Útstáelsi á þriðjudagskvöldi

magadansÍ gærkvöldi fundum við þennan líka skemmtilega stað í Adam’s Morgan hverfinu.  Upphaflega áætlunin var að heimsækja jazz-klúbb sem ítalinn fann í Lonely-planet bókinni sinni en þegar þangað var komið, kom í ljós að staðurinn var lokaður og hafði ábyggilega verið lengi (sýnir að ekki er alltaf að marka leiðsögubækur).  Hvað um það, þarna var indælis úrval af skemmtistöðum, svo við völdum bara þann næsta sem reyndist vera tyrkneskur.  Þetta var ekki leiðinlegur staður, því þarna var hægt að fá sér snúning og við notfærðum okkur það óspart.  “Við” lesist: allraþjóðakvikindahópurinn.  Okkur þótti það ekki leiðinlegt að þarna er dagskrá á næstum hverju kvöldi; tangó á mánudögum, á þriðjudögum er hægt að kaupa léttvín á hálfvirði, á fimmtudögum er salsa og á föstudögum magadans.  Síðan er kennsla í magadansi á sunnudögum..................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

En skemmtilegur staður! Vonandi getið þið nýtt ykkur hann óspart!

Að öðru, hvenær kemur þú aftur heim?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Já, þessi staður lofar góðu.  Það væri gaman að heimsækja hann aftur.  Ég lendi á Keflavíkurflugvelli að morgni 2. í páskum. Búhúhúhú - eða þannig.

Guðrún Eggertsdóttir, 22.3.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband