyrkja, einum frá Gíneu-Bissau, Perúbúa, Botsvanabúa, Líberíubúa ásamt mér.  

 

DupontEftir vinnu fór ég í könnunarleiðangur og fann bæði matvörubúð og þetta fína bakarí.  Það var fínt að fá sér gönguferð að Dupont-circle og hreinsa aðeins til í huganum eftir allt sem bar fyrir augu fyrr um daginn.

 

Nokkrir úr hópnum höfðu mælt sér mót um áttaleitið (20:00) því halda skyldi á jazz-bar í Georgetown.  Það var ekki mikið að gerast þar, svo við ákváðum að fá okkur eitthvað í gogginn.  Nema hvað?  Eftir að það var yfirstaðið fórum við á annan stað þar sem við sáum að verið var að spila á gítar og bongó-trommur.  Þetta var mjög skemmtilegur staður og það skipti engum togum að við fengum okkur snúning!  Gítaristinn vildi endilega að við gerðum grein fyrir því hvaðan við kæmum.  Í ljós kom að annað slagið kemur Íslendingur þarna fram og syngur; Kjartan Þórarinsson.  Leikari sem er að setja upp leikrit sem á að frumsýna 17. mars en hvar það verður get ég alls ekki munað.  Hann var einmitt staddur þarna og fólki fannst það skrýtið að af 300.000 manna þjóð myndu 2 hittast þarna fyrir algera tilviljun.  Okkur finnst það ekkert skrýtið, það er jú fullkomlega eðlilegt.

 

Núna skín sólin, alveg eins og í gær og það er spáð 10°C hita.  Fyrirlestrarnir hefjast ekki fyrr en eftir klukkutíma, svo ég er að hugsa um að lalla einhvern skemmtilegan hring og kanna umhverfið betur.

 

AnneÉg gleymdi að geta þess að það var ábyggilega Anne Bancroft sem beið eftir fluginu til Boston um daginn, í Leifsstöð.


Í rafmagnsleysinu

Ekkert varð úr móttökunni í gærkvöldi, þar sem það var ekkert rafmagn í hverfinu.  Við höfðum safnast saman, allraþjóðakvikindin, í anddyrinu því þar var ljós frá einhverri varastöð.  Þetta var svona „hvað á til bragðs að taka?“ stund.  Í ljós kom að rafmagnsleysið var einungis bundið við lítinn hluta hverfisins, svo úr varð að við ákváðum að færa okkur yfir í  borgarhluta sem gat boðið okkur lýsingu og mat. 

 

Þarna var saman komið fólk m.a. frá Póllandi, Finnlandi, Ítalíu, Hondúras, Makedóníu, Mongólíu, Nígeríu, Íran, Gíneu-Bissau og fleiri löndum sem ég hef ekki enn áttað mig á.

 

GeorgetownHópurinn, 14 manns ákvað að finna veitingahús í Georgetown og hélt af stað.  Að lokum fundum við ágætisstað við M street - rugluðum öllu systeminu þar, með því að færa saman 4 borð en það jafnaði sig.  Skammtarnir eru svo stórir hérna, t.d. pantaði ég Rib eye steik.  Hún kom á diski sem var ábyggilega 26 cm í þvermál og tók yfir 2/3 af plássinu á diskinum!  Það var ekkert annað að gera en að hlæja, þetta var skammtur fyrir a.m.k. 3 fullorðna.  Hahahahaha.  Kvöldið var semsagt vel heppnað, þó ekki hafi litið út fyrir það um stund.

 

Þegar heim var komið var rafmagnið ekki komið en af einhverjum ástæðum hafði ég keypt kerti og eldspýtur í CVS fyrr um daginn „til að gera kósý í íbúðinni“.  Eldspýturnar hafði ég verið meið í veskinu, svo ég rataði um íbúðina í myrkrinu þegar heim var komið.  Einhverntíma í nótt varð ég vör við að það var ljós frammi, svo núna erum við aftur komin í samband.  Eins gott.


Fyrsti dagurinn....................

morgunverðurVá, það var margt og mikið sem gerðist í dag.  Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði fyrir allar aldir eða kl. 6 að staðartíma en þá er hún orðin 11 heima og ég alger svefnpurka.  Það var ekki nokkur leið að ég gæti sofið lengur og þá dreif ég mig bara framúr.  Eldaði morgunmat og var lögð af stað í „vinnuna“ þremur korterum áður en ég átti að mæta.  Það var nú eins gott, ég var komin hálfa leið inn í Alþjóðabankann áður en nokkur áttaði sig á því að þar átti ég allsekki að vera, heldur „across the street“ í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Á báðum stöðum er mikil öryggisvarsla og engum óviðkomandi hleypt yfir þveran þröskuld.  Jæja, smátt og smátt safnaðist þarna saman fólk af ýmsum þjóðernum og heimsálfum.  IMFAfar athyglisvert; fáir Evrópubúar en þess fleiri frá Suður-Ameríku, Afríku og Asíu.  Það væri ekki vanþörf á því fyrir mig að taka fram Atlasinn til að finna hvar sumt af samnemendunum á heima.  Ekki er ástandið í landafræðikunnáttunni gott.

 

Einhvernveginn er það betra þegar óvissunni hefur verið eytt, nú hef ég séð aðstæður, fyrirlesara og samnemendur og þá er miklu fargi af mér létt.

 

Dagurinn byrjaði á sameiginlegum morgunverði, þá var farið í tölvuaðgang, ýmis öryggisatriði og áður en ég vissi af, var klukkan orðin 11.  Þá þurfti allur hópurinn (40 manns) að fara í myndatöku til að aðgangur nemenda að húsnæðinu verði auðveldari hér eftir.  Þegar fólk var sloppið frá því kom hádegisverðarhlé.

 

Eftir hádegið gerði hver og einn grein fyrir sér, við hvað hann/hún starfaði og hvaða væntingar fólk hefði.  Loks hófust kynningar á efninu og fyrirlesurunum.  Þegar upp var staðið um fimmleytið, var ég nokkrum kílóum ríkari af pappír og möppum – og það er bara byrjunin eða um 1/3 af efninu sem námskeiðið á að þekja.

 

vinnuvélNú er ég að fara að búa mig fyrir „reception“ sem hefst eftir hálftíma.  Veit ekki hvernig það fer, þar sem rafmagnið fór af hverfinu, það eru einhverjar vinnuvélar hér fyrir utan, ætli einhver hafi ekki skorið í sundur einhvern mikilvægan steng.

 

Myndavélin er enn að stríða mér en ég vonast til að geta leyst vandamálið fyrr en síðar.  Vonandi verður mér sýnd þolinmæði þangað til.


Á leið í vinnuna....

Já, við frænkurnar og J.B. fórum að versla í matinn.  Það var engin venjuleg verslun sem við heimsóttum: Wegmans.  Það virðist allt mögulegt vera til.  Innanborðs er fullbúið bakarí, hægt er að velja sér í matinn, fá það eldað og fara með það upp á loft og snæða þar.  Búðin er sett upp eins og markaðstorg og þegar setið er uppi við að gæða sér á kræsingum er eins og litið sé yfir torg í miðbæ einhversstaðar.  Á neðri hæðinni er svo vínkjallari.  Það var upplifun fyrir mig að líta þennan stað.

 

Fullbúin vistum lögðum við síðan til Washington og fundum Concordia Building en þar mun ég búa.  Ég veit ekki hvernig ég hefði komist af án hjálpar Olgu og J.B.  Takk fyrir það, kæru vinir.

 

„Herbergið“ er um 50 – 60 fm. – ég get svo svarið það: eldhús með stórri gaseldavél, örbylgjuofni, uppþvottavél, stórum ísskap og ég veit ekki hvað og hvað.  Tvö sjónvörp til að velja úr, annað í stofunni, hitt í svefnherberginu, stórir skápar og hirslur.  Allt eins og best verður á kosið.

 

Einu vandræðin eru að ég virðist ekki geta dánlódað myndum af fínu nýju myndavélinni, svo þið fáið ekki að sjá myndina sem ég tók í gær af snjónum í garðinum hennar Olgu.  Vonandi tekst það að lokum.

 

Ekki meira í bili.  Ég er að undirbúa mig fyrir fyrsta „vinnudaginn“.


Flugvélar og flugstöðvarbyggingar

Þetta gekk allt eins og í sögu.  Tékkaði mig snemma inn í Leifsstöð og hagaði mér þar eins og sannur Íslendingur, keypti loksins stafræna  myndavél: Canon IXUS 60 og nýjan þriggja banda síma, svo ég geti nú hringt eitthvað á meðan ég er í Ammríkunni, Nokia 6085.  Reyndar ætlaði ég að kaupa Nokia 6103 en hann var ekki til.  Afgreiðslumanninum tókst að sannfæra mig um að ég hafi gert góð kaup bæði varðandi myndavélina og símann.  Myndir úr vélinni koma þegar ég hef áttað mig á öllum tæknilegu atriðum við stafræna myndatöku og hvernig hægt er að tengja myndirnar við blogg-færslur.  Gurrí kenndi mér það á sínum tíma, ég þarf bara að rifja það upp.  Takk Gurrí. Flugvélin fór í loftið á réttum tíma, full af fólki og sessunautar mínir voru Bandarísk kennarahjón - alveg ágætisfólk frá Nýja Englandi.  Tækniatriðin voru ekki alveg í lagi í vélinni, svo það fylgdi ekkert hljóð með bíómyndunum sem voru sýndar en Arnaldur Indriða hélt mér félagsskap.  Hann bregst ekki. – Napóleonsskjölin -  Biðin á Boston var 3 tímar og þar kom Arnaldur sér vel.  Engin vandræði hvorki í vegabréfsskoðuninni né tollinum.  Ég þurfti sjálf að koma farangrinum á milli færibanda en allt tókst þetta að lokum og ég komst í loftið frá Boston til Duelles í Washington, nokkurn vegin á réttum tíma.  Fyrsta mannesjan sem ég sá, þegar ég kom inn í flugstöðvarbygginguna í Duelles var hún Olga mín, brosandi út að eyrum og þar urðu fagnaðarfundir.  Farangurinn kom mjög fljótlega og mikið var mér létt, þegar ég settist inn í bílinn hjá Olgu og það ljóst að allt hafði gengið svona glimrandi vel.  Klukkan var orðin um 11 að staðartíma eða 4 að nóttu að Íslenskum tíma og undirrituð orðin frekar framlág.  Uppábúið rúm var tilbúið hjá Olgu og mikið var gott að leggja höfuðið á koddann. Klukkan var 6 að staðartíma þegar ég vaknaði í morgun (jamm, ég svaf til 11 að Íslenskum tíma) og undrun mín var ekki lítil þegar ég leit út um gluggan og sá að það hafði snjóað.  Húsráðendum hér fannst það ekki skrýtið að farangurinn minn hafi verið svona þungur, fullur af snjó en ég gat sagt þeim að það hafi verið fallegt vorveður þegar ég lagði af stað frá Íslandi.  Þessi snjór kemur einhversstaðar annarsstaðar frá en Íslandi!  Það heldur áfram að snjóa og nú er sannkölluð hundslappadrífa.  Ég er ekki skóuð fyrir svona veður!  Ævintýrið heldur áfram í dag, því Olga og J.B. ætla að kanna með mér aðstæður á væntanlegu heimili mínu og fara síðan með mér í búðir að safna vistum.  Það er nú aldeilis gott að eiga þau að. Bara eitt að lokum: Til hamingju með afmælið Steini minn.  

Leifsstöð og afmæli

fleJæja, nú er allt tilbúið, snyrtitaskan komin ofan í ferðatöskuna og búið að loka henni.  Sólin skín, kyrrð á laugardagsmorgni og allt er frábært.

 

Minný og Sigvaldi ætla að keyra mig suð’r eftir eins og Suðurnesjamenn segja þegar farið er frá Höfuðborgarsvæðinu og til Keflavíkur.  Ég á eftir að smella kossi á nokkra þar, að sjálfsögðu gef ég mér tíma til þess og reikna með að „tékka mig inn“ í flugið kl. þrjú. 

 

Ssssssssppppppppeeeeeeeennnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnaaaaaaaaannnnnnnnnddddddddddiiiiiiiiiiiiiiiiii............

 

steiniNú veit ég ekki hvenær ég blogga næst, það er ekki víst að ég nái að gera færslu á morgun en þar sem það er nokkuð merkilegur dagur eða afmælisdagurinn hans Steina, þá tek ég hér með forskot „á sæluna“ og segi: Til hamingju með daginn Steini minn og njóttu hans vel.

 

Á morgun má taka undir þetta (allir saman nú):

Hann á afmæl’ í dag,

hann á afmæl’ í dag,

hann á afmæl’ ann Steini,

hann á afmæl’ í dag.

 

„Bloggumst“ síðar Smile


Föstudagssíðdegi

mustangAndrúmsloftið á föstudagseftirmiðdegi finnst mér oft svo merkilegt.  Það liggur oft eitthvert eirðarleysi í loftinu, sérstaklega þegar sólin fer að hækka á lofti og það er svona gott verður eins og í dag.  Ég tók eftir þessu fyrst þegar ég var unglingur í skóla.  Stundaskráin var oftast tóm eftir hádegi á föstudegi og tilvalið að nota tækifærið til að kíkja nið’r í bæ.  Athuga hvort vinirnir og/eða kunningjarnir væru ekki að þramma upp og niður Hafnargötuna (í Keflavík), hvort það væri eitthvað nýtt í Fataval eða Póseidon - sem voru poseidontískuverslanirnar í þá daga.  Við bjuggum ekki svo vel að hafa kaffihús í bænum á þessum tíma, það dugði bara að setjast á tröppurnar við pósthúsið eða einhversstaðar annarsstaðar til að spjalla og hafa það gott, horfa á þá sem voru komnir með bílpróf og voru „á rúntinum“ - kannski fengi maður að vera með....  Árni Sam bíókóngur var þá með Víkurbæ og Jósafat Arngrímsson með Kyndil.  Þeir kepptust við að spila vinsælustu músíkina og beindu hátölurunum út á götu. Það var nú skemmtilegt.  Mér finnst einmitt vera svona andrúmsloft í dag, það liggur við að ég skelli mér til Kef. til að gá hvort eitthvað hafi breyst.

 

farangurNú er ég næstum búin að pakka, það er margbúið að fara yfir farangurslistann, strika út og bæta við en héreftir verður engu breytt.  Védís vinkona mín segir að það komi að þeim punkti þegar ekki er hægt að gera neitt meira.  Nú er ég komin að þeim punkti.  Ferðataskan stendur opin hér rétt hjá mér og já, furðulegt nokk, ég get lokað henni!  Það sem eftir er dagsins mun ég bara gera það sem mér sýnist, njóta veðursins og föstudagsins.

Góða helgi.

 

Ég stefni að því að ná einni blogg-færslu á morgun, áður en ég legg af stað.


Allabaddarí Fransí

FransíNóg að gera í skipulagningu ferðalaga, þessa dagana.  Glöggir lesendur sjá það strax að þarna er talað um ferðalög í fleirtölu.  Jú, annað ferðalag virðist vera í uppsiglingu í haust.  Þannig er mál með vexti að það eru víst ein fimm ár síðan ég fór á frönskunámskeið og kynntist þar 9 skemmtilegum konum.  Námskeiðið var haldið á Ile d’Olerone í Frakklandi og var bráðskemmtilegt í alla staði. Þarna eyddum við viku og skipunin var að ekki mætti tala annað en frönsku nema í undantekningartilfellum.  Hér þarf að taka það fram að engin okkar var neitt sérlega sleip í frönsku.  Svo gerðist það að árið 2004 tókum við okkur saman, fjórar úr þessum hópi og fórum aftur til Frakklands.  Í þetta skipti leigðum við okkur hús og bíl og eyddum heilli viku á þjóðvegum landsins (ja, meira og minna).  Það var ekki leiðinleg ferð.  Án þess að ýkja er óhætt að segja að þó ýmsir óvæntir hlutir hafi gerst, þá var verulega gaman, mikið hlegið og spekúlerað.  Við þessar 4 sem fórum höfum passað það að láta hinar sem eftir sátu vita, hvað við skemmtum okkur svakalega vel. 

ökuferðJæja, í dag gerðist það að alls sjö konur úr þessum hópi hittist til að skoða möguleika á að leigja sumarhús í Frakklandi í haust og spjalla almennt um það hvað svona ferðir eru skemmtilegar.  Nú er svo komið að við höfum ákveðið að hittast einu sinni í mánuði til skrafs og ráðagerða varðandi sumarhúsaferð til Frakklands í haust!  Að sjálfsögðu lagði ég til að næsti fundur verði haldinn með fjarfundabúnaði, svo ég geti fylgst með þróun mála úr annarri heimsálfu.  Ég má ekki missa af neinu.


Regnhlíf, bíll, strætó og lofthræðsla.

regnhlífGöngutúrinn n.k. mánudag verður betri en á horfðist í gær.  Nýjasta veðurspáin fyrir Washington er gjörbreytt, skjótt skipast veður í lofti – eða þannig.  Nú er spáð að það verði skýjað á mánudag, 11°C hiti og vindur 14 m/klst.  Er það ekki bara gola?  Spáð er aðeins kaldara á þriðjudaginn eða 7°C hiti, skýjað og meiri blástur: 18 m/klst.  Skúrir á miðvikudag og rigning á fimmtudag.  Best að taka regnhlífina með.  Listinn yfir farangurinn tekur stöðugum breytingum. 

 

í-bílÞar sem „heimilið“ verður í 15-20 mín. göngufæri við „vinnustaðinn“ reikna ég með að nota ganglimina en ekki önnur farartæki, til að koma mér á milli staða.  Annars segir í bók um borgina að það sé auðveldast að komast um hana með því að nota neðanjarðarlestirnar.  Þar segir líka að það séu neðanjarðarlestatengingar um alla borg nema Georgetown og tengingar líka við úthverfin í Maryland og Virginia.  Reyndar sagði Gulla frænka mér það um daginn, að ég gæti tekið lest frá stöð skammt „heiman“ frá mér og alla leið til hennar í Virginia.  Í þessari góðu bók kemur það líka fram að í þeim hverfum sem neðanjarðarlestakerfið þjónar ekki er þetta fína strætókerfi.  Svo er auðvitað möguleiki á að taka leigubíl.  Hins vegar sé ég fram á að ég muni ekki leigja mér bíl, því það er víst svo erfitt að fá bílastæði, segir í bókinni.  Fólki er ráðlagt að leggja bílnum, finni það stæði og nota síðan neðanjarðarlestakerfið.

lofthræðslaAð lokum læt ég fylgja með mynd, sem ég fann áðan og hefur ekkert með þessa færslu að gera.  Hún er ekki ætluð lofthræddum.

Þetta er allt sem ég vildi segja, í bili.  Hafið það gott það sem eftir lifir dags.


Veðurfréttir

sunnudagur 2502fimmtudagur 0103Kíkti á www.weather.com til að tékka á veðrinu í Washington.  Það er ískalt þar; 4°C en „feels like“ 2°C.  Loftþrýstingur 1012,5 mb. og skyggni 16,1 km.  Sólin mun skína n.k. laugardag en líklega verður hún sest þegar ég lendi loksins í borginni.  Á sunnudag fer að rigna og verður svo fram á fimmtudag í næstu viku en þá á sólin að brjótast fram, spáð er 5-11°C hita.  Veðrið fer batnandi...........

 

lopapeysaMér hefur verið ráðlagt að taka með mér hlýja peysu, líklega þarf ég að taka allan fataskápinn með mér því það verður komið vor, jafnvel sumar þegar síga fer á seinni hluta ferðarinnar.  Skelli lopapeysunni með og læt það ráðast með restina, það eru jú margar búðir í borginni, er það ekki?montgomery mall


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband