Ferðaáætlun

boston legalNú er ljóst að ferð mín til Washington verður „fyrir alvöru“.  Ég fékk farmiðann í hendur í gær.  Jamm.  Hann hljóðar upp á flug til Boston, (skipti þar um flugstöðvarbyggingu,) flug til Duelles í Washington, sex vikur líða, þá flug frá Baltimore og heim.  Lendi í Keflavík að morgni annars í páskum.

 

Biðtíminn í Boston er þrír tímar.  Það hlýtur að vera nægur tími til að fara í gegnum tollinn, ná í farangurinn, finna flugstöðvarbyggingu C en þaðan er flugið til Duelles-flugvallar í Washington, skrá sig í flugið og fá sér eitthvað í gogginn.

 

washingtonSem betur fer gengur „shuttle bus“ númer 11 milli bygginga B (þar sem ég lendi) og C á 8 – 12 mínútna fresti á tímanum frá kl. 4 eftir miðnætti til kl. 1 eftir miðnætti.  Stoppistöð er á „lower baggage claim“ í hverri flugstöðvarbyggingu.  Ég ætti að ná auðveldlega í svona „shuttle bus“ . 

 

Kannski þessar upplýsingar komi einhverjum lesandanum vel einhverntíma í framtíðinni.

 

Ekki meira í bili, Edda og Ási eru að hringja á dyrabjöllunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú, farðu þá til dyra.

Edda (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Vá, þau eru með chihuahua-hundinn sinn Loga með sér!   Takk fyrir komuna Edda mín.  Gaman að fá ykkur í heimsókn.

Guðrún Eggertsdóttir, 17.2.2007 kl. 20:20

3 identicon

Hundurinn heitir Eldur

Minný, amma Elds (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 23:35

4 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Ó, ég biðst afsökunar á afbökuninni.

Guðrún Eggertsdóttir, 18.2.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband