Regnhlíf, bíll, strætó og lofthræðsla.

regnhlífGöngutúrinn n.k. mánudag verður betri en á horfðist í gær.  Nýjasta veðurspáin fyrir Washington er gjörbreytt, skjótt skipast veður í lofti – eða þannig.  Nú er spáð að það verði skýjað á mánudag, 11°C hiti og vindur 14 m/klst.  Er það ekki bara gola?  Spáð er aðeins kaldara á þriðjudaginn eða 7°C hiti, skýjað og meiri blástur: 18 m/klst.  Skúrir á miðvikudag og rigning á fimmtudag.  Best að taka regnhlífina með.  Listinn yfir farangurinn tekur stöðugum breytingum. 

 

í-bílÞar sem „heimilið“ verður í 15-20 mín. göngufæri við „vinnustaðinn“ reikna ég með að nota ganglimina en ekki önnur farartæki, til að koma mér á milli staða.  Annars segir í bók um borgina að það sé auðveldast að komast um hana með því að nota neðanjarðarlestirnar.  Þar segir líka að það séu neðanjarðarlestatengingar um alla borg nema Georgetown og tengingar líka við úthverfin í Maryland og Virginia.  Reyndar sagði Gulla frænka mér það um daginn, að ég gæti tekið lest frá stöð skammt „heiman“ frá mér og alla leið til hennar í Virginia.  Í þessari góðu bók kemur það líka fram að í þeim hverfum sem neðanjarðarlestakerfið þjónar ekki er þetta fína strætókerfi.  Svo er auðvitað möguleiki á að taka leigubíl.  Hins vegar sé ég fram á að ég muni ekki leigja mér bíl, því það er víst svo erfitt að fá bílastæði, segir í bókinni.  Fólki er ráðlagt að leggja bílnum, finni það stæði og nota síðan neðanjarðarlestakerfið.

lofthræðslaAð lokum læt ég fylgja með mynd, sem ég fann áðan og hefur ekkert með þessa færslu að gera.  Hún er ekki ætluð lofthræddum.

Þetta er allt sem ég vildi segja, í bili.  Hafið það gott það sem eftir lifir dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er víst tími til kominn að ég láti kanski heyra í mér hérna á blogginu þínu Gunna mín. Jú, það er farið að batna veðrið, allt orðið skítugt og blautt, blandað með góðum skamti af salti svo að þetta verður orðið ansi subbulegt þegar að það er komið inn í hús!! Enn það verður ekki lengi held ég því að þeir eru nokkuð fljótir að hreinsa til þegar snjórinn er farinn.

Á þessum tíma árs er ágætt að hafa góða peysu,regnhlíf og annað til að verja gegn regni og eins og þú segir"golu"!

Ég hafði nú hugsað mér að kenna þér á neðanjarðarlestarkerfið (WOW that´s a word?) og er það mikið til af eigingirni þar sem að það styttir vegalengdina sem að ég þarf að sækja þig ef að mig langar að fá þig í mat eða kaffi eða spjall eða?????????????

Hver er svo þessi Gulla frænka sem að á líka heima hér í Virginíu?  og hvar í Virginíu á hún heima?

Já og þetta er flott "blogg" síða hjá þér!!

Olga

Hafdis Olga Bortle (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 03:12

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Olga mín, þær koma sér sannarlega vel. Yep, that's a word: „neðanjarðarlestakerfið“. Ég verð ekki í vandræðum með að taka lestina til þín, í spjallið og kaffið ef ég fæ kennslu bæði hjá þér og Gullu!

Gulla frænka er dóttir hennar Fríðu systur hennar mömmu og er því frænka þín líka.  Hún býr í Springfield, Virginia.  Er það ekki stutt frá þér?

Takk fyrir að hrósa síðunni, það er eins og að fá hrós fyrir að eiga fallegt barn!

Sjáumst á laugardaginn!

Guðrún Eggertsdóttir, 22.2.2007 kl. 09:24

3 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Takk fyrir að vera nýi bloggvinur minn Guðmundur og þessi varnaðarorð.

Já ég hef verið að æfa mig í að vera „með augu allan hringinn“ undanfarna daga. Það kemur sér ábyggilega vel. Ég stefni að því að vera dugleg að blogga og segja frá öllu smáu og stóru. Svo hlakka ég til að lesa athugasemdirnar við því öllu saman. „Bloggumst“

Guðrún Eggertsdóttir, 22.2.2007 kl. 11:27

4 identicon

Ja hérna Guðrún!!!!! bara komið að þessu, eftir langa bið (eða þannig). Hlakka til að lesa allt skemmtilega bloggið frá þér. Og farðu að ráðum þessa Guðmundar. Það er örugglega betra að passa sig vel.

Minný

Minný (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 11:49

5 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Kæra systir og aðrir lesendur.  Ég mun neyta allra bragða til að koma heim í heilu lagi reynslunni ríkari.  Ekki spurning.

Guðrún Eggertsdóttir, 22.2.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband