Frá Cairns til Sydney

5cRKo7q9iEftir stutt stopp í Cairns var komið að því að heimsækja Sydney, sem virðist mjög skemmtileg borg við fyrstu sýn. Hópurinn var mættur rétt fyrir kl. 8:00 að morgni á flugvöllinn, tímanlega fyrir flugið (leggur nr. 2 innanlands í Ástralíu)sem var á áætlun kl 10:00. Eftir tæplega þriggja tíma flug var lending í Sydney.

Það hefur skapast sú venja í hópnum að sameinast í leigubíla til að komast á væntanlegan gististað og ekki var brugðið út af venjunni í þetta skiptið. Hópurinn skiptist á tvo bíla og bílstjórinn í bílnum "mínum" vildi semja um fast verð, 100 AUD og það var samþykkt (þó það hafi gætt mótmæla). Þegar komið var á áfangastað, kom í ljós að farþegarnir i hinum bilnum höfðu ákveðið að greiða eftir mæli. Ef ég man rétt, greiddu þau um 26 AUD meira en við fyrir sömu leið. Svona leikur lánið við mann.

Við fengum herbergi á Rydges World Square Sidney sem er 4,5 stjörnu hótel og það uppfyllti kröfur mínar um gistingu. Umhverfi hótelsins er mjög líflegt og margir veitingastaðir i nágrenninu. Ég var svo heppin að hitta tvo félaga úr hópnum og við fengum okkur kaffi og köku á næsta horni, á "Macciato".

20230523_162917Eftir að ég sagði skilið við þau tvö tók ég neðanjarðarlestina að Circular Quai sen er við höfnina, labbaði stuttan spöl og þá blasti dýrðin við: Óperuhús Sidney og stálbrúin sem tengir miðborgina við úthverfin. Eðlilega stóðst ég ekki mátið og tók sjálfur, því til sönnunar að ég hafi verið við þessi minnismerki Sydneyborgar.

Það þarf ekki að kaupa sérstaka miða í neðanjarðarlestina, heldur er nóg að láta skynjara við hliðið lesa kreditkortið og þá opnast hliðið. Sama gerist þegar farið er út á áfangastað og þá er einungis rukkað fyrir ferðina sem var farin. Þetta fannst mér sniðugt. Starfsmaður á neðanjarðarlestarstöðinni ráðlagði mér þetta, því þessi aðferð er miklu ódýrari heldur en að kaupa kort. Alltaf að græða ;-)

20230523_162957Hér kemur svo myndin af mér og brúnni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband