Smithsonian

IMG_0060smithsonianMinn litli fjölþjóðlegi hópur þrammaði alla leið að Smithsonian-söfnunum í morgun.  Í þetta sinn skoðuðum við National Museum of Natural History, National Air and Space Museum og The Botanical Gardens.  Þegar því var lokið voru liðnir u.þ.b. 6 klukkutímar og allir orðnir verulega lúnir.  Þar sem ekki var búið að fá sér deigan dropa frá því um hádegið var ákveðið að taka neðanjarðarlestina að Dupont-Circle, setjast inn einhversstaðar og fá sér kaffi og með’ðí, hvíla lúin bein og versla í matinn eftir það.  Að lokinni góðrihvíld var haldið til Safeways á 17th Street.  Það tók okkur um 1 ½ tíma að versla fyrir pastapartíið sem er fyrirhugað í kvöld hjá Ítalanum.

 

Ekki voru allar fréttir góðar sem við fengum í dag, því eiginkona Finnans kom með honum hingað er gengin 6 mánuði á leið, missti vatnið í nótt, er komin á spítala, og ástandið er „stable“ eins og þeir segja.  Æ, ekki er það nógu gott að vera svona langt frá heimalandinu þegar svona gerist, svo við hin ætlum að gera okkar besta til að leika „fjölskyldu“ þeirra, svo langt sem það nær. 

 

Verð að drífa mig, meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Aumingja Finninn. Ég vona að þar fari allt á besta veg en þig öfunda ég sárt af öllum safnaheimsóknunum og væri alveg til í að sjá bæði Botanical Gardens og National Museum of Natural History

Steingerður Steinarsdóttir, 5.3.2007 kl. 14:35

2 identicon

ooooooooooooo gaman væri að vera í ekta ítölsku pastapartíi.

Minný (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband