Í rafmagnsleysinu

Ekkert varð úr móttökunni í gærkvöldi, þar sem það var ekkert rafmagn í hverfinu.  Við höfðum safnast saman, allraþjóðakvikindin, í anddyrinu því þar var ljós frá einhverri varastöð.  Þetta var svona „hvað á til bragðs að taka?“ stund.  Í ljós kom að rafmagnsleysið var einungis bundið við lítinn hluta hverfisins, svo úr varð að við ákváðum að færa okkur yfir í  borgarhluta sem gat boðið okkur lýsingu og mat. 

 

Þarna var saman komið fólk m.a. frá Póllandi, Finnlandi, Ítalíu, Hondúras, Makedóníu, Mongólíu, Nígeríu, Íran, Gíneu-Bissau og fleiri löndum sem ég hef ekki enn áttað mig á.

 

GeorgetownHópurinn, 14 manns ákvað að finna veitingahús í Georgetown og hélt af stað.  Að lokum fundum við ágætisstað við M street - rugluðum öllu systeminu þar, með því að færa saman 4 borð en það jafnaði sig.  Skammtarnir eru svo stórir hérna, t.d. pantaði ég Rib eye steik.  Hún kom á diski sem var ábyggilega 26 cm í þvermál og tók yfir 2/3 af plássinu á diskinum!  Það var ekkert annað að gera en að hlæja, þetta var skammtur fyrir a.m.k. 3 fullorðna.  Hahahahaha.  Kvöldið var semsagt vel heppnað, þó ekki hafi litið út fyrir það um stund.

 

Þegar heim var komið var rafmagnið ekki komið en af einhverjum ástæðum hafði ég keypt kerti og eldspýtur í CVS fyrr um daginn „til að gera kósý í íbúðinni“.  Eldspýturnar hafði ég verið meið í veskinu, svo ég rataði um íbúðina í myrkrinu þegar heim var komið.  Einhverntíma í nótt varð ég vör við að það var ljós frammi, svo núna erum við aftur komin í samband.  Eins gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gott að þetta endaði vel. Og snjöll varstu að kaupa eldspýtur og kerti!

Mér finnst svo gaman að myndunum sem þú velur en algjör synd er að geta ekki stækkað þær (smellt á þær) til að sjá þær betur. Þegar þú dánlódar þeim er best að gera það þegar þú ert búin að stækka þær sjálf (með því að smella á þær) ... nema þú dánlódir bara pínkulitlum myndum, það getur svo sem verið.  

Knús til DC!!!  

Guðríður Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

O, ok (vantar islenskt stafasett a tessa vel).  Eg prufa tetta naest.

Eg aetladi ad kikja a Hvita husid i morgun adur en namskeidid haefist en loggan visadi mer fra - og eg var langt i burtu.  Einungis starfsmenn Hvita hussins mattu fara inn fyrir lokad svaedi.  Grunsamlegt - eda hvad?

Guðrún Eggertsdóttir, 27.2.2007 kl. 14:20

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er allt með ráðum gert þeta með ljósleysið. Það er svo að fólk sjái ekki hvað það verður feitt af því að borða alltaf þrefalda skammta af öllu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband