9.2.2007 | 14:14
Hækkandi sól
Mikið er þetta yndislegur tími; þessi tími þegar birtan eykst dag frá degi. Hann fyllir mig alltaf einhverri sérstakri ánægjutilfinningu og eftirvæntingu; eins og ég hafi fengið vítamínssprautu. Það er einhvern veginn allt að vakna til lífsins. Ég get ekki varist þeirri hugsun að hálfvorkenna þeim sem búa á suðlægari slóðum, hvað þetta varðar. Þeir missa af ánægjunni af því að fylgjast með hvernig dagurinn lengist og fjörið færist í umhverfið. Greyin. Það er ekki hægt annað en að vorkenna þeim sem hafa ekki upplifað þessa tilfinningu. Ætli það sé hægt að lýsa henni fyrir einhverjum sem býr við miðbaug og það að allir dagar ársins eru jafnlangir? Engin tilbreyting. Dagar eins og þessi í dag, spilla svo sannarlega ekki ánægjunni (splitta ekki stuðinu eins og maður segir). Sól, logn og föstudagur, er hægt að hafa það betra? Gluggaveður náttúrulega, hitinn við frostmark en flott engu að síður.
Svo er Aðalgeir bróðursonur að koma heim frá Danmörku í kvöld, sá held ég að sé ánægður með daginn. Velkominn heim kallinn minn.
Tilfinningasemi dagsins var í boði Guðrúnar.
Athugasemdir
Árstíðir eru lífsnauðsynlegar fyrir mannfólkið. Gæti ekki hugsað mér að búa þar sem veðurfarið er alltaf eins. Alveg eins og ljós og skuggar eru förunautar, skin og skúrir. Maður verður að finna og upplifa muninn.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.2.2007 kl. 15:33
Já, þetta er einmitt tíminn sem mér hefur alltaf fundist svo skemmtilegur, þegar vorið er að ná yfirhöndinni af vetrinum (eða þannig). Er ég ekki skáldleg?
Minný systir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 20:42
Ó, hvað ég er sammála. Þetta er skemmtilegur tími!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 21:16
Nú er Geiri bróðir að koma heim í kvöld'???
Eggert (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 21:52
Já, Geiri er að koma heim í kvöld en stoppar stutt við. Hann fer til Kína eftir nokkrar vikur. Þá verðum við frændsystkinin sitt hvoru megin á hnettinum. Skrýtið.
Guðrún Eggertsdóttir, 9.2.2007 kl. 22:29
Já ég fer reyndar aftur út á miðvikudaginn
Geiri (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 20:52
Ó, þá verð ég að drífa mig að hitta þig.
Guðrún Eggertsdóttir, 10.2.2007 kl. 21:46
Frábært er það nú að hafa tilbreytni í veröldinni. Árstíðir eru tilbreyting. Takk fyrir skemmtilega bloggið þitt. Ertu kannski bara memm?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.