Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Nóg að gera, þrátt fyrir allt

IMG_0325Þessi mynd er frá „The Farewell Luncheon“ sem haldinn var síðasta föstudaginn í Washington 6/4.  Helgin sú var ekki sú auðveldasta, að kveðja allt þetta góða fólk sem fór að tínast í burtu strax á föstudeginum allt fram á sunnudag, þegar ég fór sjálf.  Það er ekki laust við að ég sé eitthvað undarlega innantóm eftir Washington-upplifunina, a.m.k. hefur það tekið mig smá-stund á morgnana þegar ég vakna, að átta mig á því hvar ég er stödd.  Nú þarf að taka á hinum gráa hversdagsleika, sem hefur þó ekki verið svo grár, frá því ég lenti á Keflavíkurflugvelli eldsnemma að morgni annars í páskum.

 

IMG_0332Þann sama dag, eftir að ég hafði fengið fegurðarblundinn, dreif ég mig á Kaffi-París, til að hitta Daníel, ameríkana sem bjó á Gamla-Garði fyrir 18 árum (já ég eldist bara um eitt ár þegar aðrir eldast um fimm - og er því rétt rúmlega tvítug).  Sá „hittingur“  sannfærði mig um það skipti ekki máli þótt mörg ár líði án þess að fólk hittist eða eigi samksipti.  „The way to a friend is never long“ hvorki í tíma né rúmi.  Það var eins og það hefðu bara liðið örfáir dagar, frá því við hittumst síðast.

 

Vikan sem liðin er frá því ég kom heim hefur farið í að hitta fjölskylduna og vini; páskamatur hjá Minný að kvöldi annars í páskum, hitti Kínafarana á þriðjudag, búbbulínurnar mínar á Kjalarnesinu á fimmtudag eftir heimsókn til Gurríar á Akranesi.  Dúu og Gareth náði ég að hitta á laugardaginn, en þau voru á heimleið til Englands á sunnudag.  Ekki nóg með það að ég við fjöruborðiðdreif þau og Guðlaugu vinkonu með mér austur fyrir fjall, í Humarsúpu á Stokkseyri í tilefni af 6 ára brúðkaupsafmæli þeirra, komið var við í sveitabúðinni Sóley í bakaleiðinni.  Þau hjónakornin þurftu að vera komin í bæinn um fimmleytið og við rétt náðum því.  Þar sem dagurinn var rétt að byrja ákváðum við Guðlaug að skella okkur á Súfistann í Hafnarfirði og boðuðum Eddu Þorleifs þangað.  Jæja, Guðlaug fór og við Edda héldum áfram að spjalla.  Þar sem klukkan var ekki orðin because i said soátta, sáum við okkur leik á borði og drifum okkur í bíó „Because I said so“ með Diane Keaton, voða skemmtileg mynd. Kíkti síðan til Unnar á sunnudaginn, þar er allt í kössum, því hún er að undirbúa flutning.  Samt sem áður dreif hún mig með sér í Seltjarnarneskirkju á tónleika á vegum Listaháskóla Íslands, þar var Páll sonur hennar að spila ásamt strengjasveit.  Ægilega fínir tónleikar.  Svo var allt í einu kominn mánudagur aftur og tími til að fara í vinnuna.  Núna rétt í þessu hringdi Sigrún Sveins frá Noregi til að bjóða mér í fermingarveislu þann 29. apríl.  Það var ágætt að skrá þetta allt niður, því þótt mér hafi fundist ég vera í spennufalli eftir viðburðarríkar 6 vikur í Washington, sé ég að það er samt sem áður nóg fyrir mig að gera, hér á landi.

 

IMG_0321Margir nýju vinanna sem ég kynntist úti hafa verið í tölvupóstsambandi og lýsa yfir miklum söknuði eftir þeim stundum sem við áttum saman og eindreginni ósk eftir því að við munum hittast sem fyrst.  Það vona ég líka.


Allt tekur enda...............

Almáttugur minn hvað það er langt síðan ég hef bloggað.  Ég biðst afsökunar.  Vonandi hafa myndirnar glatt einhvern (t.d. Eddu systurdóttur, sem hefur kvartað opinberlega undan myndaleysi).  Það helsta sem er að frétta héðan er að síðasti kennsludagur var í dag.  Nú er ekkert eftir nema –Farwell luncheon – á morgun.  Það hefur safnast að mér um 10 kg. af námskeiðsefni.  Póstþjónusta Bandaríkjanna og Íslands munu fá það hlutverk að koma öllu þessu til mín. 

 

142_4207Tíminn er aldeilis fljótur að líða, komið að kveðjustund.  Hún verður svo sannarlega ekki auðveld.  Hér hef ég kynnst mörgu ágætisfólki sem ég vonast náttúrulega til að geta haldið sambandi við til frambúðar.  Margir virðast vera sama sinnis, því tölvupóstföngum var safnað í dag, af miklum móð.

 

Ég get ekki annað sagt en að þetta hefur verið aldeilis frábær tími.  Nóg að gera bæði á námskeiðinu og líka í frítímanum.  Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa eytt þessum 6 vikum hér í Washington (og víðar),  hitastigið hefði oft og tíðum mátt vera hærra en förum ekki nánar út í það.  Ekki ónýtt að leika ferðamann fyrir utan þessar fáu stundir á dag, sem námskeiðið tók.

Washington 6 week 112Af hitastigi er það að frétta að s.l. mánudag fór hitinn í 28°C en síðan hefur hann fallið með hverjum deginum sem líður og í morgun var einungis 3ja stiga hiti.  Það er spáð frosti hér á morgun.  Hvernig er hægt að botna í þessu?  Ég er ýmist í sumarpilsi, með regnhlíf eða vafin inn í hlýju pasmínuna mína.  Ótrúlegt.  Jæja, ég tek flug frá BWI á páskadagskvöld og lendi í Keflavík eldsnemma að morgni annars í páskum.  Hitabreytingarnar hérna ættu að búa mig undir hitastigið heima.  Þetta er ekki meint sem móðgun, heldur er ég að æfa mig í Pollýönnu leik.

 


Geiri á afmæli í dag!

ammæliGeiri bróðursonur í Kína á afmæli í dag.  Til hamingju með daginn kallinn minn og njóttu hans vel.

Ég bætti þessari köku við, vonandi sérðu þér fært að fá þér eitthvað gott í gogginn til að halda upp á daginn. Heart


Myndarlegt

Washington 5 week 003Við skulum nú sjá, frá vinstri eru: Agota frá Ungverjalandi, Beata frá Póllandi, Andrea frá Hondúras og yðar einlæg í einu matarboðinu í - the community room -

 

 

 

 

Washington 5 week 004Í þetta skiptið voru það Flavio frá Ginea-Bissau og Jacinto frá Mósambik sem elduðu.

 

 

 

 

 

Washington 5 week 005Matur!  Andrea frá Ítalíu, Goga frá Georgíu, yðar einlæg, Petar frá Makedóníu, Francis frá Malaví, Andrea frá Hondúras, Jacinto frá Mósambik, Beata frá Póllandi, Agota frá Ungverjalandi, Sargis frá Armeníu og síðast en ekki síst eru það foreldrar Otco: Ville og Emmi frá Finnlandi, fremst til hægri.

 

 

 

Washington 5 week 009Aunt Anna & Uncle Don í New Jersey

 

 

 

 

 

Washington 5 week 010Að sjálfsögðu var sest að snæðingi hjá Önnu og Don

 

 

 

 

 

Washington 5 week 014Svo hittumst við frænkurnar og fengum okkur mat á Tyrkneskum stað í Washington: Guffa, yðar einlæg, Gulla og Leyla

 

 

 

 

Washington 5 week 020Jana kom í heimsókn, frá Michigan

 

 

 

 

 

Washington 5 week 021Flugdrekar á fyrsta degi Cherry-blossom Festival

 

 

 

 

 

Washington 5 week 023Washington 5 week 025Cherry-blossoms

 

 

 

 

 

Washington 5 week 029Þarna var ég að reyna að styðja við Jefferson-Memorial

 

 

 

 

 

Washington 5 week 033

Í National Gallery: Jana kom frá Michigan, yðar einlæg, Sargis frá Armeníu, Andrea frá Ítalíu, Agota frá Ungverjalandi og Andrea frá Hondúras.

 

 

 

 

Washington 5 week 034Að leika fána fyrir framan Washington Memorial: Agota frá Ungverjalandi, Andrea frá Hondúras, Andrea frá Ítalíu, yðar einlæg og Beata frá Póllandi

 

 

 

 

Washington 5 week 038Meira af Cherry-Blossoms

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband