Málinu reddað!

flugMálinu hefur verið reddað.  Þessi dásamlegi póstur barst rétt í þessu frá Olgu frænku:  Ég ætla bara að koma og sækja þig og svo verður þú bara nóttina hjá okkur og ég fer svo með þig niður á hótel á sunnudaginn. Líst þér ekki bara vel á það?  aðeins seinna kom þetta: „.......og svo kemur þú auðvitað með á Þorrablótið!!!!!!!  Það verður þorrablót hjá Íslendingafélaginu á meðan ég verð í Washington og mér er boðið!  Ekki nóg með það, ég get lent áhyggjulaus í borginni seint að kvöldi laugardags (kl. 22:33), þarf ekki að leita að leigubíl, hóteli eða einu eða neinu.  Verð bara sótt.  Ljómandi, svo ég noti orðið sem Steingerður kynntist að nýju í gærkvöldi.  Aldeilis ljómandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

En frábært og ljómandi gott!!!!! Mér finnst alltaf kvíðvænlegt að ferðast á milli landa og þurfa að redda þessu öllu ... best er að vera sóttur ... og yfirleitt lendi ég í því! Sjúkkitttt! Mikið er ég glöð fyrir þína hönd!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Já, ég er afskaplega fegin.  Nú vantar bara að einhver ljúf manneskja aðstoði mig í Boston, við að finna flugið sem ber mig þaðan til Washington. Ég hef 3 tíma til að finna út úr því.

Guðrún Eggertsdóttir, 16.2.2007 kl. 08:15

3 Smámynd: Ólafur fannberg

flott er

Ólafur fannberg, 16.2.2007 kl. 08:37

4 identicon

Já, flott flott

minný (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband