Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
2.3.2007 | 13:39
Veðurfréttir og matar-
Það er að hlýna nú er 14°C hiti en það rignir (eins gott að ég tók regnhlífina með mér). Spáð er sólskini upp úr hádegi. Námskeiðið er komið á fullt skrið og nóg að gera við að kynnast fólki, umhverfinu og síðast en ekki síðst námsefninu.
Ítalinn eldaði pasta í gærkvöld og bauð nokkrum félögum ásamt ekta Ítölsku espresso. Við hin sýndum lit og komum hvert og eitt með eitthvað smávegis. Hann tók hráefnið og kaffivélina með sér að heiman. Það finnst mér vel af sér vikið. Maturinn heppnaðist vel og félagsskapurinn var skemmtilegur. Þrátt fyrir alþjóðlegt yfirbragð er ýmislegt sameiginlegt, t.d. smekkur á tónlist, svo eitthvað sé nefnt.
Ekki meira í bili, því ég er eitthvað svo andlaus enda nývöknuð.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2007 | 13:09
Alþjóðleg samvinna
Alþjóðleg samvinna sýndi sig í verki í þvottahúsinu í gær. Þar voru saman komnir þegnar Finnlands, Tyrklands og Palestínu auk mín og hjálpuðust að við að finna út hvernig þvottavélarnar og þurrkararnir virkuðu. Samvinnan tókst með ágætum og nú eru a.m.k. þessar þjóðir af námskeiðinu með hreinan þvottinn sinn.
Annars konar samvinna átti sér stað í the recreation room í gærkvöldi. Þá voru saman komin Mósambik-búinn, Ítalinn, Makedóninn, Armeninn, Pólverjinn, Ungverjinn og Hondúrasinn auk mín að spila pool, borðtennis eða fótboltaspil. Það var ögn meira líf yfir þessari samkomu en þeirri í þvottahúsinu og meiri leikgleði og auðvitað tókst hún með ágætum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)