Hugleiðingar að westan

cherry-blossomÞað er ýmislegt sem er öðruvísi hér í Washington en heima á Íslandi.  Eitt af því sem ég hef tekið eftir er að mörg trjánna hérna eru vita lauflaus, þó það sé kominn miður mars og borgin staðsett á talsvert syðri breiddarbaug en Ísland.  Hvað um það, þegar ég var á leið í vinnuna í morgun tók ég eftir að eitt tréð í nágreinni hótelsins hafði tekið stakkaskiptum, það höfðu ekki komið lauf á það yfir nóttina, nei, heldur þessi fínu blóm!  Þarna var semsagt um að ræða kirsuberjatré í blóma.  Eftir því sem nær dró vinnunni, tók ég eftir fleiri þessara trjáa, alsett stórum hvít-bleikum blómum en ekki einu einasta laufblaði.  Það þarf náttúrulega ekki að geta þess, að þetta er dásamlega falleg og skemmtileg sjón.  Þessi breyting er rétt að byrja núna en gera má ráð fyrir að trén séu öll að færast í aukana og að innan tíðar verði borgin öll skreytt þessu fíneríi.

 

traffic-lightsAnnað sem mig langar að nefna eru götuljósin.  Hérna eru þau þannig stillt að á þeim er tímamælir sem segir til um hversu margar sekúndur eru eftir þar til rautt ljós kemur.  Tíminn sem gangandi vegfarandi hefur til að dratta sér klakklaust yfir götuna er semsagt talinn niður.  Voða sniðugt.  Það myndi kannski virka stressandi á einhverja en mér finnst þetta bara þægilegt.

 

Ég geri ráð fyrir að þessi borg sé nú ekki dæmigerð fyrir borg í Ameríku, ef einhver slík er þá til.  Hér eru jú allar stofnanir stjórnsýslunnar og margar alþjóðastofnanir.  Þetta leiðir af sér að hér eru allra þjóða kvikindi í orðsinis fyllstu merkingu.  Suðupottur allskonar strauma, má segja.  Mér dettur í hug að hér sé kannski meira umburðarlyndi milli kynþátta en annarsstaðar því vinnufélagar þínir gætu verið allstaðar að úr heiminum eða jafnvel bara fólkið sem þú sérð á vappi á götunum eða í búðum / veitingahúsum. 

 

hótelNú hefur ferðin til New York verið ákveðin.  Loksins.  Það verður haldið af stað á morgun kl. 14:00 (2 pm eins og Kaninn segir) með Greyhound áleiðis til borgarinnar sem aldrei sefur og gert ráð fyrir að ferðin taki 4 tíma og 50 mínútur.  Flestir af námskeiðinu ætla að fara, þ.á.m. einhverjir af fyrirlesurunum.  Við erum 12 sem verðum ferðafélagar og munum gista á sama hóteli.  Ég get ekki með nokkru móti munað hvað það heitir en það er á Upper East Side nálægt Central Park og Broadway.  On The Ave, minnir mig.  Lagt verður af stað „heim á leið“ á sunnudaginn kl. 18:00 (6 pm eins og Kaninn kallar það).  Sólarhringnum í Ameríku er skipt í tvo 12 tíma hluta en ekki einn 24 tíma eins og við eigum að venjast heima.  Ferðin verður að miklu leyti skipulögð á meðan við sitjum í rútunni á leiðinni þangað.  Ég hlakka náttúrulega ægilega mikið til enda reikna ég með því að nóg verði um að vera.

 

Ungverski fáninnNæsta matarboð verður í kvöld.  Já, í þetta skiptið er það sú Ungverska úr litla alþjóðlega hópnum mínum sem eldar.  Við fáum kjúkling, - aftur.  Já, já, það er alltaf hægt að borða kjúkling.  Matarboðið mitt heppnaðist vel s.l. þriðjudagskvöld.  Uppskriftin vakti gífurlega lukku og mikið þakklæti látið í ljós af gestum.  Þetta er voða sniðugt fyrirkomulag.  Þannig er að tveir úr klíkunni eru með stór samliggjandi herbergi.  Borðið og stólarnir úr öðru er flutt yfir í hitt, því það er bara 4 borðstofustólar í hverri íbúð.  Allt er nýtt, sem setpláss, gólfið ef ekki vill betur.  Samveran er það sem skiptir máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vona að New York ferðin verði stórkostlega æðislega frábær!!! Ég elska þessa borg! Þar áttum við Dustin Hoffman stefnumót. Hann gekk eftir götu og ég sat inni á kaffihúsi og smakkaði beyglur í fyrsta skipti á ævinni. Ég passaði mig á að glápa ekki á hann, eins og allir hinir sem mættu honum. Maður er nú stoltur Íslendingur! Hehhehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Kannski rekst ég á einhvern ógisslega frægan!

Guðrún Eggertsdóttir, 15.3.2007 kl. 23:05

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góða ferð til New York

Ljós frá Lejre

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 06:38

4 identicon

 Já, góða ferð og njóttu helgarinnar.

Minný (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 10:25

5 identicon

Gaman, hlakka til að heyra ferðasöguna frá New York og þú mátt alveg fara að setja inn myndir fyrst þú varst búin að læra það.

Edda (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 10:39

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Blómstrandi tré eru eins og kraftaverk og það er frábærlega gaman að ganga eftir trjágöngum í erlendri borg þegar ávaxtatrén eru í blóma.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.3.2007 kl. 11:14

7 identicon

Hungry way wait grab a kjúklingabringa!

Geiri (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 13:49

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Trén okkar eru líka í fullumblóma hér í englandi...ótrúlega fallegt og æðislegt. Og já kjúklinga má borða í hvert mál....takk fyrir fínu uppskriftina sem ég prófaði um daginn.  Mig langar svo til NY til að fíla borgina í svona eina viku. Held hún sé frábær.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.3.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband