3.3.2007 | 13:29
Ísabella 3ja ára!
Nú er Ísabella loksins orðin 3ja ára. Af því tilefni tökum við öll undir með þessu:
Hún á afmæl í dag,
hún á afmæl í dag,
hún á afmæl hún Ísabella,
hún á afmæl í dag.
Innilegar hamingjuóskir yfir hafið, leiðinlegt að ég skuli ekki geta heimsótt þig í dag, krúttið mitt.
Þessi mynd er reyndar frá júlí í fyrra og stelpan hefur stækkað mikið síðan.
Annars er ég að búa mig undir skoðunarferð um borgina. Fram að þessu hef ég ekki gefið mér tíma til að kanna neitt nema nánasta umhverfi hótelsins, fyrir utan tilraun mína um daginn þegar ég ætlaði að kíkja á Hvíta húsið og var vísað frá.
Þegar fólk hefur fræðst eitthvað um borgina verður haldið til Potomac mills til að versla. Einn félaganna orðaði það þannig í gær: They dont know what hit them eða að þeir (verslunareigendurnir) muni ekki vita hvaðan á þá stendur veðrið.
Góða helgi!
Athugasemdir
Þú verður hissa þegar þú sérð hvað Hvíta húsið er lítið....! Maður heldur að það sé amk tvisvar sinnum stærra. Það er æðislegt að versla í Potomac Mills, góða skemmtun!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2007 kl. 21:33
Já, það er óhætt að segja Guðný Anna að það sé æðislegt að versla í Potomac Mills. Tíminn flaug. Rútan beið bara til kl 16:00, svo ekki var um annað að ræða en hætta verslun þá hæst stóð. Æ, æ. Mér skilst að einhverjir ætli að taka sig saman og fara þangað aftur síðar. Lesendur mega geta hver verður með í þeim hópi................
Guðrún Eggertsdóttir, 3.3.2007 kl. 22:27
Til hamingju með litlu frænku!!! Hugsa oft til þín. Skemmtu þér fáránlega, brjálæðislega, tryllingslega vel á milli námskeiða ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.