3.2.2007 | 10:26
Flottum fjölskyldumeðlimum fjölgar
Get ekki stillt mig um að herma eftir Gurrí og láta fyrirsagnirnar stuðla. Annað sem ég get ekki stillt mig um er að skella inn þessum myndum. Eggert bróðursonur var ekki lengi að redda mér myndum af sonum sínum, - á tölvutæku formi. Sko, ég lofa að kaupa digital-myndavél fljótlega, þangað til verð ég öðrum háð um myndir á síðuna.
Hér eru þeir bræðurnir Andri Már og Sebastian. Myndin er tekin rétt við sumarbústaðinn sem amma þeirra og afi eiga. Að sjálfsögðu er búið að setja upp körfuboltahring þarna hjá Suðurnesjamönnunum.
Mér sýnist Andri Már vera í Hrísey. Hann er a.m.k. fyrir norðan, af fjöllunum að dæma.
Svo er hér mynd af þeim bræðrum þegar þeir heimsóttu pabba sinn. Vafalaust hafa þeir verið liðtækir í pizzugerðinni.
Flottir
Athugasemdir
Æði ... frábært!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.2.2007 kl. 15:06
Flott síða og fallegar drengir á myndonum.
kv Eggert.
Eggert Jónsson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 01:03
Æðislegir!
Guðrún Eggertsdóttir, 7.2.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.