28.05. Fólksflutningar og partí

th-3990826224Hvernig á að færa um 14.000 manns milli ráðstefnuhallar og íþróttahallar, sem eru í um 3,8 km akstursfjarlægð hvor frá annarri? Ein leiðin er að setja upp "inter venue" samgöngur með því að láta rútur færa fólk milli staðanna tveggja: bjóða fólki að mæta á annan staðinn, láta það standa í röð sem heyfist eftir því sem rúturnar fyllast, keyra í þungri umferð að morgni hvítasunnudags, að hinum staðnum, afferma rúturnar og gera það sama varðandi bakaleiðina og vona það besta. Í stuttu máli: þessi aðferð gekk ekki vel, hún tók okkar litla hóp 1,5 klst. hvora leið.Screenshot_20230529_190546_Maps

Við lögðum af stað frá hótelinu kl. 8:30 í morgun til að vera komin tímanlega fyrir opnunarhátíð ráðstefnunnar sem átti að hefjast kl. 10:00 í Rod Laver Arena. Það tókst ekki og við misstum af opnunarávarpi þeirra mæðgna Maríu Bjarkar Ingvarsdóttur og Ásthildar Ómarsdóttur sem eru gestgjafar á atburðunum sem fara fram í Rod Laver Arena. Það fannst okkur heldur leiðinlegt. Hluti hópsins náði þó að verða nokkrum mínútum á undan okkur hinum og hann gat tekið frá sæti, svo við náðum að sitja öll saman. 

Opnunarhátíðin var glæsileg og eins og búast mátti við; ávörp þar til bærra Rótarýfélaga víðsvegar að úr heiminum og þakkir til þeirra sem áttu þær skildar. 

Hátíðinni lauk með söng "The Tenors", fjögurra tenóra frá Kanada. Í blálokin fékk Ásthildur gesti til að taka þátt í "HÚ"- i, sbr. heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Það vakti mikla kátínu.

2018.11.26-AUS-VENUE-CO-BEER-DELUXE-33-web"Off venue" atburður hafði verið skipulagður af svæði 19 og 20 (sem eru England og Skotland) en þau buðu svæði 17 og 18 (sem eru Eystrasaltslöndin, Skandinavía og Ísland) í partí á milli kl. 16:00 og 18:00 á Hop bar, Beer Deluxe, Fed Square, Flinders Street. Í stuttu máli sagt: það heppnaðist vel, mikið skrafað, skálað og snarlað. Síðast en ekki síst var Soffia okkar Gísladóttor sæmd Paul Harris orðu.

Til hamingju Soffía með verðskuldaða upphefð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband