27.05. Fyrsti dagur heimsþingsins

20230527_112045

Það voru galvaskir Rótarýfélagagar sem tóku sporvagninn að ráðstefnuhöllinni, til að vera komin tímanlega fyrir opnunina á "House of Friendship", sem er hefðbundinn vettvangur fyrir þátttakendur á þinginu til að sýna sig og sjá aðra. Þarna eru afmörkuð borð fyrir Rótarýfélög frá öllum heimshornum til að kynna starf sitt, hvað félögin leggja áherslu á í starfi sínu og árangurinn sem stefnt er að. Þarna eru líka söluborð fyrir allskonar vörur með Rótarýmerkinu: bakpoka, bindi, boli, eyrnarlokka og ég veit ekki hvað og hvað. Þá er líka verið að selja aðra vöru t.d. skartgripi.

Gert er ráð fyrir að það muni um 14.000 manns sækja þingið og mér virtist sem stór hluti þess fjölda væri þegar kominn, þó opnunarhátíð ráðstefnunnar sjálfrar verði ekki fyrr en á morgun.

20230527_111411

Það var mjög skemmtilegt að ganga um og spjalla við fólk. Ég var t.d. að spjalla við konu sem var að kynna verkefni um að senda afskrifaðar bókasafnsbækur úr bandarískum bókasöfnum til skóla í þriðja heiminum, þegar í ljós kom að hún ætlar að heimsækja Ísland næsta haust og við skiptumst á upplýsingum til að hittast á meðan hún dvelur á landinu okkar.orca-image--1292159471

Andi vináttunnar svífur yfir vötnum í húsi vináttunnar. Þarna er hugsað fyrir öllu, það eru nokkrir veitingastaðir innan ráðstefnuhallarinnar, hraðbankar, hægt að hlaða símann og ókeypis wifi. Allt sem nútímamaðurinn getur óskað sér.

orca-image--1983333996Ætlunin var að skoða borgina eftir að hús vináttunar hafði verið skoðað nægjanlega með því að fara einn hring með "City Circle Tram Route" en þegar við vorum komin á eina af stoppistöðvunum, kom í ljós að vagninn var ekki með þjónustu í dag. Æ, það voru vonbrigði en hvað um það, við tókum bara næsta sporvagn borgarinnar og annan til. Að lokum ákváðum við að fara út og gengum af tilviljun inn á stærðarinnar matarmarkað, Queen Victoria Market. Ferskt sjávarfang af öllum mögulegum gerðum, kjöt sömuleiðis, te, krydd, ávextir og allt mögulegt. Þá var rölt um þennan hluta borgarinnar, þar til haldið var heim á hótel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband