Barnsfæðing og frænkufundur

GW-spítaliÞað fæddist lítill Finni s.l. þriðjudagskvöld á George Washington University Hospital, hraustur en einungis 1,12 kíló.  Litli kúturinn er í hitakassa en getur andað sjálfur og fjölþjóðlegi hópurinn í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fagnaði fæðingu hans ákaflega, þó hún hafi átt sér stað um 3 mánuðum of snemma.  Skotið var saman í stærðar blómvönd sem sendur var á spítalann.  Það fara því fleiri frá Ameríkunni sem tilheyra þessum hópi þegar þar að kemur en komu hingað á sínum tíma.  Ég spjallaði aðeins við móðurina í gær og hún hefur það fínt að eigin sögn.

 

subwayIMG_0073Sjálf tók ég neðanjarðarlestina alla leið til Springfield til Gullu frænku.  Olga Dís hafði boðað komu sína þangað líka.  Þær stöllur sóttu mig á stöðina ásamt Leylu Fríðu dóttur hennar Gullu.  Þarna urðu sannarlega fagnaðarfundir hjá okkur frænkunum.  Við byrjuðum á að fá okkur að borða á vinsælum stað á svæðinu.  Þegar allir höfðu fengið fylli sína (og vel það) fórum við heim til Gullu og héldum áfram að spjalla í eldhúsinu, mikið hlegið og margt rifjað upp.  Gulla var svo rausnarleg að keyra mig heim.  Við komum við hjá Dóru dóttur hennar, þar sem Gulla er að passa flugíkornan hennar.  Dóra er nýfarin að heiman og hefur gert sér lítið sætt hreiður í nágrenni við pabba og mömmu.  Ég var keyrð alveg upp að dyrum, sem var eins gott því við höfðum aðeins verslað á leiðinni.

 

Það var þreytt en sæl sál sem lagðist á koddan í gærkvöldi.

Veðurfréttir: hitinn er að hækka.  Núna eru -2°C.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ litli finnski anginn..vonandi hefur hann það gott og dafnar vel skinnið litla.

Bara láta þig vita að ég kíki hér reglulega og fylgist með ferðum þínum eins og njósnakvendi...ameríka er staður þar sem allt getur gerst. Gott að það er gaman..og gangi bara allt í haginn. Við kannski hittumstá hittingi í apríl á eyjunni köldu í norðurhafi. Einhver hefði sagt ballarhafi en ég er dama og segi ekki sollis.

Bless!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 13:24

2 identicon

Æ,æ grey litli finninn. Vonandi gengur allt vel. Lítil börn geta verið ótrúlega dugleg. Gott að hitinn er að hækka, fer kanski að ná hitanum hér. Gott að allt gengur vel og ábyggilega hefur verið gaman að vera með frænkunum okkar.

Minný (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 14:59

3 identicon

Ég vona að litli flugíkorninn hafi það gott og líka litli Finninn. Áttu ekki mynd? Þ.e. af flugíkornanum.

Edda (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 18:44

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Kíkt og kvittað. Hafðu það gaman áfram í usu!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.3.2007 kl. 20:52

5 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Takk, takk.  Ég kem þessu til skila.  Það var keypt barnadagbók handa litla Otco (sem er finnska fyrir stóran björn) og hann fékk ýmiskonar góðar kveðjur frá okkur allraþjóðakvikindunum.  Ég kíkti bara inn til að kanna viðbrögð, er að fara dubba mig upp fyrir n.k. árshátíð.  - Alltaf nóg að gera í samkvæmislífinu.

Katrín: hver veit nema við hittumst í apríl á bloggvinafundi.  Það væri nú gaman.

Edda mín: því miður á ég ekki mynd af flugíkornanum, - ég man kannski eftir því næst.....................

Guðrún Eggertsdóttir, 9.3.2007 kl. 21:49

6 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Ég meina: allir skrifuðu eitthvað fallegt í bókina hans Otco.  Það verður ábyggilega afar gaman fyrir hann þegar hann stækkar, að eiga þessar kveðjur sem koma víða að úr heiminum.

Guðrún Eggertsdóttir, 9.3.2007 kl. 21:55

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hélt að þú hefðir ekkert bloggað lengi því að þú hefur ekki komið upp í stjórnborðinu hjá mér lengi! Alla vega einu sinni í viku kíki ég á venjulegan hátt í heimsókn til bloggvinanna og sá að ég hafði misst af tveimur færslum frá þér, elskan mín. Held ég kíki bara daglega núna ... og athuga svo hvernig stendur á því að stjórnborðið mitt gerir sér mannamun ... þú ert ekki sú eina sem kemur ekki upp þar með nýja færslu!!! 

Knús westur yfir haf!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 22:39

8 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Og ég sem hélt að þú værir búin að gleyma mér!  Það er aldeilis fínt að svo er ekki.  Kíktu endilega daglega.  Ég hef ekki náð því alveg að skrifa svo oft en hérumbil.  Knús til baka.

Nú er ég tilbúin fyrir skemmtunina, sem hefst eftir 7 mínútur.  Það er ekki langt að fara, þar sem hún verður haldin hér á fyrstu hæðinni.

Guðrún Eggertsdóttir, 9.3.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband