Allt tekur enda...............

Almáttugur minn hvað það er langt síðan ég hef bloggað.  Ég biðst afsökunar.  Vonandi hafa myndirnar glatt einhvern (t.d. Eddu systurdóttur, sem hefur kvartað opinberlega undan myndaleysi).  Það helsta sem er að frétta héðan er að síðasti kennsludagur var í dag.  Nú er ekkert eftir nema –Farwell luncheon – á morgun.  Það hefur safnast að mér um 10 kg. af námskeiðsefni.  Póstþjónusta Bandaríkjanna og Íslands munu fá það hlutverk að koma öllu þessu til mín. 

 

142_4207Tíminn er aldeilis fljótur að líða, komið að kveðjustund.  Hún verður svo sannarlega ekki auðveld.  Hér hef ég kynnst mörgu ágætisfólki sem ég vonast náttúrulega til að geta haldið sambandi við til frambúðar.  Margir virðast vera sama sinnis, því tölvupóstföngum var safnað í dag, af miklum móð.

 

Ég get ekki annað sagt en að þetta hefur verið aldeilis frábær tími.  Nóg að gera bæði á námskeiðinu og líka í frítímanum.  Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa eytt þessum 6 vikum hér í Washington (og víðar),  hitastigið hefði oft og tíðum mátt vera hærra en förum ekki nánar út í það.  Ekki ónýtt að leika ferðamann fyrir utan þessar fáu stundir á dag, sem námskeiðið tók.

Washington 6 week 112Af hitastigi er það að frétta að s.l. mánudag fór hitinn í 28°C en síðan hefur hann fallið með hverjum deginum sem líður og í morgun var einungis 3ja stiga hiti.  Það er spáð frosti hér á morgun.  Hvernig er hægt að botna í þessu?  Ég er ýmist í sumarpilsi, með regnhlíf eða vafin inn í hlýju pasmínuna mína.  Ótrúlegt.  Jæja, ég tek flug frá BWI á páskadagskvöld og lendi í Keflavík eldsnemma að morgni annars í páskum.  Hitabreytingarnar hérna ættu að búa mig undir hitastigið heima.  Þetta er ekki meint sem móðgun, heldur er ég að æfa mig í Pollýönnu leik.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, hvað þetta hefur verið fljótt að líða!!!!!!!!!!! Ótrúlegt! Njóttu síðustu daganna vel! Hér náði hitinn um 20 stigum fyrir austan um daginn, við stöndum líka í hitaveseni. Ögn kaldara þó.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Jamm, alltof fljótt að líða, samt verður gott að komast í kunnuglegra umhverfi, hitta vinina aftur og svona.

Ég fór á pósthúsið í morgun.  Efnið var ekki 10 kg. nei, miklu heldur 15 kg. af GFS visku.  Alltsaman á leið til Íslands.

Hitinn er núna rétt yfir frostmarki. Brrrr.............

Guðrún Eggertsdóttir, 6.4.2007 kl. 14:26

3 identicon

Peking hiti 21 gráða Dalatangi = Gult  Björgunarvesti Siggi Johnny biður að heilsa

Geiri (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 19:31

4 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Sjáumst eftir páska!  Gleðilega páska.

Guðrún Eggertsdóttir, 7.4.2007 kl. 19:34

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Velkomin heim og vonandi fer nú að hlýna.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.4.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband