Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
3.2.2007 | 10:26
Flottum fjölskyldumeðlimum fjölgar
Get ekki stillt mig um að herma eftir Gurrí og láta fyrirsagnirnar stuðla. Annað sem ég get ekki stillt mig um er að skella inn þessum myndum. Eggert bróðursonur var ekki lengi að redda mér myndum af sonum sínum, - á tölvutæku formi. Sko, ég lofa að kaupa digital-myndavél fljótlega, þangað til verð ég öðrum háð um myndir á síðuna.
Hér eru þeir bræðurnir Andri Már og Sebastian. Myndin er tekin rétt við sumarbústaðinn sem amma þeirra og afi eiga. Að sjálfsögðu er búið að setja upp körfuboltahring þarna hjá Suðurnesjamönnunum.
Mér sýnist Andri Már vera í Hrísey. Hann er a.m.k. fyrir norðan, af fjöllunum að dæma.
Svo er hér mynd af þeim bræðrum þegar þeir heimsóttu pabba sinn. Vafalaust hafa þeir verið liðtækir í pizzugerðinni.
Flottir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2007 | 09:55
Hva - enginn morgunroði?
Það er nú meira hvað mér finnst þetta skemmtilegt, þetta að blogga, gá að því hvort ég hafi fengið athugasemdir, breyta stillingum og fá nýja bloggvini. Athugulir lesendur sjá það strax að bloggvinum mínum hefur fjölgað um 100% frá því í gær! Gurrí mín þarf nú að deila þessu plássi með Ólafi Fannberg, sem ég þekki hvorki haus né sporð á en hef samt stundum lesið það sem hann hefur bloggað. Þeir allra athugulustu taka líka eftir að nú er hægt að smella á tengla um NLP (Neuro Linguistic Programming) sem mér finnst mjög athyglisverð og skemmtileg tækni. Færni mín í að setja upp bloggsíðu er að aukast. - smá mont - ætti ekki að saka neinn.
Þegar ég vaknaði í morgun var snjóföl yfir öllu en enginn morgunroði. Kannski fullsnemmt að krefjast þess svona snemma í febrúar. Fyrir þá sem sakna morgunroðans er þessi fallega mynd sem ég fann á gúgglinu.
Hafið það gott um helgina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 08:50
Frekar flottur fótabúnaður
Skókaupaævintýrið stóð stutt. Ég þurfti að skreppa í Smáralindina eftir vinnu, langaði að hitta hann Eggert minn, þann afarflotta konditori-meistara. Rétt áður en ég brá mér inn á Adesso til að fá mér kaffi, varð ég vör við ofurkrafta sem toguðu mig inn í skóverslun Steinars Waage og áður en ég vissi af var ég komin með skópar á fæturna til að skoða hvernig þeir færu. Sem ég var að dást að skónum, sá ég út undan mér annað par ekki síðra. Ég lenti nánast í valkvíða, skipti um skó, hvað eftir annað en að lokum heillaði annað parið meira enda kom í ljós að hitt parið hafði þann galla að annar skórinn var mattari en hinn. Get ekki látið sjá mig í svoleiðis! Jæja, ég er nú stoltur eigandi að Lloyd's skóm, svörtum mokkasínum, dásamlega fallegum.
Svona girnileg kaka fæst á Café Adesso. Er ekki tilvalið að byrja helgina á svona sneið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2007 | 09:05
Bót og betrun
Það getur valdið vöðvabólgu að halla oft og mikið út á aðra hliðina svo hér koma myndirnar aftur, sem snéru ekki rétt í færslunni í gær. Þorkell tölvuséní brást skjótt við og aðstoðaði mig við að snúa myndunum. (Aðstoðaði, réttara sagt: hann snéri myndunum fyrir mig). Hér sést árangurinn. Miklu betra að skoða myndirnar á þennan hátt.
Þetta tókst bara vel enda eru fyrirsæturnar bráðmyndarlegar.
Það er að frétta af ferðaundirbúningi að til stendur að efna í góða götuskó. Sú ævintýraferð verður skilmerkilega skráð á þessa síðu, þegar línur fara að skýrast.
Ekki meira í bili.
Bloggar | Breytt 7.2.2007 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)