Nóg að gera, þrátt fyrir allt

IMG_0325Þessi mynd er frá „The Farewell Luncheon“ sem haldinn var síðasta föstudaginn í Washington 6/4.  Helgin sú var ekki sú auðveldasta, að kveðja allt þetta góða fólk sem fór að tínast í burtu strax á föstudeginum allt fram á sunnudag, þegar ég fór sjálf.  Það er ekki laust við að ég sé eitthvað undarlega innantóm eftir Washington-upplifunina, a.m.k. hefur það tekið mig smá-stund á morgnana þegar ég vakna, að átta mig á því hvar ég er stödd.  Nú þarf að taka á hinum gráa hversdagsleika, sem hefur þó ekki verið svo grár, frá því ég lenti á Keflavíkurflugvelli eldsnemma að morgni annars í páskum.

 

IMG_0332Þann sama dag, eftir að ég hafði fengið fegurðarblundinn, dreif ég mig á Kaffi-París, til að hitta Daníel, ameríkana sem bjó á Gamla-Garði fyrir 18 árum (já ég eldist bara um eitt ár þegar aðrir eldast um fimm - og er því rétt rúmlega tvítug).  Sá „hittingur“  sannfærði mig um það skipti ekki máli þótt mörg ár líði án þess að fólk hittist eða eigi samksipti.  „The way to a friend is never long“ hvorki í tíma né rúmi.  Það var eins og það hefðu bara liðið örfáir dagar, frá því við hittumst síðast.

 

Vikan sem liðin er frá því ég kom heim hefur farið í að hitta fjölskylduna og vini; páskamatur hjá Minný að kvöldi annars í páskum, hitti Kínafarana á þriðjudag, búbbulínurnar mínar á Kjalarnesinu á fimmtudag eftir heimsókn til Gurríar á Akranesi.  Dúu og Gareth náði ég að hitta á laugardaginn, en þau voru á heimleið til Englands á sunnudag.  Ekki nóg með það að ég við fjöruborðiðdreif þau og Guðlaugu vinkonu með mér austur fyrir fjall, í Humarsúpu á Stokkseyri í tilefni af 6 ára brúðkaupsafmæli þeirra, komið var við í sveitabúðinni Sóley í bakaleiðinni.  Þau hjónakornin þurftu að vera komin í bæinn um fimmleytið og við rétt náðum því.  Þar sem dagurinn var rétt að byrja ákváðum við Guðlaug að skella okkur á Súfistann í Hafnarfirði og boðuðum Eddu Þorleifs þangað.  Jæja, Guðlaug fór og við Edda héldum áfram að spjalla.  Þar sem klukkan var ekki orðin because i said soátta, sáum við okkur leik á borði og drifum okkur í bíó „Because I said so“ með Diane Keaton, voða skemmtileg mynd. Kíkti síðan til Unnar á sunnudaginn, þar er allt í kössum, því hún er að undirbúa flutning.  Samt sem áður dreif hún mig með sér í Seltjarnarneskirkju á tónleika á vegum Listaháskóla Íslands, þar var Páll sonur hennar að spila ásamt strengjasveit.  Ægilega fínir tónleikar.  Svo var allt í einu kominn mánudagur aftur og tími til að fara í vinnuna.  Núna rétt í þessu hringdi Sigrún Sveins frá Noregi til að bjóða mér í fermingarveislu þann 29. apríl.  Það var ágætt að skrá þetta allt niður, því þótt mér hafi fundist ég vera í spennufalli eftir viðburðarríkar 6 vikur í Washington, sé ég að það er samt sem áður nóg fyrir mig að gera, hér á landi.

 

IMG_0321Margir nýju vinanna sem ég kynntist úti hafa verið í tölvupóstsambandi og lýsa yfir miklum söknuði eftir þeim stundum sem við áttum saman og eindreginni ósk eftir því að við munum hittast sem fyrst.  Það vona ég líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Rosalega er þetta fallegur hópur þarna í Wa .. DC. 

Greinilega nóg að gera hjá þér, elskan mín. Ekki amalegt það. Ferðu til Noregs eða verður veislan hér heima?  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 20:59

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Já, fallegt fólk að utan sem innan - það má nú segja.

Sigrún kemur með alla fjölskylduna til Íslands og slær upp veislu á Hótel Borg.

Guðrún Eggertsdóttir, 17.4.2007 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband