Lítill heimur

Fyrsta hópverkefnið gekk vel í gærmorgun.  Hópurinn sem ég tilheyri samanstendur af Nígeríubúa, Palestínumanni, Mósambikbúa, Tyrkja, einum frá Gíneu-Bissau, Perúbúa, Botsvanabúa, Líberíubúa ásamt mér.  

 

DupontEftir vinnu fór ég í könnunarleiðangur og fann bæði matvörubúð og þetta fína bakarí.  Það var fínt að fá sér gönguferð að Dupont-circle og hreinsa aðeins til í huganum eftir allt sem bar fyrir augu fyrr um daginn.

 

Nokkrir úr hópnum höfðu mælt sér mót um áttaleitið (20:00) því halda skyldi á jazz-bar í Georgetown.  Það var ekki mikið að gerast þar, svo við ákváðum að fá okkur eitthvað í gogginn.  Nema hvað?  Eftir að það var yfirstaðið fórum við á annan stað þar sem við sáum að verið var að spila á gítar og bongó-trommur.  Þetta var mjög skemmtilegur staður og það skipti engum togum að við fengum okkur snúning!  Gítaristinn vildi endilega að við gerðum grein fyrir því hvaðan við kæmum.  Í ljós kom að annað slagið kemur Íslendingur þarna fram og syngur; Kjartan Þórarinsson.  Leikari sem er að setja upp leikrit sem á að frumsýna 17. mars en hvar það verður get ég alls ekki munað.  Hann var einmitt staddur þarna og fólki fannst það skrýtið að af 300.000 manna þjóð myndu 2 hittast þarna fyrir algera tilviljun.  Okkur finnst það ekkert skrýtið, það er jú fullkomlega eðlilegt.

 

Núna skín sólin, alveg eins og í gær og það er spáð 10°C hita.  Fyrirlestrarnir hefjast ekki fyrr en eftir klukkutíma, svo ég er að hugsa um að lalla einhvern skemmtilegan hring og kanna umhverfið betur.

 

AnneÉg gleymdi að geta þess að það var ábyggilega Anne Bancroft sem beið eftir fluginu til Boston um daginn, í Leifsstöð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mikið skelfing öfunda ég þig. Það er einhvern veginn svo yndislegt að komast í burtu frá Íslandi á vetrarmánuðum. Janúar og febrúar eru einkar vel til þess fallnir.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.2.2007 kl. 14:14

2 identicon

O, það er svo gaman hjá þér. Væri alveg til í að skreppa til útlanda og fara í bakarí og fá mér snúning.

Edda Guðrún (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 14:33

3 identicon

Jahá. Ég er sammála. Alltaf gaman að heyra frá þér

Minný (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 15:14

4 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Uff ja, tetta er sannarlega skemmtilegt.  Solin skin og eg er nykomin ur mat.  I tetta sinn prufadi eg motuneytid hja Altjodabankanum en i gaer var tad Altjodagjaldeyrissjodurinn.  Allt voda altjodlegt og skemmtilegt.

Guðrún Eggertsdóttir, 28.2.2007 kl. 18:37

5 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Jú, það var virkilega gaman að sjá svona fræga leikkonu í Leifsstöð.

Guðrún Eggertsdóttir, 28.2.2007 kl. 23:26

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hún er alltaf ein af fallegustu og mest sjarmerandi konum í heimi, hún Ann Bancroft.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2007 kl. 21:37

7 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Já, það má nú segja.  Yfirbragðið er afar klassískt.

Guðrún Eggertsdóttir, 3.3.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband