Helgar-skýrsla

Þessi helgi hefur verið svo viðburðarík að ég hef ekki gefið mér tíma í skýrslugjöf.  Hér á eftir verður bætt úr því.

 

Föstudagur 9/3

buffetHátíðin heppnaðist vel.  Hún hófst með fordrykk, síðan var borðað saman og loks var dansað.  Maturinn var af hlaðborði; kjúklingur, fiskur og pasta ásamt meðlæti.  Hún Irene sem er tengiliður okkar við allt og allt hjá IMF var alveg undrandi á því að allur flokkurinn var strax komin út á gólf til að dansa og hafði orð á því að fram að þessu hafi það alltaf tekið a.m.k. hálftíma að koma dansinum í gang.  Ekki núna, nei, nei, í þetta skiptið eru hér algerir stuðboltar sem víla ekki fyrir sér að stíga dans um leið og fyrstu tónar tónlistar heyrast.  Þarna voru flestir fyrirlesaranna mættir ásamt mökum auk okkar nemendanna.  Fólk var ýmist klætt „casual“ eða í sitt fínasta púss.

Emmi móðir Otco litla kom „heim“ af spítalanum í dag.  Otco braggast vel, miðað við aðstæður.

 

Laugardagur 10/3

AlexandriaHópnum mínum er ekki fisjað saman, - frekar en áður.  Fólk var mætt um 10:30 í lobbýið til að halda af stað til Alexandríu sem er hér í nágrenninu.  Það er svo stutt þangað að það er hægt að nota neðanjarðalestina þangað.  Reyndar sama spor og ég notaði þegar ég heimsótti Gullu frænku um daginn.  Alexandría er skemmtilegur bær sem er friðaður í sinni upprunalegu mynd.  Bein leið er frá King Street alla leið nið’r að Potomac ánni, um 1 míla.  Við undum okkur við að ganga þessa leið, fundum skemmtilegt veitingahús við ánna og fengum okkur að borða.  Ég fékk regnbogasilung fylltan með krabbakjöti, hrísgrjónapilaff og brokkólí.  Mikið fannst mér það gott.  Auðvitað var eitthvað lítilræði verslað á bakaleiðinni.  Hitinn var ábyggilega um 18°C að okkar mati (sáum hvergi hitamæli).  Vorið virðist loksins vera komið.  Við urðum að yfirgefa þennan skemmtilega bæ fyrr en okkur langaði til, því fyrr í vikunni höfðum við keypt miða á NBA-leik, sjá færslu á laugardaginn.

Það hafði verið sett upp tilkynning í lyftunni á hótelinu þar sem gestir voru beðnir um að færa klukkuna fram um eina klukkustund vegna„daylight savings time“.  Þetta er tveimur vikum fyrr en vanalega og ekki í takt við það sem er gert í Evrópu.

 

Sunnudagur 11/3

Harbour PlaceEitthvað hafði „daylight savings time“ ruglað fólk í ríminu því hópurinn hafði ákveðið að hittast kl. 9:30 í morgun (engin miskunn), því við ætluðum að taka Greyhound kl. 10:45 til Baltimore.  Jæja, það munaði ekki miklu við hefðum ekki náð henni, þar sem við náðum bilnum sem fór kl 11:00.  Við vorum komin til Baltimore um hádegið í góðu veðri ca 13°C hita.  Satt að segja leist mér ekki á blikuna þegar við stigum út úr rútunni.  Hverfið var hálf-ónotalegt og mér flaug í hug: „hvar er hin skemmtilega Baltimore sem ég man eftir og hafði lofað ferðafélögunum?“  Það rættist þó úr eftir nokkurt þramm, því þetta var þarna allt saman, sem átti að vera niðri við höfnina „Harbour Place“.  Við undum IMG_0136okkur lengi þarna og ákváðum m.a. að fara að sjá Höfrungana að leik í sædýrasafninu.  Ferðin í sædýrasafnið tók 3 tíma og var mjög skemmtileg.  Marathon-hlaup var haldið í Borginni í dag í tilefni af St. Patricks day.  Hlaupið fór af stað um kl. 14:00 og þarna voru margir skreyttir græna litnum frá eyjunni grænu.  Haldið var heim á leið um sjöleytið.  Þreytti hópurinn ákvað að gera ekkert í kvöld annað en að hafa það gott enda hafði helgin verið tekin með trompi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

bara að kvitta fyrir mig, og smá abbó þegar ég les18 stiga hiti.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 09:15

2 identicon

 Auðvitað er ég líka abbó, eins og sú sem er hér á undan mér.

Minný (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 19:13

3 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Það má alveg vera abbó, hitinn núna (kl 18:00 að staðartíma) er 20°C   Hugsa sér, það er aðeins vika síðan það snjóaði og ég hélt að ég myndi frjósa í hel.

Guðrún Eggertsdóttir, 13.3.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband