Föstudags...

Dagurin byrjaði rólega, sem var gott því ég var úrinda eftir gærdaginn. Einungis tvö úr hópnum fóru í skipulagða ferð til Tiwi-eyja, sem boðið hafði verið upp á.

Seint og um síðir ákvað ég að kíkja aðeins á göngugötuna, því þetta var síðasti dagurinn í Darwin. Eftir huggulegan Brunch ákvað ég að kíkja í "Lundabúðir" eða kannski er hægt að kalla þær "Búðir með list frumbyggja" eða "Leðurhattabúðir". Þar kennir ýmissa grasa af hvorutveggja. Mér fannst skemmtilegra að fara á listasöfn með list frumbyggja, sem hefur sín sérkenni. Það hefði verið gaman að fjárfesta í mörgu af list þeirra en þar sem töskustærð er takmarkandi þáttur, keypti ég lítið listaverk, sem hægt er að rúlla upp og tekur lítið pláss í farangrinum.

20230519_125952Úr því að ég var komin í nálægð við þinghús Northern Territory, lá það beint við að fara þangað. Þá hafði stólum verið raðað fyrir framan aðalinnganginn, ræðuborði með míkrafóni hafði verið komið fyrir og ljósmyndarar höðu stillt sér upp. Einhver athöfn var ekki í uppsiglingu en var ekki byrjuð. Ég gaf mig á tal við starfsmann og spurði hvað væri á seyði. Hann svaraði en ég var engu nær. "Legacy Centenary Torch" var kominn til Darwin. Eftir því sem ég kemst næst var verið að minnast atburðar sem átti sér stað í stríðinu a.m.k. voru margir orðum skreyttir hermenn sem komu í skrúðgöngu inn á svæðið. Sá sem leiddi gönguna (óeinkennisklæddur) bar kyndil og kveikti eld með honum. Allt var þetta mjög hátíðlegt.20230519_132236

Afsakið að myndin er á hlið en ég kann ekki að snúa henni.

Mér var hleypt inn í þinghúsið en það var enginn þingfundur í gangi. Það var samt skemmtilegt að skoða húsið. Á leið minni út heilsaði mér maður "How are you?" og ég tók undir. Seinna þegar ég skoðaði myndir af þingmönnunum, komst ég að því, að þarna var enginn annar en þingforsetinn og ég hafði ekki hugmynd um heiðurinn, sem mér hafði hlotnast.

FB_IMG_1684569878326Það hafði verið pantað borð fyrir allan hópinn á "Moorish" sem er skammt frá hótelinu. Allur hópurinn mætti, líka þau sem höfðu farið til Tiwi-eyja. Þá kom í ljós að það voru mikil mistök að hafa ekki farið í þá ferð, því hún var miklu skemmtilegri en ferðin í gær, þó sú ferð hafi verið afbragðsgóð. Það er jafnvel þess virði að efna í aðra Ástralíuferð, til að komast til Tiwi-eyja.

Maturinn bragðaðist mjög vel, félagsskapurinn góður og kvöldið mjög vel heppnað. Við fljúgum til Cairns eldsnemma í fyrramálið. Hótelið verður yfirgefið kl. 5:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband