Föstudagssíðdegi

mustangAndrúmsloftið á föstudagseftirmiðdegi finnst mér oft svo merkilegt.  Það liggur oft eitthvert eirðarleysi í loftinu, sérstaklega þegar sólin fer að hækka á lofti og það er svona gott verður eins og í dag.  Ég tók eftir þessu fyrst þegar ég var unglingur í skóla.  Stundaskráin var oftast tóm eftir hádegi á föstudegi og tilvalið að nota tækifærið til að kíkja nið’r í bæ.  Athuga hvort vinirnir og/eða kunningjarnir væru ekki að þramma upp og niður Hafnargötuna (í Keflavík), hvort það væri eitthvað nýtt í Fataval eða Póseidon - sem voru poseidontískuverslanirnar í þá daga.  Við bjuggum ekki svo vel að hafa kaffihús í bænum á þessum tíma, það dugði bara að setjast á tröppurnar við pósthúsið eða einhversstaðar annarsstaðar til að spjalla og hafa það gott, horfa á þá sem voru komnir með bílpróf og voru „á rúntinum“ - kannski fengi maður að vera með....  Árni Sam bíókóngur var þá með Víkurbæ og Jósafat Arngrímsson með Kyndil.  Þeir kepptust við að spila vinsælustu músíkina og beindu hátölurunum út á götu. Það var nú skemmtilegt.  Mér finnst einmitt vera svona andrúmsloft í dag, það liggur við að ég skelli mér til Kef. til að gá hvort eitthvað hafi breyst.

 

farangurNú er ég næstum búin að pakka, það er margbúið að fara yfir farangurslistann, strika út og bæta við en héreftir verður engu breytt.  Védís vinkona mín segir að það komi að þeim punkti þegar ekki er hægt að gera neitt meira.  Nú er ég komin að þeim punkti.  Ferðataskan stendur opin hér rétt hjá mér og já, furðulegt nokk, ég get lokað henni!  Það sem eftir er dagsins mun ég bara gera það sem mér sýnist, njóta veðursins og föstudagsins.

Góða helgi.

 

Ég stefni að því að ná einni blogg-færslu á morgun, áður en ég legg af stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ohhhhh, hvað þú átt gott! Þetta er svo mikið ævintýri hjá þér! Mikið hlakka ég til að lesa færslurnar hjá þér frá Washington! Hver veit nema þú hittir Valgeir Guðjónsson á götu í Georgetown eins og ég gerði ´98! Það fannst mér eiginlega merkilegra en þegar ég hitti Dustin Hoffman á götu í New York!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Já, hahahahaha, það skyldi þó aldrei vera.

Guðrún Eggertsdóttir, 24.2.2007 kl. 09:35

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vona að þú eigir æðislega ferð og njótir lífsins í botn!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.2.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er bara lífsnauðsynlegt að ferðast og taka inn nýja strauma. Ég bara öfunda þig stelpa! Man þegar ég týndi ömmu og afa í töskubúð í Crawley og rann svo á hljóðið þar sem þau voru í hörkusamræðum á islensku í einu horninu. Höfðu þá rekist á Heiðar snyrti. Vinur minn Tony Gray er einmitt með frábæra listsýningu í New York núna í ..æ þarna verðbréfahverfinu hvað heitir það aftur??? Wall street! Sýningin hans mun eflaust og vonandi vekja mikla athugli..the american flag.. Hann málar saman ameríska fánann, músmlima liti og munstur og þegar stjörnurnar detta úr fánanum þá breytast þær í fiðrildi. Ef þú hittir hann bið ég að heilsa.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.2.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband