Þetta er á veðurstofu Washington.

Þetta er á veðurstofu Washington, veðurfréttir: hiti klukkan 17:42 er -2°C en „feels like“ -6°C,  það hefur snjóað í allan dag en ekki hefur safnast í skafla, þar sem snjórinn bráðnar niður við jörð.  Samt virðist allt vera að fara úr skoðum í borginni vegna snjókomunnar.  Hitinn var heldur hærri í dag en í gær.  Spáð er -13°C á morgun.  Félagar mínir halda að ég sé alvön þessu en ég gat sagt þeim að skv. vefsíðu Moggans hafi verið 4°C hiti í Reykjavík um hádegi!  Það er ekki vitað, hvort námskeiðahaldi verði frestað á morgun, „c’mon“ skóla er aldrei frestað á Íslandi nema það sé næstum fellibylur.  „Whimps!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Nú er klukkan bara 7:45 að morgni og hitastigið -6°C, svo þetta lítur ekki eins illa út eins og í gær.  Sjáum til hvernig þetta þróast.  Ok, ég veit að hitinn er hærri í Reykjavík, ég sá það á mbl.is að nú séu 3°C þar en hver sagði að allt væri best utan Íslands?

Guðrún Eggertsdóttir, 8.3.2007 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband