Traustur vinur getur gert kraftaverk, tralalalala

símiÞað sannast alltaf betur og betur fyrir mér að það er gott að eiga góða að.  Ég bjallaði í Gullu frænku (borið fram með smell-hljóði e.o. málmurinn gull) áðan en hún er önnur þeirra sem býr rétt fyrir utan Washington.  Það var sannarlega gaman að tala við hana.  Hún ætlar að kenna mér á neðanjarðarlestakerfið í höfuðborginni sem er mjög gott kerfi að hennar sögn.  Auk þess benti hún mér á ýmislegt sem getur komið sér vel t.d. það að nú er kalt í borginni og að rakinn veldur því að það virðist ennþá kaldara en hitamælirinn sýnir.  Best að taka með sér góða peysu og hlýja yfirhöfn.   Hún var ekki lengi að átta sig á, hvar ég mun búa og gat staðfest að sá staður væri mjög miðsvæðis.  Við ákváðum að ég myndi hringja í hana, á sunnudegi eftir hálfan mánuð.  Hugsa sér; ég verð í Washington eftir hálfan mánuð!

 

hlaðborðAnnað símtal og ekki verra var rétt eftir hádegið í dag, þegar ég sló á þráðinn til Fríðu mágkonu til að tékka á Geira Danmerkurfara.  Það skipti engum togum að hún bauð mér í mat; kjöt í karrý og ég rauk af stað með hálfblautt hárið (nýstigin upp úr freyðibaðinu) enda átti ég eftir að keyra til Keflavíkur.  Ýmsir fjölskyldumeðlimir voru samankomnir til að gæða sér á kræsingunum; Fríða og Nonni, Aðalgeir, mamma og ég.  Aðalgeir dreif sig í pönnukökur til vinar síns, varla búinn að kyngja síðasta kjötbitanum.  Ég held að hann hafi misst af ísnum sem var í eftirrétt.  Fljótlega eftir hádegið mættu þeir feðgar Ingimundur og Aðalgeir yngri.  Ekki spillti það gleðinni þegar þau birtust örlitlu seinna: Minný, Sigvaldi og Þorkell.    Það var ekki komið að tómum kofanum hjá Hólmfríði frekar en fyrri daginn; hún dró fram heimabakaðar gerbollur og þessa fínu súkkulaðitertu með kaffinu. 

grafaAðalgeir yngri, 2 ½ árs var mjög upptekinn af því að leika sér að skurðgröfu og vörubíl og lýsti því fyrir okkur hvernig snjórinn á eldhúsgólfinu hjá ömmu hans var grafinn upp og skellt á vörubílspallinn.  Ýmislegt fleira bar fyrir augu hans, sem þurfti að skýra fyrir okkur fullorðna fólkinu enda sáum við lítið sem ekkert af því sem bar fyrir augu hans.  Gaman að lifa sig inn í ímyndanir barnanna, alltaf fullt að gerast þar.

 

Gurrí mín, ég er sko ekki búin að gleyma þér, það er svo sannarlega gott að eiga þig að líka. Grin

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlaði að segja það ... ég var mjög reið og afbrýðisöm þangað til ég kom neðst í færsluna ... NOT! Hehehhehe

Gott að það var gaman hjá þér, heillin! Takk fyrir síðast! 

Gurrí (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 20:28

2 identicon

Já, allt of stutt þangað til þú ferð. Hvað á ég að gera án þín í 6 vikur?

Minný (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 21:47

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Verður örugglega mjög gaman hjá þér þarna í USA.  Nóg að skoða í höfuðborginni í frítímanum  Takk fyrir síðast !

Svava S. Steinars, 12.2.2007 kl. 00:42

4 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Vá, hvað þið eruð frábærar allar saman.  Takk fyrir að skrifa svona fallega og takk Svava Svanborg fyrir að vera ný blogg-vinkona og Gurrí fyrir að vera fyrsta blogg-vinkonan.

Minný mín, þú verður bara að vera dugleg að skrifa athugasemdir á bloggið mitt.  Kannski Sigvaldi leyfi þér að gráta á öxlinni á sér.   Sex vikur eru nú samt ótrúlega fljótar að líða.

Guðrún Eggertsdóttir, 12.2.2007 kl. 08:22

5 identicon

Takk fyrir gott ráð. EN ég veit það verður gaman hjá þér. Ég hef þá bara gaman hjá mér hér á Fróni á meðan. Skoða bloggið (blokkið) á hverjum degi og svoleiðis.

minný (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:05

6 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Gott hjá þér!

Guðrún Eggertsdóttir, 12.2.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband