16.2.2007 | 12:56
Menningin
Menningarklúbburinn gerði sér lítið fyrir í gær og fór í Salinn í Kópavogi til að hlusta á Terem-kvartettinn og Diddú. Það var sko tíma vel verið. Til útskýringar vitna ég hér í kynningu á kvartettinum sem ég fann á heimasíðu Salarins. Á efnisskrá kvartettsins er á þriðja hundrað tónverka, allt frá umskrifunum fyrir breytta hljóðfæraskipan til þversagnakenndra fantasía sem byggðar eru á þekktum stefjum eftir Bach, Mozart, Rossini, Bizet, Piazzolla, Rota, Rimsky-Korsakoff, Tchaikovsky og fleiri. En þótt hópurinn viði að sér tónlist úr ýmsum áttum breytist hún í meðhöndlun þeirra og talar til manns tærri, rússneskri röddu. Með þessum hætti verða þeir sem Terem-kvartettinn skipa meira en aðeins tónlistarmenn. Þeir færa fólki gleði, ást og eftirvæntingu um þau meistaraverk sem í vændum eru. Tónleikarnir verða endurteknir í kvöld og ef það er enn hægt að fá miða, þá mæli ég með því að þú lesandi góður krækir þér í einn.
Athugasemdir
Þarna hefði ég viljað vera. Tærri rússneskri röddu. Veit ekki af hverju en rússland höfðar svo til mín. Ætli rás 1 spili ekki upptökur eða eitthvað???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.2.2007 kl. 16:16
Kannski RÚV taki upp tónleikana í kvöld, - ég veit það ekki. Það voru hins vegar engin upptökutæki sjáanleg frá þeirri ágætu stofnun í gærkvöldi. Ég veit, að kvartettinn hefur gefið út CD...........
Guðrún Eggertsdóttir, 16.2.2007 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.