Leiðsögn á netinu? Tæknilegt.

mapquestÞað getur borgað sig að "surf-a" á netinu.  Allskonar kort eru til og leiðalýsingar.  Frábært!  Ég fann það út að það er hægt að slá inn tvö heimilisföng og fá skriflega leiðsögn á milli þessara tveggja punkta.  Allt í boði mapquest.com.  Ok, ok, þetta hefur sjálfsagt verið hægt í mörg ár en hvernig á ég að vita um allar upplýsingarnar sem hægt er að finna á netinu?  Nú hef ég prufað að staðsetja matvörubúðir í nágrenninu við væntanlegt "heimili" mitt í Washington, ekki nóg með það, heldur hef ég fundið út, hvar næsta moll er, hin ýmsu söfn og ég fann meira að segja net-kaffi í nágrenninu.  Reyndar þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því, þar sem ég mun hafa fartölvuna meðferðis.  Til að svala forvitninni sló ég inn heimilisföng frænknanna tveggja sem búa í nágrenni höfuðborgarinnar og fann út að önnur býr í 34 mínútna akstursfjarlægð í vesturátt og hin í 28 mínútna akstursfjarlægð í suðvestur.  Er ég ekki heppin að hafa þær svona nálægt!  Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði eins og grár köttur hjá þeim, hins vegar er gott að vita af skyldmennum "i nærheden" eins og daninn myndi segja.

Mér finnst þetta mapquest.com alveg brill og vildi deila því með ykkur.

Meira seinna.......................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk fyrir það. Þetta er alveg frábært, verulega snjallt! Prófaðu ... ef bíllinn þinn bilar ... að fara inn á bus.is. Settu inn heimilisfangið þar sem þú ert og síðan áfangastað og klukkan hvað þú þarft að vera mætt. Það er líka snilld ... og ég nota þetta mikið þegar á þarf að halda. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Ok, flott.  Gott að vita það

Guðrún Eggertsdóttir, 9.2.2007 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband