20.2.2007 | 16:51
Veðurfréttir
Kíkti á www.weather.com til að tékka á veðrinu í Washington. Það er ískalt þar; 4°C en feels like 2°C. Loftþrýstingur 1012,5 mb. og skyggni 16,1 km. Sólin mun skína n.k. laugardag en líklega verður hún sest þegar ég lendi loksins í borginni. Á sunnudag fer að rigna og verður svo fram á fimmtudag í næstu viku en þá á sólin að brjótast fram, spáð er 5-11°C hita. Veðrið fer batnandi...........
Mér hefur verið ráðlagt að taka með mér hlýja peysu, líklega þarf ég að taka allan fataskápinn með mér því það verður komið vor, jafnvel sumar þegar síga fer á seinni hluta ferðarinnar. Skelli lopapeysunni með og læt það ráðast með restina, það eru jú margar búðir í borginni, er það ekki?
Athugasemdir
Sniðugt hjá þér, það er ömurlegra en allt ömurlegt að taka of mikið dót með sér í ferðalög! Eftir martröðina miklu, þegar ég fór í kórferðalag til þriggja landa þar sem við gistum á óteljandi hótelum og var með þrjár ferðatöskur (bara tvær hendur), mun ég aldrei framar ferðast með of mikið. Maður getur alltaf keypt sér, er ekki allt svo ódýrt í Amríkunni? Man eftir mörgum flottum búðum í Georgetown í DC þótt ég hafi ekki verslað neitt þegar ég var þar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.2.2007 kl. 17:05
Bestu þakkir Gurrí mín. Einhver upplýsti mig um að nóg væri af veitingastöðum í Georgetown. Ég hef ákveðið að fá mér gönguferð um það hverfi strax á mánudaginn, til að róa taugarnar eftir fyrsta daginn á námskeiðinu. Kannski finn ég bæði búð og veitingahús..........
Guðrún Eggertsdóttir, 20.2.2007 kl. 18:03
HVA Heldurðu ð þetta séu einhverjar Hornstrandir? hehehehehe
Gettu hver ég er? (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 20:52
Guðfinna systir mín, líkist þetta ekki hugleiðingum konu sem við þekkjum þ.e. áður en hún flutti til Englands til að búa þar í 2 ár? Gettu hver það er!
Guðrún Eggertsdóttir, 21.2.2007 kl. 08:48
Já, en það voru 2 ár (ekki 6 vikur) og konan var með 2 lítil börn
Minný (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 09:35
Tvö ár, tvö börn - samskonar hugleiðingar. Samt engar Hornstrandir, hvorki á Bretlandseyjum né í Bandaríkjunum. Komst konan ekki að því að það væri fullt af búðum í Bretlandi, þrátt fyrir áhyggjur af vöruskorti þar?
Guðrún Eggertsdóttir, 21.2.2007 kl. 11:32
Jú, mikil ósköp
Minný (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.