Nú lenti ég aldeilis í því

Mamma 80 ára 033Auðvitað er ég miklu ríkari en ég hef sagt frá hér á þessum vettvangi.  Ég hef þegar fengið kvartanir vegna myndbirtinga, þó blogg-færslurnar mínar nái ekki yfir viku-tíma.  Aðalgeir bróðursonur (ekki bróðursonarsonur, nei það er allt annar Aðalgeir) fannst að það vantaði mynd af sér og skal bætt úr því hið bráðasta, svo allir verði glaðir.

Aðalgeir bróðursonur er þessi lengst til hægri á myndinni.  Hinir eru (frá vinstri) Ingimundur, Eggert og Una.

Mamma 80 ára 063Nú jæja, það má náttúrulega ekki gera upp á milli systkinabarna svo hér eru fleiri myndir, úr því að mér tekst svona vel að koma myndunum fyrir.

Þetta er hún Edda mín, ég kann því miður ekki að snúa myndinni, þeim sem vilja skoða myndina betur, er bent á að halla höfðinu til vinstri um 90°.

Þessar myndir voru teknar árið 2004 en standa nú samt fyrir sínu.

Mamma 80 ára 004Þetta er hann Þorkell.  Við skoðun á þessari mynd er ágætt að nota sömu tækni, þ.e. að halla höfðinu til hægri um 90°

Mamma 80 ára 125Nú má rétta höfuðið af en þannig er betra að skoða myndina af Soffíu og Kára.

Þess ber að geta að í þessa upptaliningu vantar mynd af Völu og Örvari en ég á ekki mynd af þeim á tölvutæku formi.  Það verður því að bíða betri tíma, að ég skelli mynd af þeim á þessa síðu.

Skemmtið ykkur vel við að ímynda ykkur hvernig hinir fjölskyldumeðlimirnir líta út.

Nú er þessari blogg-færslu lokið.  Hafið það sem allra best Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið ertu heppin að eiga svona fallega fjölskyldu

Edda (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Ég er mjög heppin!  Þú ættir að sjá alla hina, sem hafa ekki fengið myndir birtar af sér.  Allt saman bráðfallegt fólk!

Guðrún Eggertsdóttir, 1.2.2007 kl. 08:59

3 identicon

Loksins að maður fær að sjá börnin í fjölskyldunni, ég hef jú heyrt þig tala svo oft um þau! Gott framtak og vonandi koma fleiri

kveðjur að vestan, Védís

Védís (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband