Í mörg horn að líta, - hagnýtar upplýsingar?

lykillÞessa dagana bíð ég spennt eftir því hvort bankanum mínum tekst að senda mér auðkennislykilinn áður en ferðalagið mitt hefst.  Ef ekki, hvað geri ég þá?  Engin bankaviðskipti og allt í vanskil?  Jæja það er ekki tímabært að örvænta alveg strax en þetta er óneitanlega spennandi staða: hvort verður á undan; auðkennislykillinn eða flugfarið?

 

TRSá það á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins að hægt er að fá s.k. Tryggingayfirlýsingu frá þeim vegna dvalar erlendis í tenslum við frí, nám, au-pair, atvinnuleit, lausavinnu og fleira.   Þar kemur fram að viðkomandi sé tryggður í almannatryggingum á Íslandi og hvað slík trygging felur í sér.  Ég met það svo að það hljóti að vera gott að hafa svoleiðis meðferðis.

Annað sem ég var að hugsa um: er ekki sniðugt að láta geyma símanúmerið á meðan ég verð í burtu?  Má ekki spara sér mánaðargjaldið og gjaldið vegna ADSL-tengingarinnar?  Sparnaðarráð dagsins í boði Guðrúnar.

pósturÞá er það pósturinn og minn pínulitli póstkassi.  Það er hægt að fá póstinn geymdan á pósthúsinu.  Hver mánuður kostar 580,- kr.  Póstkassinn fyllist ekki á meðan og óprúttnir fatta ekki að enginn er heima.  Hitt er annað: ætli það dugi að fá límmiðann góða frá Íslandspósti, til að Fréttablaðinu og Blaðinu verði ekki troðið inn um lúguna á meðan ég verð í burtu?  Ég er ekki viss, held að blaðburðarfólkið beri enga virðingu fyrir slíku.

 

Svo í lokin, ein lítil saga af Ísabellu:  Við vorum að spjalla í eldhúsinu, mamma hennar og ég, þegar sú stutta kom í dyragættina og sagði með mjóróma röddinni sinni: „Ég held eitthvað brotnaði.“  Stóreyg og alsaklaus.  Þá kom í ljós að blessað barnið hafði brotið pínulitla skel og var að tilkynna um tjónið.  Æ, æ, svona litlar sálir halda að allt í heimi hinna fullorðnu sé verðmæti.  Hún var umsvifalaust látin vita að það væri ekkert mál að fá aðra skel.  Krúttið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Bestu þakkir fyrir þessar  upplýsingar Guðmundur.  Ég mun svo sannarlega nýta mér þær.

Varðand barnahjalið: oft dettur mér í hug að það væri skemmtilegt að skrá svona sögur hjá sér.  Þær eru margar svo einlægar og skemmtilegar - og eins og þú segir: kenna okkur.............

Að lokum; gaman að "heyra" af því þegar fólk hefur ánægju af því að lesa bloggið.  Takk, takk.

Guðrún Eggertsdóttir, 7.2.2007 kl. 18:51

2 Smámynd: Ólafur fannberg

les bloggið alltaf ....

Ólafur fannberg, 7.2.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

... ég líka!

Guðríður Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Gaman, gaman!

Guðrún Eggertsdóttir, 8.2.2007 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband