Flugvélar og flugstöðvarbyggingar

Þetta gekk allt eins og í sögu.  Tékkaði mig snemma inn í Leifsstöð og hagaði mér þar eins og sannur Íslendingur, keypti loksins stafræna  myndavél: Canon IXUS 60 og nýjan þriggja banda síma, svo ég geti nú hringt eitthvað á meðan ég er í Ammríkunni, Nokia 6085.  Reyndar ætlaði ég að kaupa Nokia 6103 en hann var ekki til.  Afgreiðslumanninum tókst að sannfæra mig um að ég hafi gert góð kaup bæði varðandi myndavélina og símann.  Myndir úr vélinni koma þegar ég hef áttað mig á öllum tæknilegu atriðum við stafræna myndatöku og hvernig hægt er að tengja myndirnar við blogg-færslur.  Gurrí kenndi mér það á sínum tíma, ég þarf bara að rifja það upp.  Takk Gurrí. Flugvélin fór í loftið á réttum tíma, full af fólki og sessunautar mínir voru Bandarísk kennarahjón - alveg ágætisfólk frá Nýja Englandi.  Tækniatriðin voru ekki alveg í lagi í vélinni, svo það fylgdi ekkert hljóð með bíómyndunum sem voru sýndar en Arnaldur Indriða hélt mér félagsskap.  Hann bregst ekki. – Napóleonsskjölin -  Biðin á Boston var 3 tímar og þar kom Arnaldur sér vel.  Engin vandræði hvorki í vegabréfsskoðuninni né tollinum.  Ég þurfti sjálf að koma farangrinum á milli færibanda en allt tókst þetta að lokum og ég komst í loftið frá Boston til Duelles í Washington, nokkurn vegin á réttum tíma.  Fyrsta mannesjan sem ég sá, þegar ég kom inn í flugstöðvarbygginguna í Duelles var hún Olga mín, brosandi út að eyrum og þar urðu fagnaðarfundir.  Farangurinn kom mjög fljótlega og mikið var mér létt, þegar ég settist inn í bílinn hjá Olgu og það ljóst að allt hafði gengið svona glimrandi vel.  Klukkan var orðin um 11 að staðartíma eða 4 að nóttu að Íslenskum tíma og undirrituð orðin frekar framlág.  Uppábúið rúm var tilbúið hjá Olgu og mikið var gott að leggja höfuðið á koddann. Klukkan var 6 að staðartíma þegar ég vaknaði í morgun (jamm, ég svaf til 11 að Íslenskum tíma) og undrun mín var ekki lítil þegar ég leit út um gluggan og sá að það hafði snjóað.  Húsráðendum hér fannst það ekki skrýtið að farangurinn minn hafi verið svona þungur, fullur af snjó en ég gat sagt þeim að það hafi verið fallegt vorveður þegar ég lagði af stað frá Íslandi.  Þessi snjór kemur einhversstaðar annarsstaðar frá en Íslandi!  Það heldur áfram að snjóa og nú er sannkölluð hundslappadrífa.  Ég er ekki skóuð fyrir svona veður!  Ævintýrið heldur áfram í dag, því Olga og J.B. ætla að kanna með mér aðstæður á væntanlegu heimili mínu og fara síðan með mér í búðir að safna vistum.  Það er nú aldeilis gott að eiga þau að. Bara eitt að lokum: Til hamingju með afmælið Steini minn.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að allt gekk vel. Móðir vor verður fegin að heyra það. Bestu kveðjur til allra.

Minný (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 18:25

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábært

Guðríður Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 19:06

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Flott að allt gekk vel.  Ég hef ekki of góða reynslu af því að fara í gegnum öryggishlið á bandarískum flugvöllum, ánægjulegt að heyra að einhverjum hafi tekist að komast í gegn án þess að vera skotinn/handtekinn/látinn í gúmmíhanskaleit...   Skemmtu þér vel í Ammríkkunni !

Svava S. Steinars, 26.2.2007 kl. 01:43

4 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 26.2.2007 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband