Tilviljun? Hver veit?

konurStundum er eins og eitthvað eitt gerist endurtekið sama daginn.  Leyfið mér að útskýra; í mínu lífi kemur fremur reglulega dagurinn sem ég kalla „hringjum í Guðrúnu dagurinn“.  Á þeim degi gerist það að allskonar fólk hringir í mig, allt frá góðum vinum upp í fólk sem ég þekki lítið sem ekkert, fólk sem ég er í reglulegu sambandi við eða sem ég heyri örsjaldan í.

 

konur2Í gær var „konudagurinn“ hjá mér, þó hann sé í dag, skv. almanakinu.  Það var ekki venjulegur konudagur, heldur „látum Guðrúnu hitta konurnar sem eru náskyldastar henni dagurinn“.  Mig rekur ekki minni til að svoleiðis dagur hafi komið áður, nema ef einhver hafi tekið sig til og haldið einhverskonar boð.  Ekkert slíkt boð var í gær, nei, nei, dagurinn byrjaði á því að við systurnar fórum í verslunarleiðangur fyrir hádegi. Afraksturinn: enginn.  Eftir hádegi var ég svo bara eitthvað að dingla mér hérna heima þegar Edda systurdóttir hringdi til að athuga hvort ég væri heima, þau Ási ætluðu að líta við, sem þau og gerðu.  Ægilega gaman að fá þau í heimsókn, Ási hefur t.d. aldrei kíkt við áður.  Við spjölluðum um ýmislegt yfir tebolla og snúðum á meðan Eldur, chihuahua hundurinn þeirra var í könnunarleiðangri um íbúðina.  Edda hefur ekki komið síðan ég átti afmæli s.l. vor.  Jæja, þegar þau fóru datt mér í hug að kíkja á handleggsbrotna móður mína í Keflavík og hringdi í hana til að athuga hvort bollurhana vantaði eitthvað.  „Bollur og rjóma“ var svarið.  Til að ná í vistirnar skrapp ég í Hagkaup og gekk beint í flasið á Völu bróðurdóttur, sem ég hef ekki séð síðan um jól.  Eftir að hafa spjallað smávegis, benti Vala mér á, að Soffía systir hennar væri að vinna í snyrtivörudeildinni, svo við færðum okkur þangað og spjölluðum enn meira.  Þegar upp var staðið hafði ég hitt þær konur sem eru náskyldastar mér í þremur ættliðum; mömmu, einustu systur mína og systkinadæturnar þrjár, allar sama daginn.  Sumt af „hittingnum“ var undirbúið, annað ekki.  Tilviljun?  Hver veit?

Gleðilegan konudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já,er þetta ekki yndislegt? Stundum koma upp svona dagar og alltaf jafn skemmtilegir

einasta systir þín (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Jú passar, mín einasta systir!

Guðrún Eggertsdóttir, 19.2.2007 kl. 08:27

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég kannast við svona daga. Stundum er það líka missa allt út úr höndunum dagurinn og rekast á fólk sem maður vill ekki hitta dagurinn.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.2.2007 kl. 12:11

4 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Úff já, þessháttar dagar koma líka!

Guðrún Eggertsdóttir, 19.2.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband