Veitingastaðir eða aðrar dásemdir

Sælt veri fólkið.

Það sem ég er að velta fyrir mér þessa dagana er, eins og svo oft áður, - maginn - og hvað ég á að láta í hann.  Aðallega það hvar ég á að leita að veitingastöðum, sem eru ábyggilega í tuga eða hundruðatali í Washington.  Það sem ég er að reyna að koma á framfæri hér er þetta: átt þú þér uppáhaldsveitingastað í borginni?  Viltu deila upplifuninni með mér?  Viltu upplifa að sjá mig frjálslega vaxna um páskana?  Tounge

Svo má mæla með hverju sem er við mig, svo lengi sem það tengist Washington eða nágrenni.  Ég hef óljósan grun um að þarna sé t.d. Smithsonian-safnið (eða söfn?), Kennedy-center, minnismerki um þá sem féllu í Víetnam-stríðinu, George-town og margt fleira áhugavert.  Það væri samt gaman ef einhver hinna fjöldamörgu áhangendum þessarar síðu, gætu deilt reynslu sinni af borginni.

Ekki meira í þetta sinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Við fórum hópurinn úr skólanum til Jóns Baldvins og Bryndísar í opinbera heimsókn þegar við vorum í Washington DC. Kolfinna, dóttir þeirra, dró okkur á fínan stað, eiginlega voða fínan stað, en þótt ég þyrfti að bjarga lífi mínu gæti ég ekki munað hvar hann var (hann var í göngufæri við heimili sendiherrans sem ég man heldur ekki hvar var ...) en ég held að þú munir finna marga góða þarna. Prófaðu að gúggla svolítið, Netið er stórskemmtilegt stundum þótt ég sé kannski ekki algjör snillingur þegar kemur að því að leita ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Já, sá staður, hann er ábyggilega rosalega góður. Best ég gúggli soldið, takk fyrir ábendinguna.  Annars reikna ég með að frænkurnar á svæðinu upplýsi mig um málið - kannski fæ ég þær til að fara með mér á einhverja exotíska staði.

Ég á semsagt tvær frænkur sem búa í Virginia, skammt frá Washington og hef hugsað mér að leita til þeirra með hin aðskiljanlegustu mál.  Þær eru nú svo hjálpsamar báðar tvær.  Ef þær lesa þessa færslu þá er þeim alveg heimilt að neita en verða að hafa afar góða afsökun fyrir því.......  Múhahahahaha,

Guðrún Eggertsdóttir, 30.1.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehhehe! Þær taka örugglega æðislega vel á móti þér ... það er ég viss um. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 15:42

4 identicon

Mér skilst að það sé ágætur Tælenskur staður á 14 St NW, milli N og P ST NW sem heitir Thaitanic. Kunningji minn sem býr í nágrenni Washington DC mælti með honum, en ég gleymdi að fara þangað. Það er veitingastaður á Union staion sem seldi íslenskan fisk þegar ég var það, enég keypti pizzu þar.

Það er alveg hellingur af söfnum þarna, mikið af þeim eru Smithsonian söfn. Ég kíkti ekki á listasöfnin en það eru nokkur þarna. Það er byggingasafn þarna um arkítektúr og byggingar o.þ.h.

Mount Vernon er eitthvað fyrir utan Washington DC, en það er  þar sem George Washington átti heima og ég held að hann sé grafinn þar líka.

Þorkell (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 16:34

5 identicon

Til hamingju með síðuna... Þú verðu nú að skella þér á NBA körfubolta leik er það ekki

Neta-Geiri (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 17:06

6 identicon

Og síðan á ég eitt ágætis kort af pleisinu sem ég get alveg lánað þér.

Þorkell (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 20:43

7 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Takk fyrir upplýsingarnar Þorkell, þær koma sér svo sannarlega vel.  Hver veit nema ég hafi upp'á þessum Tælenska veitingastað og það er ekki ónýtt að vita af íslenska fiskinum á Union station.  Söfnin verða könnuð, misjafnlega gaumgæfilega, það fer auðvitað eftir því hversu áhugaverð þau eru, er það ekki?

Svo getur alveg verið að ég fari á NBA-leik, hvað heitir Washington-liðið?  Það hefur nú gerst að ég hafi horft á körfubolta.......

Guðrún Eggertsdóttir, 30.1.2007 kl. 20:46

8 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Ég þigg kortið!

Guðrún Eggertsdóttir, 30.1.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband