Færsluflokkur: Ferðalög

Leiðsögn á netinu? Tæknilegt.

mapquestÞað getur borgað sig að "surf-a" á netinu.  Allskonar kort eru til og leiðalýsingar.  Frábært!  Ég fann það út að það er hægt að slá inn tvö heimilisföng og fá skriflega leiðsögn á milli þessara tveggja punkta.  Allt í boði mapquest.com.  Ok, ok, þetta hefur sjálfsagt verið hægt í mörg ár en hvernig á ég að vita um allar upplýsingarnar sem hægt er að finna á netinu?  Nú hef ég prufað að staðsetja matvörubúðir í nágrenninu við væntanlegt "heimili" mitt í Washington, ekki nóg með það, heldur hef ég fundið út, hvar næsta moll er, hin ýmsu söfn og ég fann meira að segja net-kaffi í nágrenninu.  Reyndar þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því, þar sem ég mun hafa fartölvuna meðferðis.  Til að svala forvitninni sló ég inn heimilisföng frænknanna tveggja sem búa í nágrenni höfuðborgarinnar og fann út að önnur býr í 34 mínútna akstursfjarlægð í vesturátt og hin í 28 mínútna akstursfjarlægð í suðvestur.  Er ég ekki heppin að hafa þær svona nálægt!  Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði eins og grár köttur hjá þeim, hins vegar er gott að vita af skyldmennum "i nærheden" eins og daninn myndi segja.

Mér finnst þetta mapquest.com alveg brill og vildi deila því með ykkur.

Meira seinna.......................


Námskeiðsupplýsingar

námkseiðTölulegar staðreyndir um efnið sem ég var að fá í hendur:  listi yfir lesefni: 4 blaðsíður (A4) auk lista yfir dagskrá námskeiðsins sem tók einnig yfir 4 blaðsíður (A4), lýsing á námskeiðinu: 8 vélritaðar línur.

Múhahahahahaha

Hm, já, það er eins gott að láta hendur standa fram úr ermum eða augu á stilkum eða ............ Whistling

 


Magnað

maturMér finnst það alveg magnað hvað það eru margir leggast á eitt við að aðstoða mig við að afla allskonar upplýsinga sem ég hef þörf fyrir vegna væntanlegrar utanferðar.  Bloggvinir og aðrir vinir.  Til viðbótar við upplýsingarnar sem ég fékk frá Guðmundi bloggara í gær hefur mér borist langur listi af veitingahúsum (ásamt meðmælum) og söfnum (ásamt lýsingu). Magnað.  Mér býðst jafnvel leiðsögn um Washington.  Hún mun vera í boði einhverra innfæddra vina hans Þorkels systursonar.  Hver veit nema ég nýti mér það kostaboð?  Ég sé fram á, að ég hafi ekki nokkurn tíma til að sinna verkefninu sem mér er ætlað.  

 

brosandiEkki misskilja mig, þetta er ekki kvörtun.  Öll þessi aðstoð kemur mér bara svo skemmtilega á óvart.  Sendi þeim innilegar þakkir, sem hafa aflað þessara upplýsinga fyrir mig.  Til að launa greiðan mun ég blogga ótæpilega um allt sem fyrir ber og rúmlega það.  Það er ykkar að velja það úr, sem þíð hafið áhuga á.


Í mörg horn að líta, - hagnýtar upplýsingar?

lykillÞessa dagana bíð ég spennt eftir því hvort bankanum mínum tekst að senda mér auðkennislykilinn áður en ferðalagið mitt hefst.  Ef ekki, hvað geri ég þá?  Engin bankaviðskipti og allt í vanskil?  Jæja það er ekki tímabært að örvænta alveg strax en þetta er óneitanlega spennandi staða: hvort verður á undan; auðkennislykillinn eða flugfarið?

 

TRSá það á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins að hægt er að fá s.k. Tryggingayfirlýsingu frá þeim vegna dvalar erlendis í tenslum við frí, nám, au-pair, atvinnuleit, lausavinnu og fleira.   Þar kemur fram að viðkomandi sé tryggður í almannatryggingum á Íslandi og hvað slík trygging felur í sér.  Ég met það svo að það hljóti að vera gott að hafa svoleiðis meðferðis.

Annað sem ég var að hugsa um: er ekki sniðugt að láta geyma símanúmerið á meðan ég verð í burtu?  Má ekki spara sér mánaðargjaldið og gjaldið vegna ADSL-tengingarinnar?  Sparnaðarráð dagsins í boði Guðrúnar.

pósturÞá er það pósturinn og minn pínulitli póstkassi.  Það er hægt að fá póstinn geymdan á pósthúsinu.  Hver mánuður kostar 580,- kr.  Póstkassinn fyllist ekki á meðan og óprúttnir fatta ekki að enginn er heima.  Hitt er annað: ætli það dugi að fá límmiðann góða frá Íslandspósti, til að Fréttablaðinu og Blaðinu verði ekki troðið inn um lúguna á meðan ég verð í burtu?  Ég er ekki viss, held að blaðburðarfólkið beri enga virðingu fyrir slíku.

 

Svo í lokin, ein lítil saga af Ísabellu:  Við vorum að spjalla í eldhúsinu, mamma hennar og ég, þegar sú stutta kom í dyragættina og sagði með mjóróma röddinni sinni: „Ég held eitthvað brotnaði.“  Stóreyg og alsaklaus.  Þá kom í ljós að blessað barnið hafði brotið pínulitla skel og var að tilkynna um tjónið.  Æ, æ, svona litlar sálir halda að allt í heimi hinna fullorðnu sé verðmæti.  Hún var umsvifalaust látin vita að það væri ekkert mál að fá aðra skel.  Krúttið.


Prófa að setja inn myndir

Ísabella les fyrir MilluAðalgeir 230106 Þessi fallegu börn eru skyld mér.  Er ég ekki rík?  Á fyrri myndinni er Ísabella u.þ.b. 2ja ára að lesa Stúf fyrir Emilíu systur sína sem fylgist með af athygli.  Á hinni er Aðalgeir, hann er mikill fjörkálfur eins og frænkur hans og frændur.   Ég er semsé afasystir þeirra og tveggja annarra drengja: Andra Más og Sebastian.  Það er vegna myndaskorts en ekki kunnáttuleysis að þeir eru ekki sýndir hér ásamt frændsystkinum sínum.  Afasystir, það hljómar eins og ég sé 300 ára en þeir sem þekkja mig vita að ég er einungis 15 (í anda).

Myndainnsetningin heppnaðist greinilega vel, þökk sé tækni- og kennslukunnáttu Gurríar galdrakonu.  Nú finnst mér ég vera ægilega klár og ekki jafn tæknilega heft og áður.

 


Veitingastaðir eða aðrar dásemdir

Sælt veri fólkið.

Það sem ég er að velta fyrir mér þessa dagana er, eins og svo oft áður, - maginn - og hvað ég á að láta í hann.  Aðallega það hvar ég á að leita að veitingastöðum, sem eru ábyggilega í tuga eða hundruðatali í Washington.  Það sem ég er að reyna að koma á framfæri hér er þetta: átt þú þér uppáhaldsveitingastað í borginni?  Viltu deila upplifuninni með mér?  Viltu upplifa að sjá mig frjálslega vaxna um páskana?  Tounge

Svo má mæla með hverju sem er við mig, svo lengi sem það tengist Washington eða nágrenni.  Ég hef óljósan grun um að þarna sé t.d. Smithsonian-safnið (eða söfn?), Kennedy-center, minnismerki um þá sem féllu í Víetnam-stríðinu, George-town og margt fleira áhugavert.  Það væri samt gaman ef einhver hinna fjöldamörgu áhangendum þessarar síðu, gætu deilt reynslu sinni af borginni.

Ekki meira í þetta sinn.

 


Tími til að tengja - eða læra að tengja

Þessi bráðskemmtilega síða hefur þróast aðeins frá því hún var stofnuð í gær.  Gurrí úr himaríki hefur gerst bloggvinur minn og að sjálfsögðu samþykki ég íbúa himaríkis sem bloggvin.  Núna er líka auðvelt að kanna hvað 3 af systkinabörnum mínum hafa verið að blogga.  Mér tókst semsagt að búa til tenglalista!  Bloggvinir virðast vera þeir sem eru skráðir á blog.is en hinir lenda á tenglalista.  Þetta lærði ég í dag.   Sjá árangurinn hér til vinstri.

Það sem ég á eftir að læra er að setja inn myndir, svona eins og Gurrí gerir.  Bloggið verður náttúrulega miklu skemmtilegra þannig og ein mynd segir meira en mörg orð.  Það verður líka miklu áhugaverðara að lesa ferðasögu, þegar hægt er að skoða myndir með henni.  Búið ykkur undir að geta skoðað myndirnar mínar innan skamms.

Þetta er það sem ég vildi segja í dag um ferð mína um undraheima bloggsins.

Whistling

 

 


Einu sinni er allt fyrst.

Cool

Þá er komið að því.  Ég er byrjuð að blogga.  Svona til upplýsingar fyrir þá sem finna þessa síðu, þá datt mér í hug að einhverjir kynnu að hafa áhuga á ferðalagi mínu til Washington.  Að vísu hefst það ekki fyrr en 24. febrúar en ég hafði hugsað mér að nota tímann fram að því til að kynna mér hvernig nýta má þennan miðil.

Ég hafði hugsað mér að skella afar áhugaverðum færslum inn á þessa síðu um hin aðskiljanlegustu mál en aðallega um hugleiðingar íslendings í útlöngum.  Þetta verður allt saman ógurlega spennandi og skemmtilegt og ég býst náttúrulega við töluverðri umferð á þessa síðu og allskonar athugasemdum frá vinum, kunningum og jafnvel fólki sem ég þekki hvorki haus né sporð á. 

Góða skemmtun við lesturinn!

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband