Listaverk

ritverkListar eru til ýmissa hluta nytsamlegir, ég tala nú ekki um þegar ferðalag er fyrirhugað.  Ég er hvorki að tala um parketlista né loftlista, hahahahaha, heldur þá sem innihalda langa skrá yfir ýmis nauðsynleg atriði sem ekki má gleyma.  Núþegar hef ég útbúið nokkra s.s. einn yfir þau gögn sem mér sýnist að ég taki með mér úr vinnunni og ég get notað sem „hækju“ á námskeiðinu, efni sem til er á íslensku yfir það sem námskeiðið spannar.  Annar er yfir farangur sem ég er að spá í að taka með mér en hann á eftir að breytast mikið fram á síðasta dag, mikið um útstrikanir og viðbætur.  (Engir auðir eða ógildir).  Svo er það listinn yfir heimilsföng og símanúmer vina og kunningja sem eru á svæðinu, hann má ekki gleymast.  Einn listi er alveg óhannaður en hann á að innihalda þá staði sem ég þarf nauðsynlega að skoða þegar ég verð komin til Washington.  Þar kemur ýmislegt til greina. Að síðustu má ekki gleyma listunum sem ég fékk frá námskeiðshöldurunum annar yfir dagskrána, hinn yfir lesefnið.

 listarEin vinkona mín gerir lista á hverjum degi yfir það, sem hún þarf að koma í verk þann daginn.  Það sem mér finnst sniðugt við listann hennar er að hún skrifar efst á hann nokkur verk sem hún hefur þegar lokið og strikar jafnóðum yfir þau, því þá finnst henni hún hafa afkastað meiru en raun ber vitni.  Sniðugt hjá henni.  Engin nöfn verða nefnd en hún þekkir sjálfa sig, ef hún les þetta

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ohhh...minnstu ekki á listana ógrátandi. Mínir eru allir langir og týndir. best að gera einn nýjan og efst á honum stendur..finna alla hina listana!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.2.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

LOL - góður þessi!

Guðrún Eggertsdóttir, 13.2.2007 kl. 08:19

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ó, ég kannast svo við þessa listamaníu. Reyndar er hún aldrei verri en fyrir jólin hjá mér. Þá eru hinir aðskiljanlegustu listar yfir flest milli himinins og jarðar í gangi; gjafir, skreytingar, perur í seríur, fatahreinsanir, sendingalistar til útlanda, jólakortalistar, og guð minn góður, eru nokkuð að koma jól aftur??

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.2.2007 kl. 15:41

4 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Þau koma fyrr en varir!  Múhahahahahaha

Guðrún Eggertsdóttir, 13.2.2007 kl. 15:43

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gettu hvað. Það þyrmdi svo yfir mig af tilhugsuninni um jólin og listana, að ég smellti mér rakleiðis inná ferðaskrifstofuvef að skoða ferðir....!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.2.2007 kl. 22:26

6 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Og?  Er búið að panta ferð?

Guðrún Eggertsdóttir, 14.2.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband