6.3.2007 | 02:32
Mánudagur í Washington
Mánudagur í Washington. Mánudagur eftir aldeilis fína helgi; skoðunarferð, verslunarferð, kaffihúsasetur, sameldun, safnaferðir og ég veit ekki hvað og hvað. Allt gekk sinn vanagang í dag, fyrirlestrar fyrir hádegi og hópverkefni eftir hádegi. Hádeginu var eytt í góðum félagsskap í mötuneytinu í HQ2 (Head Quarters 2). Það hefur verið alveg rosalega kalt í höfuðborginni í dag. Flestir fýttu sér sem mest þeir máttu heim í hlýjuna. Úff, hvað það var gott að koma inn. Brrrrrrrrrrr.
Hringdi bæði í Olgu frænku og Gullu frænku. Við ákváðum að hittast á fimmtudagskvöldið. Það verður í fyrsta skiptið í langan tíma sem þær hittast, þó þær eigi heima í sama fylkinu. Planið verður slípað þegar nær dregur.
Þegar þeirri grófu skipulagningu ver lokið tók við skattframtalsgerð. Ótrúlegt en satt, ég kláraði að telja fram og senda framtalið! Þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því fyrr en á sama tíma að ári. Mikil eru undur nútímatækni; að geta gert skattframtal fyrir Íslending sem staddur er í Bandaríknunum. Dúdda mía. Náði að gera örlítið heimaverkefni og henda í þvottavél. Nú ætla ég að fara í basement til að fá svolítinn félagsskap.
Athugasemdir
Vona að lopapeysan komi að góðu gagni
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.3.2007 kl. 12:08
Jamm, ef eg hefdi ekki skipt henni ut fyrir flispeysuna. Eins gott ad eg tok 2 pasminu-sjol med mer. Tad for minna fyrir teim i toskunni en lopapeysunni Tau gera sannarlega sitt gagn. :-(
Guðrún Eggertsdóttir, 6.3.2007 kl. 13:50
Hva, er ekki til almennilegur fatnaður þarna í Ameríkunni?
Minný (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.