Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Góður

AnthonyÍ þeim tilgangi að ná því að skella inn a.m.k. einni blogg-færslu á dag, langar mig að segja þetta:  Mér finnst Anthony Hopkins aldeilis frábær leikari!

Hækkandi sól

birtanbirtaMikið er þetta yndislegur tími; þessi tími þegar birtan eykst dag frá degi.  Hann fyllir mig alltaf einhverri sérstakri ánægjutilfinningu og eftirvæntingu; eins og ég hafi fengið vítamínssprautu.  Það er einhvern veginn allt að vakna til lífsins.  Ég get ekki varist þeirri hugsun að hálfvorkenna þeim sem búa á suðlægari slóðum, hvað þetta varðar.  Þeir missa af ánægjunni af því að fylgjast með hvernig dagurinn lengist og fjörið færist í umhverfið.  Greyin.  Það er ekki hægt annað en að vorkenna þeim sem hafa ekki upplifað þessa tilfinningu.  Ætli það sé hægt að lýsa henni fyrir einhverjum sem býr við miðbaug og það að allir dagar ársins eru jafnlangir?  Engin tilbreyting.  Dagar eins og þessi í dag, spilla svo sannarlega ekki ánægjunni (splitta ekki stuðinu – eins og maður segir).  Sól, logn og föstudagur, er hægt að hafa það betra?  Gluggaveður náttúrulega, hitinn við frostmark en flott engu að síður.

 

Svo er Aðalgeir bróðursonur að koma heim frá Danmörku í kvöld, sá held ég að sé ánægður með daginn.  Velkominn heim kallinn minn.

 

voriðTilfinningasemi dagsins var í boði Guðrúnar.


Leiðsögn á netinu? Tæknilegt.

mapquestÞað getur borgað sig að "surf-a" á netinu.  Allskonar kort eru til og leiðalýsingar.  Frábært!  Ég fann það út að það er hægt að slá inn tvö heimilisföng og fá skriflega leiðsögn á milli þessara tveggja punkta.  Allt í boði mapquest.com.  Ok, ok, þetta hefur sjálfsagt verið hægt í mörg ár en hvernig á ég að vita um allar upplýsingarnar sem hægt er að finna á netinu?  Nú hef ég prufað að staðsetja matvörubúðir í nágrenninu við væntanlegt "heimili" mitt í Washington, ekki nóg með það, heldur hef ég fundið út, hvar næsta moll er, hin ýmsu söfn og ég fann meira að segja net-kaffi í nágrenninu.  Reyndar þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því, þar sem ég mun hafa fartölvuna meðferðis.  Til að svala forvitninni sló ég inn heimilisföng frænknanna tveggja sem búa í nágrenni höfuðborgarinnar og fann út að önnur býr í 34 mínútna akstursfjarlægð í vesturátt og hin í 28 mínútna akstursfjarlægð í suðvestur.  Er ég ekki heppin að hafa þær svona nálægt!  Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði eins og grár köttur hjá þeim, hins vegar er gott að vita af skyldmennum "i nærheden" eins og daninn myndi segja.

Mér finnst þetta mapquest.com alveg brill og vildi deila því með ykkur.

Meira seinna.......................


Námskeiðsupplýsingar

námkseiðTölulegar staðreyndir um efnið sem ég var að fá í hendur:  listi yfir lesefni: 4 blaðsíður (A4) auk lista yfir dagskrá námskeiðsins sem tók einnig yfir 4 blaðsíður (A4), lýsing á námskeiðinu: 8 vélritaðar línur.

Múhahahahahaha

Hm, já, það er eins gott að láta hendur standa fram úr ermum eða augu á stilkum eða ............ Whistling

 


Magnað

maturMér finnst það alveg magnað hvað það eru margir leggast á eitt við að aðstoða mig við að afla allskonar upplýsinga sem ég hef þörf fyrir vegna væntanlegrar utanferðar.  Bloggvinir og aðrir vinir.  Til viðbótar við upplýsingarnar sem ég fékk frá Guðmundi bloggara í gær hefur mér borist langur listi af veitingahúsum (ásamt meðmælum) og söfnum (ásamt lýsingu). Magnað.  Mér býðst jafnvel leiðsögn um Washington.  Hún mun vera í boði einhverra innfæddra vina hans Þorkels systursonar.  Hver veit nema ég nýti mér það kostaboð?  Ég sé fram á, að ég hafi ekki nokkurn tíma til að sinna verkefninu sem mér er ætlað.  

 

brosandiEkki misskilja mig, þetta er ekki kvörtun.  Öll þessi aðstoð kemur mér bara svo skemmtilega á óvart.  Sendi þeim innilegar þakkir, sem hafa aflað þessara upplýsinga fyrir mig.  Til að launa greiðan mun ég blogga ótæpilega um allt sem fyrir ber og rúmlega það.  Það er ykkar að velja það úr, sem þíð hafið áhuga á.


Í mörg horn að líta, - hagnýtar upplýsingar?

lykillÞessa dagana bíð ég spennt eftir því hvort bankanum mínum tekst að senda mér auðkennislykilinn áður en ferðalagið mitt hefst.  Ef ekki, hvað geri ég þá?  Engin bankaviðskipti og allt í vanskil?  Jæja það er ekki tímabært að örvænta alveg strax en þetta er óneitanlega spennandi staða: hvort verður á undan; auðkennislykillinn eða flugfarið?

 

TRSá það á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins að hægt er að fá s.k. Tryggingayfirlýsingu frá þeim vegna dvalar erlendis í tenslum við frí, nám, au-pair, atvinnuleit, lausavinnu og fleira.   Þar kemur fram að viðkomandi sé tryggður í almannatryggingum á Íslandi og hvað slík trygging felur í sér.  Ég met það svo að það hljóti að vera gott að hafa svoleiðis meðferðis.

Annað sem ég var að hugsa um: er ekki sniðugt að láta geyma símanúmerið á meðan ég verð í burtu?  Má ekki spara sér mánaðargjaldið og gjaldið vegna ADSL-tengingarinnar?  Sparnaðarráð dagsins í boði Guðrúnar.

pósturÞá er það pósturinn og minn pínulitli póstkassi.  Það er hægt að fá póstinn geymdan á pósthúsinu.  Hver mánuður kostar 580,- kr.  Póstkassinn fyllist ekki á meðan og óprúttnir fatta ekki að enginn er heima.  Hitt er annað: ætli það dugi að fá límmiðann góða frá Íslandspósti, til að Fréttablaðinu og Blaðinu verði ekki troðið inn um lúguna á meðan ég verð í burtu?  Ég er ekki viss, held að blaðburðarfólkið beri enga virðingu fyrir slíku.

 

Svo í lokin, ein lítil saga af Ísabellu:  Við vorum að spjalla í eldhúsinu, mamma hennar og ég, þegar sú stutta kom í dyragættina og sagði með mjóróma röddinni sinni: „Ég held eitthvað brotnaði.“  Stóreyg og alsaklaus.  Þá kom í ljós að blessað barnið hafði brotið pínulitla skel og var að tilkynna um tjónið.  Æ, æ, svona litlar sálir halda að allt í heimi hinna fullorðnu sé verðmæti.  Hún var umsvifalaust látin vita að það væri ekkert mál að fá aðra skel.  Krúttið.


Kjalnesingaþáttur - sá nýjasti

Á SpániSysturnar af Kjalarnesi komu í heimsókn og höfðu foreldra sína með.  Ægilega gaman hjá okkur.  Ísabella er næstum þriggja ára og hjálpar Emilíu systur sinni sem vantar örlítinn kjark til að fara að ganga.  Það verður komið áður en hún verður 14 mánaða á fimmtudaginn.  Þær eru mjög lagvísar systurnar og sú yngri syngur ókí-póki við öll tækifæri.

 

Ég var mjög heppin, var rétt að byrja í heilsubótargöngu og fannst heldur kalt, þegar ég fékk hringingu og tilkynningu um yfirvofandi heimsókn.  Að sjálfsögðu snéri ég við  „á punktinum“ til að taka á móti gestunum.

 

Hlakka til kvölddagskránnar æa Skjá einum; „Queer eye for the straiht guy“ er uppáhaldsþátturinn.  Það er eitthvað svo mikil kátína í honum....................


Einmana rauðmagi

rauðmagiAf rauðmagaveislunni miklu er það að frétta að það tókst ekki betur til en svo að ég fann ekki nema einn rauðmaga á öllu höfuðborgarsvæðinu.  Einn einasta.  Ekki svo að segja að ég hafi farið í hverja einustu búð en eftir klukkutíma rúnt og innlit í búðir ákvað ég að kaupa þennan eina og bæta upp borðhaldið með fiskbollum, kartöflum og salati.  Rabbarbarapæ með rjóma og cappucino í eftirrétt yrði að duga.  Stórasystir bar sig vel og þóttist vera pakksödd eftir herlegheitin.  Hún lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.

 

eimskipSú var látin vinna fyrir veitingunum, - eða þannig.  Við fórum yfir ýmsar tillögur að fatasamsetningum.  Reyndum að setja saman sem flesta „galla“, þannig að ég þyrfti að taka sem minnst með mér og þegar samsetningar voru farnar að nálgast 20 (hm, já), var tími til að segja að það myndi duga.  Ef ekki, má alltaf kíkja í mollin og sjá hvað er á boðstólnum.  Kannski ég þurfi að kynna mér hvar verði hægt að fá leigðan gám.  Siglir Eimskip ekki til Norfolk? LOL


Þjóðminjar og tónlist

ÞjóðminjasafniðMenningin var og verður í hávegum höfð í dag.  Guðlaug vinkona hringdi um hádegið til að freista þess að fá mig með sér á sýninguna “Með silfurbjarta nál – spor miðalda í íslenskum myndsaumi” en hún hafði heyrt auglýsingu um að það yrði leiðsögn um sýninguna kl. þrjú í dag.  Hún var svo sniðug að bæta því við að við gætum farið á kaffihús eftir að hafa skoðað þjóðargersemarnar.  Það er töfraorðið: “kaffihús”.  Ég samþykkti þetta kostaboð umsvifalaust, sá að ég gat lesið aðeins meira af Henning Mankell áður en ég yrði sótt.  Sýningin er mjög merkileg, refilsaumur, krosssaumur, glitsaumur og ég veit ekki hvað og hvað.  Kaffi frá kaffitári á eftir og ein buna niður Laugarveginn áður en mér var skilað heim.  Túristarnir eru farnir að sjást þar, þó það sé ekki langt liðið á árið.

Núna er ég að bíða eftir því að klukkan verði eitt eftir hádegi á austurströnd Bandaríkjanna en þá ætla ég að hringja vestur um haf og athuga hvernig frænkurnar hafa það og hvort þær séu ekki yfir sig spenntar að fá þennan happafeng inn fyrir landsteinana. Whistling

kammerMeiri menning í kvöld en þá eru afmælistónleikar í Kammermúsíkklúbbnum.  Flutt verður nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og gamalt verk eftir Beethoven (hahahahahaha – alltaf jafn fyndin).  Við systurnar mætum á réttum tíma og drekkum í okkur menninguna.  Anna hans Jóns frænda verður þarna ábyggilega líka.  Hún hefur ekki látið sig vanta í þau skipti sem ég hef sótt tónleika.

Hef ekki meira um þetta að segja.  Hafið það sem allra best fram að næstu blogg-færslu en þá má búast við skrifum um rauðmagaveisluna miklu sem haldin verður annað kvöld......................


Fødselsdag / afmæli

Det er Sebastians fødselsdag i dag!  Han er blevet ti år gammel.  Til lykke min ven!

 

afmaeliskakaHann á afmæl’í dag

hann á afmæl’í dag

hann á afmæl’ann Sebastian

hann á afmæl’í dag

 

Það er mynd af Sebastian í færslunni í gær.  Myndarstrákur, það finnst mér allavega.

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband