Taka upp þráðinn að nýju?

Nú eru liðin u.þ.b. 16 ár síðan ég bloggaði síðast en er tíminn ekki afstæður? Langt ferðalag er í bígerð og spurning hvort það geti ekki verið sniðugt að skrásetja helstu atriði og birta myndir af hinum ýmsu viðburðum ferðalagsins.

Á Bessastöðum 29092016Meðfylgjandi er einn af viðburðum á lífsleiðinni en myndin var tekin 29. september 2016 þegar ég fékk að máta skrifborð forseta Íslands. Engar áhyggjur, ég stefni ekki að því að bjóða mig fram til forseta en viðburðurinn var engu að síður skemmtilegur.

Von mín er sú, að birta hér myndir og frásagnir af ævintýrum mínum og ferðafélaga minna á ferð okkar um Ástalíu í næsta mánuði.

Það þýðir ekkert að mótmæla þessu, ef áhugi er ekki fyrir hendi, þá er einfaldasta ráðið að fylgjast ekki meðcool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband