26.2.2007 | 12:32
Á leið í vinnuna....
Já, við frænkurnar og J.B. fórum að versla í matinn. Það var engin venjuleg verslun sem við heimsóttum: Wegmans. Það virðist allt mögulegt vera til. Innanborðs er fullbúið bakarí, hægt er að velja sér í matinn, fá það eldað og fara með það upp á loft og snæða þar. Búðin er sett upp eins og markaðstorg og þegar setið er uppi við að gæða sér á kræsingum er eins og litið sé yfir torg í miðbæ einhversstaðar. Á neðri hæðinni er svo vínkjallari. Það var upplifun fyrir mig að líta þennan stað.
Fullbúin vistum lögðum við síðan til Washington og fundum Concordia Building en þar mun ég búa. Ég veit ekki hvernig ég hefði komist af án hjálpar Olgu og J.B. Takk fyrir það, kæru vinir.
Herbergið er um 50 60 fm. ég get svo svarið það: eldhús með stórri gaseldavél, örbylgjuofni, uppþvottavél, stórum ísskap og ég veit ekki hvað og hvað. Tvö sjónvörp til að velja úr, annað í stofunni, hitt í svefnherberginu, stórir skápar og hirslur. Allt eins og best verður á kosið.
Einu vandræðin eru að ég virðist ekki geta dánlódað myndum af fínu nýju myndavélinni, svo þið fáið ekki að sjá myndina sem ég tók í gær af snjónum í garðinum hennar Olgu. Vonandi tekst það að lokum.
Ekki meira í bili. Ég er að undirbúa mig fyrir fyrsta vinnudaginn.
Athugasemdir
Þetta hljómar allt mjög vel....vonandi fer bara voða vel um þig og njóttu þess að vera í útlöndunum. Má maður spyrja svona opinberlega hvað þú ert að stússast þarna?
Kveðja
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 21:47
Njóttu heil og gott gengi!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.2.2007 kl. 22:31
Og hvenær hefst svo námskeiðið? (hahahha, var að svara Katrínu óbeint).
Skrýtið, ég kíki svo oft inn í stjórnborð hjá mér til að kíkja á nýjustu færslur bloggvinanna ... og þú hefur ekkert dúkkað upp í dag! Fannst það skrýtið og kíkti á þig á venjulegan hátt og þar var þessi færsla, arggg! Þetta var ekki vanræksla. Stundum hefur Katrín bloggað 2-3 færslur áður en nokkuð kemur upp hjá mér og sama má segja um Guðnýju Önnu. Blogga þær of oft (eins og ég)?
Knús til Washington!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 23:01
Takk fyrir mínar kæru blogg-vinkonur
Guðrún Eggertsdóttir, 26.2.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.