Ástralía - Darwin, dagur 1

Það var alveg óþarfi að kvíða þessu. Ferðin til Darwin gekk svona ljómandi vel. Ferðafélagarnir mættu allir á tilsettum tíma í Leifsstöð. Flugvélin til Frankfurt lagði af stað á réttum tíma og ferðin mikla hófst.

Þegar 36 tímar voru liðnir frá því ég var sótt heim til mín var ég komin inn á þetta fína herbergi í miðbæ Darvin. Herbergið er áreiðanlega einir 40 fm. svo ég get ekki kvartað.20230516_163031

Orkan var ekki meiri en svo að ég rétt náði á ítalskan veitingastað, fékk mér Lasagna Bolonese, bragðbætt með alveg ágætu Merlot rauðvíni. Þegar ég hafði fengið nægju mína fór ég bara "heim" að sofa.

Ég svaf í 12 tíma samfleytt og veitti ekki af hvíldinni. Þegar ég var klædd og komin á ról og búin að setja upp sumarhattinn, lagði ég af stað að "The Waterfront" sem er stærðarinnar svæði með ráðstefnuhöll, veitingastöðum, litlu lóni - svipuðu og er í Nauthólsvík og fleiru áhugaverðu. Þarna var margt um manninn og ég hitti hjón frá Melbourne, sem fannst merkilegt að hitta íslending og sögðust vera með Ísland á listanum yfir væntanleg ferðalög.

20230517_124509"Hop on, hop off" var í göngufæri, svo ég ákvað að fá mér far með þeim. Eins og gera má ráð fyrir, var keyrt á milli staða á borginni og sagt frá því áhugaverðasta. Ég vissi t.d. ekki af mannskæðum hvirfilbyl (cyclone Tracy), sem varð á jóladag 1974 og hafði mjög alvarlegar afleiðingar. Alvarlegast var að Darwin-búar náðu ekki sambandi við umheiminn til að láta vita, hvað hafði gerst. Umheimurinn vissi ekki af þessum hörmungum og þess vegna barst aðstoð ekki strax til borgarinnar. Darwin er í "The Northen Territory" sem er á stærð við Ísland og íbúarnir í borginni eru um 240 þúsund talsins.

Umhverfi hótelsins hefur verið kannað og mér líst vel á.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband