Alþjóðleg samvinna

þvottavélAlþjóðleg samvinna sýndi sig í verki í þvottahúsinu í gær.  Þar voru saman komnir þegnar Finnlands, Tyrklands og Palestínu auk mín og hjálpuðust að við að finna út hvernig þvottavélarnar og þurrkararnir virkuðu.  Samvinnan tókst með ágætum og nú eru a.m.k. þessar þjóðir af námskeiðinu með hreinan þvottinn sinn.

 

borðtennisborðAnnars konar samvinna átti sér stað í „the recreation room“ í gærkvöldi.  Þá voru saman komin Mósambik-búinn, Ítalinn, Makedóninn, Armeninn, Pólverjinn, Ungverjinn og Hondúrasinn auk mín að spila pool, borðtennis eða fótboltaspil.  Það var ögn meira líf yfir þessari samkomu en þeirri í þvottahúsinu og meiri leikgleði og auðvitað tókst hún með ágætum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Jú, jú, þetta kemur allt hjá mér......

Guðrún Eggertsdóttir, 1.3.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alltaf gaman að kynnast fólki af ólíku þjóðerni, jafnvel þó það sé bara í svona smálegum samskiptum í dagsins önn.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband