Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

New York, New York

Empire StateÍ gærkvöld fór drjúgur tími í að skipuleggja ferð til New York.  Það er svo mikill áhugi fyrir ferð þangað að jafnvel skipuleggjendur námskeiðsins taka þátt með því að gefa frí eftir hádegi næsta föstudag, þannig að tíminn nýtist sem best.  Hópurinn minn er enn að leita að gistingu.  Er einhver þarna úti sem hefur góðar hugmyndir varðandi það?

Anna frænka hringdi og við spjölluðum lengi, Magga systir hennar er í heimsókn hjá henni, svo ég spjallaði líka við hana og auðvitað Uncle Don líka.  Hann er nú einu sinni búinn að tilnefna mig sem dóttur sína nr. 5 og ég er afar upp með mér af því.


Helgar-skýrsla

Þessi helgi hefur verið svo viðburðarík að ég hef ekki gefið mér tíma í skýrslugjöf.  Hér á eftir verður bætt úr því.

 

Föstudagur 9/3

buffetHátíðin heppnaðist vel.  Hún hófst með fordrykk, síðan var borðað saman og loks var dansað.  Maturinn var af hlaðborði; kjúklingur, fiskur og pasta ásamt meðlæti.  Hún Irene sem er tengiliður okkar við allt og allt hjá IMF var alveg undrandi á því að allur flokkurinn var strax komin út á gólf til að dansa og hafði orð á því að fram að þessu hafi það alltaf tekið a.m.k. hálftíma að koma dansinum í gang.  Ekki núna, nei, nei, í þetta skiptið eru hér algerir stuðboltar sem víla ekki fyrir sér að stíga dans um leið og fyrstu tónar tónlistar heyrast.  Þarna voru flestir fyrirlesaranna mættir ásamt mökum auk okkar nemendanna.  Fólk var ýmist klætt „casual“ eða í sitt fínasta púss.

Emmi móðir Otco litla kom „heim“ af spítalanum í dag.  Otco braggast vel, miðað við aðstæður.

 

Laugardagur 10/3

AlexandriaHópnum mínum er ekki fisjað saman, - frekar en áður.  Fólk var mætt um 10:30 í lobbýið til að halda af stað til Alexandríu sem er hér í nágrenninu.  Það er svo stutt þangað að það er hægt að nota neðanjarðalestina þangað.  Reyndar sama spor og ég notaði þegar ég heimsótti Gullu frænku um daginn.  Alexandría er skemmtilegur bær sem er friðaður í sinni upprunalegu mynd.  Bein leið er frá King Street alla leið nið’r að Potomac ánni, um 1 míla.  Við undum okkur við að ganga þessa leið, fundum skemmtilegt veitingahús við ánna og fengum okkur að borða.  Ég fékk regnbogasilung fylltan með krabbakjöti, hrísgrjónapilaff og brokkólí.  Mikið fannst mér það gott.  Auðvitað var eitthvað lítilræði verslað á bakaleiðinni.  Hitinn var ábyggilega um 18°C að okkar mati (sáum hvergi hitamæli).  Vorið virðist loksins vera komið.  Við urðum að yfirgefa þennan skemmtilega bæ fyrr en okkur langaði til, því fyrr í vikunni höfðum við keypt miða á NBA-leik, sjá færslu á laugardaginn.

Það hafði verið sett upp tilkynning í lyftunni á hótelinu þar sem gestir voru beðnir um að færa klukkuna fram um eina klukkustund vegna„daylight savings time“.  Þetta er tveimur vikum fyrr en vanalega og ekki í takt við það sem er gert í Evrópu.

 

Sunnudagur 11/3

Harbour PlaceEitthvað hafði „daylight savings time“ ruglað fólk í ríminu því hópurinn hafði ákveðið að hittast kl. 9:30 í morgun (engin miskunn), því við ætluðum að taka Greyhound kl. 10:45 til Baltimore.  Jæja, það munaði ekki miklu við hefðum ekki náð henni, þar sem við náðum bilnum sem fór kl 11:00.  Við vorum komin til Baltimore um hádegið í góðu veðri ca 13°C hita.  Satt að segja leist mér ekki á blikuna þegar við stigum út úr rútunni.  Hverfið var hálf-ónotalegt og mér flaug í hug: „hvar er hin skemmtilega Baltimore sem ég man eftir og hafði lofað ferðafélögunum?“  Það rættist þó úr eftir nokkurt þramm, því þetta var þarna allt saman, sem átti að vera niðri við höfnina „Harbour Place“.  Við undum IMG_0136okkur lengi þarna og ákváðum m.a. að fara að sjá Höfrungana að leik í sædýrasafninu.  Ferðin í sædýrasafnið tók 3 tíma og var mjög skemmtileg.  Marathon-hlaup var haldið í Borginni í dag í tilefni af St. Patricks day.  Hlaupið fór af stað um kl. 14:00 og þarna voru margir skreyttir græna litnum frá eyjunni grænu.  Haldið var heim á leið um sjöleytið.  Þreytti hópurinn ákvað að gera ekkert í kvöld annað en að hafa það gott enda hafði helgin verið tekin með trompi.


Baltimore og afmæli

IMG_0129Það gefst lítill tími til að blogga þessa dagana.  Nú er verið að tygja sig til Baltimore.  Ég þykist hafa meiri reynslu af því en hinir, hef t.d. komið til "Harbour Place" - ægilega heimsvön.

Í dag á Unnur vinkona mín afmæli.  Sendi henni innilegar hamingjuóskir yfir hafið í tilefni dagsins.

Bloggumst


Enn eitt afmælið

Jamm, nú er það Bryndís frænka mín.  Hún á 10. mars „tínda bass“.  Til hamingju með afmælið kæra frænka.

IMG_0116Nú er „klíkan“ að tygja sig til að halda til Alexandríu til að eyða deginum þar.  Ég veit að frændur mínir og kannski fleiri trúa ekki næstu fréttum.  Hópurinn er að fara á NBA - leik í kvöld. Hahahaha - svo bregðast krosstré sem önnur.IMG_0125

Bloggumst.


Barnsfæðing og frænkufundur

GW-spítaliÞað fæddist lítill Finni s.l. þriðjudagskvöld á George Washington University Hospital, hraustur en einungis 1,12 kíló.  Litli kúturinn er í hitakassa en getur andað sjálfur og fjölþjóðlegi hópurinn í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fagnaði fæðingu hans ákaflega, þó hún hafi átt sér stað um 3 mánuðum of snemma.  Skotið var saman í stærðar blómvönd sem sendur var á spítalann.  Það fara því fleiri frá Ameríkunni sem tilheyra þessum hópi þegar þar að kemur en komu hingað á sínum tíma.  Ég spjallaði aðeins við móðurina í gær og hún hefur það fínt að eigin sögn.

 

subwayIMG_0073Sjálf tók ég neðanjarðarlestina alla leið til Springfield til Gullu frænku.  Olga Dís hafði boðað komu sína þangað líka.  Þær stöllur sóttu mig á stöðina ásamt Leylu Fríðu dóttur hennar Gullu.  Þarna urðu sannarlega fagnaðarfundir hjá okkur frænkunum.  Við byrjuðum á að fá okkur að borða á vinsælum stað á svæðinu.  Þegar allir höfðu fengið fylli sína (og vel það) fórum við heim til Gullu og héldum áfram að spjalla í eldhúsinu, mikið hlegið og margt rifjað upp.  Gulla var svo rausnarleg að keyra mig heim.  Við komum við hjá Dóru dóttur hennar, þar sem Gulla er að passa flugíkornan hennar.  Dóra er nýfarin að heiman og hefur gert sér lítið sætt hreiður í nágrenni við pabba og mömmu.  Ég var keyrð alveg upp að dyrum, sem var eins gott því við höfðum aðeins verslað á leiðinni.

 

Það var þreytt en sæl sál sem lagðist á koddan í gærkvöldi.

Veðurfréttir: hitinn er að hækka.  Núna eru -2°C.


Þetta er á veðurstofu Washington.

Þetta er á veðurstofu Washington, veðurfréttir: hiti klukkan 17:42 er -2°C en „feels like“ -6°C,  það hefur snjóað í allan dag en ekki hefur safnast í skafla, þar sem snjórinn bráðnar niður við jörð.  Samt virðist allt vera að fara úr skoðum í borginni vegna snjókomunnar.  Hitinn var heldur hærri í dag en í gær.  Spáð er -13°C á morgun.  Félagar mínir halda að ég sé alvön þessu en ég gat sagt þeim að skv. vefsíðu Moggans hafi verið 4°C hiti í Reykjavík um hádegi!  Það er ekki vitað, hvort námskeiðahaldi verði frestað á morgun, „c’mon“ skóla er aldrei frestað á Íslandi nema það sé næstum fellibylur.  „Whimps!“


Mánudagur í Washington

isbjornIMG_0061Mánudagur í Washington.  Mánudagur eftir aldeilis fína helgi; skoðunarferð, verslunarferð, kaffihúsasetur, sameldun, safnaferðir og ég veit ekki hvað og hvað.  Allt gekk sinn vanagang í dag, fyrirlestrar fyrir hádegi og hópverkefni eftir hádegi.  Hádeginu var eytt í góðum félagsskap í mötuneytinu í HQ2 (Head Quarters 2).  Það hefur verið alveg rosalega kalt í höfuðborginni í dag.  Flestir fýttu sér sem mest þeir máttu heim í hlýjuna.  Úff, hvað það var gott að koma inn. Brrrrrrrrrrr.

 

Hringdi bæði í Olgu frænku og Gullu frænku.  Við ákváðum að hittast á fimmtudagskvöldið.  Það verður í fyrsta skiptið í langan tíma sem þær hittast, þó þær eigi heima í sama fylkinu.  Planið verður slípað þegar nær dregur.

 

framtalÞegar þeirri grófu skipulagningu ver lokið tók við skattframtalsgerð.  Ótrúlegt en satt, ég kláraði að telja fram og senda framtalið!  Þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því fyrr en á sama tíma að ári.  Mikil eru undur nútímatækni; að geta gert skattframtal fyrir Íslending sem staddur er í Bandaríknunum.  Dúdda mía.  Náði að gera örlítið heimaverkefni og henda í þvottavél.  Nú ætla ég að fara í „basement“ til að fá svolítinn félagsskap.


Smithsonian

IMG_0060smithsonianMinn litli fjölþjóðlegi hópur þrammaði alla leið að Smithsonian-söfnunum í morgun.  Í þetta sinn skoðuðum við National Museum of Natural History, National Air and Space Museum og The Botanical Gardens.  Þegar því var lokið voru liðnir u.þ.b. 6 klukkutímar og allir orðnir verulega lúnir.  Þar sem ekki var búið að fá sér deigan dropa frá því um hádegið var ákveðið að taka neðanjarðarlestina að Dupont-Circle, setjast inn einhversstaðar og fá sér kaffi og með’ðí, hvíla lúin bein og versla í matinn eftir það.  Að lokinni góðrihvíld var haldið til Safeways á 17th Street.  Það tók okkur um 1 ½ tíma að versla fyrir pastapartíið sem er fyrirhugað í kvöld hjá Ítalanum.

 

Ekki voru allar fréttir góðar sem við fengum í dag, því eiginkona Finnans kom með honum hingað er gengin 6 mánuði á leið, missti vatnið í nótt, er komin á spítala, og ástandið er „stable“ eins og þeir segja.  Æ, ekki er það nógu gott að vera svona langt frá heimalandinu þegar svona gerist, svo við hin ætlum að gera okkar besta til að leika „fjölskyldu“ þeirra, svo langt sem það nær. 

 

Verð að drífa mig, meira seinna.


Myndir, - loksins!

Washington 001Svona var útsýnið út um gluggann hjá Olgu frænku að morgni fyrir viku síðan eða þann 25. febrúar

 

 

 

 

 

Washington 005Hluti hópsins kominn út á lífið,  á þriðjudagskvöldi  þarna eru frá vinstri: Ungverji, Mósambikbúi, Makedóníumaður, Hondúrasbúi, einn frá Gíneu-Bissau, Íslendingur og Georgíumaður.

 

 

 

 

 

 

Washington 004Voða dugleg: Ítalinn, Hondúrasinn og Makedóníumaðurinn.

 

 

 

 

 

 

Washington 018Matarboðið hjá Ítalanum, þarna er fólk frá: Makedóníu, Mósambik, Póllandi, Hondúras, Ítalíu, Armeníu og Ungverjalandi.

 

 

 

 

 

Washington 036Þessi er tekin fyrir utan Hvíta húsið í dag: Ítalía, Makedónía, Gambía, Hondúras, Grenada, Ísland, Ungverjaland og Georgía.

 

 

 


Ísabella 3ja ára!

Ísabella á SpániNú er Ísabella loksins orðin 3ja ára.  Af því tilefni tökum við öll undir með þessu: 

Hún á afmæl’ í dag,

hún á afmæl’ í dag,

hún á afmæl’ hún Ísabella,

hún á afmæl’ í dag.

Innilegar hamingjuóskir yfir hafið, leiðinlegt að ég skuli ekki geta heimsótt þig í dag, krúttið mitt.

Þessi mynd er reyndar frá júlí í fyrra og stelpan hefur stækkað mikið síðan.

 

Annars er ég að búa mig undir skoðunarferð um borgina.  Fram að þessu hef ég ekki gefið mér tíma til að kanna neitt nema nánasta umhverfi hótelsins, fyrir utan tilraun mína um daginn þegar ég ætlaði að kíkja á Hvíta húsið og var vísað frá.

 

Þegar fólk hefur fræðst eitthvað um borgina verður haldið til Potomac mills til að versla.  Einn félaganna orðaði það þannig í gær: „They don’t know what hit them“ eða að þeir (verslunareigendurnir) muni ekki vita hvaðan á þá stendur veðrið.

 

Góða helgi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband