Einu sinni er allt fyrst.

Cool

Þá er komið að því.  Ég er byrjuð að blogga.  Svona til upplýsingar fyrir þá sem finna þessa síðu, þá datt mér í hug að einhverjir kynnu að hafa áhuga á ferðalagi mínu til Washington.  Að vísu hefst það ekki fyrr en 24. febrúar en ég hafði hugsað mér að nota tímann fram að því til að kynna mér hvernig nýta má þennan miðil.

Ég hafði hugsað mér að skella afar áhugaverðum færslum inn á þessa síðu um hin aðskiljanlegustu mál en aðallega um hugleiðingar íslendings í útlöngum.  Þetta verður allt saman ógurlega spennandi og skemmtilegt og ég býst náttúrulega við töluverðri umferð á þessa síðu og allskonar athugasemdum frá vinum, kunningum og jafnvel fólki sem ég þekki hvorki haus né sporð á. 

Góða skemmtun við lesturinn!

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Velkomin, elskan mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.1.2007 kl. 18:58

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Takk, kæra vinkona. 

Það væri gott að fá að leita í viskubrunn þinn um ýmisleg tæknileg atriði í bloggheimum.

Guðrún Eggertsdóttir, 28.1.2007 kl. 11:49

3 identicon

Velkomin í netheima, vinkona! að sjálfsögðu munum við hjónakornin fylgjast grannt með ferðaundirbúningi og ferðalagi, og námi og hverju sem rekur á fjörur þínar í úglandinu, Védís & co.

Védís (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 14:52

4 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Úff, mér finnst ég stax orðin voða mikilvæg, þegar ég veit af a.m.k. tveimur sem ætla að fylgjast með....................

Ferðaundirbúningur verður auðvitað skráður samviskusamlega

Guðrún Eggertsdóttir, 28.1.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband