Frekar flottur fótabúnaður

SkórSkókaupaævintýrið stóð stutt.   Ég þurfti að skreppa í Smáralindina eftir vinnu, langaði að hitta hann Eggert minn, þann afarflotta konditori-meistara.  Rétt áður en ég brá mér inn á Adesso til að fá mér kaffi, varð ég vör við ofurkrafta sem toguðu mig inn í skóverslun Steinars Waage og áður en ég vissi af var ég komin með skópar á fæturna til að  skoða hvernig þeir færu.  Sem ég var að dást að skónum, sá ég út undan mér annað par ekki síðra.  Ég lenti nánast í valkvíða, skipti um skó, hvað eftir annað en að lokum heillaði annað parið meira enda kom í ljós að hitt parið hafði þann galla að annar skórinn var mattari en hinn.  Get ekki látið sjá mig í svoleiðis!  Jæja, ég er nú stoltur eigandi að Lloyd's skóm, svörtum mokkasínum, dásamlega fallegum.

KakaSvona girnileg kaka fæst á Café Adesso.  Er ekki tilvalið að byrja helgina á svona sneið?

Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ummm, girnileg terta!!! Og ég verð að fara að kaupa mér almennilega skó. Ég á eitt par af vetrarskóm, ekki nógu góðum, eina sumarskó (svona þunna strigaskó), inniskó og spariskó! Gestainniskó líka, sorrí! Þetta gengur ekki svona lengur og ég á að heita kvenmaður!!! Djók, þoli ekki staðalímyndir, en mig vantar skó!

Guðríður Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Já, það er a.m.k. eitt það skemmtilegasta sem ég geri að skoða skó.  Ég þarf ekkert endilega að kaupa allt sem ég sé, hugsa þetta frekar eins og ferð í dýragarðinn: allt í lagi að skoða bannað að snerta.  Svo koma stundir þar sem það er í lagi að skoða og snerta.  Þá er nú gaman.  Að vísu er ég ekki eins og Imelda Marcos, kemst ekki nálægt henni en fyrr má nú rota en dauðrota.

Kauptu þér endilega skó Gurrí mín og skemmtu þér ærlega á meðan.  Þú átt allrabestu gestainniskó sem ég hef komist í tæri við - og hananú!

Guðrún Eggertsdóttir, 3.2.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband